Umsátursástand þegar lögregla eltist við þungvopnaða „mára“ Kjartan Kjartansson skrifar 5. júlí 2021 15:55 Lögreglumenn í Massachusetts að störfum í umsátrinu við I-95 hraðbrautina við bæinn Wakefield á laugardag. Félagar í hópi sem viðurkennir ekki lög Bandaríkjanna flúðu inn í skóginn þegar lögreglumenn höfðu afskipti af þeim. AP/Michael Dwyer Íbúum í bænum Wakefield í Massachusetts í Bandaríkjunum var skipað að halda kyrru fyrir heima hjá sér á meðan lögreglumenn leituðu uppi hóp þungvopnaðra manna sem flúði inn í skóglendi á laugardag. Ellefu manns voru handteknir eftir umsátrið sem stóð yfir í hátt í níu klukkustundir. Lögreglumenn óku fram á tvo bíla sem var lagt í vegarkanti á hraðbraut á aðfararnótt laugardags. Við þá stóðu þungvopnaðir karlmenn í herklæðum sem voru að dæla eldsneyti á bíla sína. Þegar lögreglumennirnir báðu um að sjá leyfi fyrir byssunum sögðust mennirnir ekki hafa nein slík leyfi enda viðurkenndu þeir ekki lög ríkisins. Stökk hluti hópsins á flótta inn í skóg og upphófst þá umsátrið. AP-fréttastofan segir að lögregla hafi lagt hald á þrjá AR-15-riffla, tvær skammbyssur, haglabyssu og tvo riffla. Mennirnir hafa nú verið ákærðir fyrir ólöglegan vopnaburð og fleiri glæpi. Tveir mannanna hafa fram að þessu neitað að segja til nafns. Í ljós kom að mennirnir tilheyra hópi sem kallar sig „Upprisu máranna“ frá Rhode-eyju og sem telur sig hluta af eigin fullvalda þjóð í Bandaríkjunum. Sem slík séu þeir ekki háðir bandarískum lögum. Telja sig eigin fullvalda þjóð Upprisa máranna er einn af um 25 hópum sem eru andsnúnir bandarísku ríkisstjórninni sem mannréttindasamtökin Southern Poverty Law Center (SPLC) fylgdist með í fyrra. Félagar í hópnum telja sig ekki tilheyra Bandaríkjunum. „Þannig að þeir gera hluti eins og að neita að greiða skatta, fá sér ökuskírteini eða skrá skotvopn og þeir reyna að fá félagsmenn til þess að storka alríkislögum um það,“ segir Freddy Cruz, sérfræðingur hjá SPLC. I-95 hraðbrautin í Massachusetts var lokuð um tíma á laugardag vegna umsátursins.AP/Ríkislögreglan í Massachusetts Washington Post segir að márahreyfingin hafi fyrst komið fram á sjónarsviðið á 10. áratug síðustu aldar sem hluti af hreyfingu fólks sem telur að einstaklingar hafi fullveldi og njóti sjálfstæðis frá ríkisvaldinu. Hún er sögð tengjast eldri sértrúarsöfnuði en hann hefur reynt að fjarlægja sig vopnaða hópnum. Hvítir þjóðernissinnar voru fremstir í flokki hreyfingar fullvalda einstaklinga á sínum tíma en Upprisa máranna sker sig úr að því leyti að langflestir félaganna eru svartir. „Márarnir“ aðhyllast þá trú að blökkumenn í Bandaríkjunum hafi sérstök réttindi á grundvelli sáttmála sem Bandaríkin og Marokkó gerðu á 18. öld og að þeir séu ýmist afkomendur máranna í Afríku eða séu innfædd þjóð í Ameríkunum. Hafa staðið fyrir ofbeldisverkum Félagar í hópnum sem voru handteknir í Massachusetts sögðust vera vopnuð sveit (e. militia) á leiðinni til Maine til æfinga á einkalandi. Þekkt er að slíkir hópar stunda heræfingar í sveitum. „Márar“ sem líta á sig sem fullvalda í Bandaríkjunum hafa staðið fyrir ýmsum ofbeldisverkum undanfarin ár, oft gegn opinberum starfsmönnum og lögreglu. Einn þeirra skaut lögreglumann í Orlando á Flórída og ók yfir annan þegar hann var eftirlýstur fyrir að myrða ófríska kærustu sína árið 2017. Árinu áður veitti annar „mári“ sex lögreglumönnum fyrirsát og myrti þrjá þeirra með hálfsjálfvirkum riffli í Baton Rouge í Lousiana. Hann féll í skotbardaganum við lögregluna. Bandaríkin Mest lesið Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Erlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd Innlent Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Erlent Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Innlent Fleiri fréttir Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Sjá meira
Lögreglumenn óku fram á tvo bíla sem var lagt í vegarkanti á hraðbraut á aðfararnótt laugardags. Við þá stóðu þungvopnaðir karlmenn í herklæðum sem voru að dæla eldsneyti á bíla sína. Þegar lögreglumennirnir báðu um að sjá leyfi fyrir byssunum sögðust mennirnir ekki hafa nein slík leyfi enda viðurkenndu þeir ekki lög ríkisins. Stökk hluti hópsins á flótta inn í skóg og upphófst þá umsátrið. AP-fréttastofan segir að lögregla hafi lagt hald á þrjá AR-15-riffla, tvær skammbyssur, haglabyssu og tvo riffla. Mennirnir hafa nú verið ákærðir fyrir ólöglegan vopnaburð og fleiri glæpi. Tveir mannanna hafa fram að þessu neitað að segja til nafns. Í ljós kom að mennirnir tilheyra hópi sem kallar sig „Upprisu máranna“ frá Rhode-eyju og sem telur sig hluta af eigin fullvalda þjóð í Bandaríkjunum. Sem slík séu þeir ekki háðir bandarískum lögum. Telja sig eigin fullvalda þjóð Upprisa máranna er einn af um 25 hópum sem eru andsnúnir bandarísku ríkisstjórninni sem mannréttindasamtökin Southern Poverty Law Center (SPLC) fylgdist með í fyrra. Félagar í hópnum telja sig ekki tilheyra Bandaríkjunum. „Þannig að þeir gera hluti eins og að neita að greiða skatta, fá sér ökuskírteini eða skrá skotvopn og þeir reyna að fá félagsmenn til þess að storka alríkislögum um það,“ segir Freddy Cruz, sérfræðingur hjá SPLC. I-95 hraðbrautin í Massachusetts var lokuð um tíma á laugardag vegna umsátursins.AP/Ríkislögreglan í Massachusetts Washington Post segir að márahreyfingin hafi fyrst komið fram á sjónarsviðið á 10. áratug síðustu aldar sem hluti af hreyfingu fólks sem telur að einstaklingar hafi fullveldi og njóti sjálfstæðis frá ríkisvaldinu. Hún er sögð tengjast eldri sértrúarsöfnuði en hann hefur reynt að fjarlægja sig vopnaða hópnum. Hvítir þjóðernissinnar voru fremstir í flokki hreyfingar fullvalda einstaklinga á sínum tíma en Upprisa máranna sker sig úr að því leyti að langflestir félaganna eru svartir. „Márarnir“ aðhyllast þá trú að blökkumenn í Bandaríkjunum hafi sérstök réttindi á grundvelli sáttmála sem Bandaríkin og Marokkó gerðu á 18. öld og að þeir séu ýmist afkomendur máranna í Afríku eða séu innfædd þjóð í Ameríkunum. Hafa staðið fyrir ofbeldisverkum Félagar í hópnum sem voru handteknir í Massachusetts sögðust vera vopnuð sveit (e. militia) á leiðinni til Maine til æfinga á einkalandi. Þekkt er að slíkir hópar stunda heræfingar í sveitum. „Márar“ sem líta á sig sem fullvalda í Bandaríkjunum hafa staðið fyrir ýmsum ofbeldisverkum undanfarin ár, oft gegn opinberum starfsmönnum og lögreglu. Einn þeirra skaut lögreglumann í Orlando á Flórída og ók yfir annan þegar hann var eftirlýstur fyrir að myrða ófríska kærustu sína árið 2017. Árinu áður veitti annar „mári“ sex lögreglumönnum fyrirsát og myrti þrjá þeirra með hálfsjálfvirkum riffli í Baton Rouge í Lousiana. Hann féll í skotbardaganum við lögregluna.
Bandaríkin Mest lesið Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Erlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd Innlent Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Erlent Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Innlent Fleiri fréttir Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Sjá meira