Strandveiðar - Verk ganga orðum framar Magnús D Norðdahl skrifar 5. júlí 2021 15:29 Strandveiðimenn gætu horft fram á atvinnuleysi á næstu misserum þar sem aflaheimildir í kerfinu kynnu að klárast áður en strandveiðitímabilinu lýkur. Eins og staðan er í dag er þegar búið að nýta tæp 60% aflaheimilda samkvæmt tölum frá Fiskistofu. Á síðasta þingi lá fyrir frumvarp sem kvað á um að sjávarútvegsráðherra skyldi tryggja skilyrðislaust hverjum bát 48 daga á strandveiðitímabilinu 2021 með því að færa til aflaheimildir úr öðrum kerfum ef þörf krefði. Píratar lögðu fram tillögu við þinglok um að umrætt frumvarp yrði tekið á dagskrá þannig að hægt yrði að samþykkja frumvarpið og afstýra fyrirhuguðu atvinnuleysi hjá strandveiðimönnum þegar liði á tímabilið. Hver einasti af sjö þingmönnum Pírata greiddi atkvæði með tillögunni og það sama á við um tvo þingmenn Flokks fólksins og einn stjórnarþingmann. Allir aðrir þingmenn, 53 talsins ýmist greiddu atkvæði á móti tillögunni eða sátu hjá. Afstaða Sjálfstæðis- og Framsóknarmanna kemur engum á óvart en það er með öllu óskiljanlegt að þingmenn VG, Samfylkingar og Viðreisnar hafi staðið gegn hagsmunum strandveiðisjómanna með þessum hætti. Rétt er að hafa framangreindar staðreyndir í huga í komandi kosningabaráttu. Orð eru einskis nýt ef þeim er ekki fylgt eftir í verki. Píratar sýndu með framgöngu sinni í þessu máli að hreyfingin er sjálfri sér samkvæm og að þingmenn hreyfingarinnar beita atkvæðisrétti sínum í samræmi við stefnumál og gefin loforð. Slíkt framferði skiptir miklu máli á sama tíma og virðing og traust fyrir stjórnmálafólki fer almennt minnkandi. Sjávarútvegsstefna Pírata frá árinu 2015 er afdráttarlaus og skýr. Auðlindaákvæðifrumvarps stjórnlagaráðs til stjórnskipunarlaga skal taka efnislega upp í stjórnarskrá þannig að tryggt sé að íslenska þjóðin sé eigandi sjávarútvegsauðlindarinnar. Aflaheimildir skal bjóða til leigu á opnum markaði og skal leigugjaldið renna í ríkissjóð og skulu öll úrslit uppboða gerð opinber. Störf Hafrannsóknastofnunar skulu gerð gagnsæ og starfshættir hennar aðgengilegir almenningi. Ráðgjafaráð Hafrannsóknastofnunar skal ekki skipað hagsmunaaðilum. Síðast en ekki síst skulu handfæraveiðar gerðar frjálsar þeim sem kjósa að stunda þær til atvinnu. Hið tvíþætta kerfi aflamarksheimilda á markaði og frjálsra handfæraveiða, sem Píratar berjast fyrir, myndi krefjast þess að minnka yrði að einhverju leyti það magn kvóta sem færi á markað til þess að mæta þeirri aukningu sem yrði í handfæraveiðum. Þá verður einnig að horfa til þess að með "frjálsum" handfæraveiðum er ekki verið að vísa til þess að engar reglur eða umgjörð verði til staðar. Óhjákvæmilega verður ávallt einhver stýring til viðbótar við þær náttúrulegu skorður sem veðurfar setur veiðum af þessu tagi. Lykilatriðið er að auðvelda verður nýliðun í greininni og að tryggja atvinnuöryggi um land allt samhliða því að þjóðin sjálf fái notið aukinna tekna af þessari verðmætustu eign þjóðarinnar. Þessu markmiði má hæglega ná samtímis því að vernda fiskistofnana og tryggja vöxt og velferð þeirra til framtíðar. Það eina sem þarf er vilji og þor til að breyta kerfinu. Þeir stjórnmálaflokkar, sem hafa farið með meirihluta þingstyrks á Alþingi á síðustu árum, hafa fengið sitt tækifæri og nú er komið að Pírötum að leiða nauðsynlegar og löngu tímabærar umbætur. Píratísk umbreyting sjávarútvegsins er handan við hornið. Höfundur er oddviti Pírata í Norðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Magnús D. Norðdahl Píratar Sjávarútvegur Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson Skoðun Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson Skoðun Skoðun Skoðun Gamalt vín á nýjum belgjum Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við ESB og NATO Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Börnin borga fyrir hagræðinguna í Kópavogi Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hvernig er veðrið þarna uppi? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Að leita er að læra Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar Skoðun Viska: Sterkara stéttarfélag framtíðarinnar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson skrifar Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson skrifar Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson skrifar Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson skrifar Skoðun Öllum til hagsbóta að bæta hag nýrra Íslendinga Marta Wieczorek skrifar Skoðun Raunveruleg úrræði óskast takk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason skrifar Skoðun Vangaveltur um ábyrgð og laun Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller skrifar Skoðun Komir þú á Grænlands grund Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Strandveiðimenn gætu horft fram á atvinnuleysi á næstu misserum þar sem aflaheimildir í kerfinu kynnu að klárast áður en strandveiðitímabilinu lýkur. Eins og staðan er í dag er þegar búið að nýta tæp 60% aflaheimilda samkvæmt tölum frá Fiskistofu. Á síðasta þingi lá fyrir frumvarp sem kvað á um að sjávarútvegsráðherra skyldi tryggja skilyrðislaust hverjum bát 48 daga á strandveiðitímabilinu 2021 með því að færa til aflaheimildir úr öðrum kerfum ef þörf krefði. Píratar lögðu fram tillögu við þinglok um að umrætt frumvarp yrði tekið á dagskrá þannig að hægt yrði að samþykkja frumvarpið og afstýra fyrirhuguðu atvinnuleysi hjá strandveiðimönnum þegar liði á tímabilið. Hver einasti af sjö þingmönnum Pírata greiddi atkvæði með tillögunni og það sama á við um tvo þingmenn Flokks fólksins og einn stjórnarþingmann. Allir aðrir þingmenn, 53 talsins ýmist greiddu atkvæði á móti tillögunni eða sátu hjá. Afstaða Sjálfstæðis- og Framsóknarmanna kemur engum á óvart en það er með öllu óskiljanlegt að þingmenn VG, Samfylkingar og Viðreisnar hafi staðið gegn hagsmunum strandveiðisjómanna með þessum hætti. Rétt er að hafa framangreindar staðreyndir í huga í komandi kosningabaráttu. Orð eru einskis nýt ef þeim er ekki fylgt eftir í verki. Píratar sýndu með framgöngu sinni í þessu máli að hreyfingin er sjálfri sér samkvæm og að þingmenn hreyfingarinnar beita atkvæðisrétti sínum í samræmi við stefnumál og gefin loforð. Slíkt framferði skiptir miklu máli á sama tíma og virðing og traust fyrir stjórnmálafólki fer almennt minnkandi. Sjávarútvegsstefna Pírata frá árinu 2015 er afdráttarlaus og skýr. Auðlindaákvæðifrumvarps stjórnlagaráðs til stjórnskipunarlaga skal taka efnislega upp í stjórnarskrá þannig að tryggt sé að íslenska þjóðin sé eigandi sjávarútvegsauðlindarinnar. Aflaheimildir skal bjóða til leigu á opnum markaði og skal leigugjaldið renna í ríkissjóð og skulu öll úrslit uppboða gerð opinber. Störf Hafrannsóknastofnunar skulu gerð gagnsæ og starfshættir hennar aðgengilegir almenningi. Ráðgjafaráð Hafrannsóknastofnunar skal ekki skipað hagsmunaaðilum. Síðast en ekki síst skulu handfæraveiðar gerðar frjálsar þeim sem kjósa að stunda þær til atvinnu. Hið tvíþætta kerfi aflamarksheimilda á markaði og frjálsra handfæraveiða, sem Píratar berjast fyrir, myndi krefjast þess að minnka yrði að einhverju leyti það magn kvóta sem færi á markað til þess að mæta þeirri aukningu sem yrði í handfæraveiðum. Þá verður einnig að horfa til þess að með "frjálsum" handfæraveiðum er ekki verið að vísa til þess að engar reglur eða umgjörð verði til staðar. Óhjákvæmilega verður ávallt einhver stýring til viðbótar við þær náttúrulegu skorður sem veðurfar setur veiðum af þessu tagi. Lykilatriðið er að auðvelda verður nýliðun í greininni og að tryggja atvinnuöryggi um land allt samhliða því að þjóðin sjálf fái notið aukinna tekna af þessari verðmætustu eign þjóðarinnar. Þessu markmiði má hæglega ná samtímis því að vernda fiskistofnana og tryggja vöxt og velferð þeirra til framtíðar. Það eina sem þarf er vilji og þor til að breyta kerfinu. Þeir stjórnmálaflokkar, sem hafa farið með meirihluta þingstyrks á Alþingi á síðustu árum, hafa fengið sitt tækifæri og nú er komið að Pírötum að leiða nauðsynlegar og löngu tímabærar umbætur. Píratísk umbreyting sjávarútvegsins er handan við hornið. Höfundur er oddviti Pírata í Norðvesturkjördæmi.
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun
Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar
Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar
Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar
Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun