Fótbolti

Sjáðu mörk Englendinga gegn Úkraínu

Valur Páll Eiríksson skrifar
Englendingar voru með algjöra yfirburði í kvöld.
Englendingar voru með algjöra yfirburði í kvöld. Pool/Getty Images/Alessandro Garafallo

England vann einkar öruggan 4-0 sigur á Úkraínu í 8-liða úrslitum Evrópumóts karla í fótbolta í kvöld. Eftir að hafa leitt 1-0 í hálfleik drápu þrjú mörk snemma í síðari hálfleiknum leikinn.

Harry Kane kom Englandi í forystu snemma leiks áður en nafni hans Harry Maguire skoraði annað markið strax á fyrstu mínútu síðari hálfleiks. Fjórum mínútum síðar skoraði Harry Kane sitt annað mark og staðan orðin 3-0.

Jordan Henderson, fyrirliði Liverpool, kom inn á sem varamaður skömmu síðar og hafði aðeins verið á vellinum í rúmar fimm mínútum þegar hann gerði endanlega út um leikinn með sínu fyrsta landsliðsmarki.

Englendingar mæta Dönum í undanúrslitum keppninnar á miðvikudag.

Mörkin fjögur má sjá í spilaranum að neðan.

Klippa: Mörk England - Úkraína

Tengdar fréttir

Þjóðhátíðarstemning á Ráðhústorginu

Það er sannkölluð þjóðhátíðarstemming á Ráðhústorginu og á Strikinu í miðborg Kaupmannahafnar eftir 2-1 sigur Dana á Tékkum á EM í knattspyrnu í Aserbaídsjan fyrr í dag. Þúsundir manna eru saman komnar í miðborginni og syngja lag landsliðsins, þeyta þokulúðra og skreyta sig með dönsku fánalitunum.

Danir í undanúrslit í fjórða sinn

Danmörk vann 2-1 sigur á Tékklandi í 8-liða úrslitum Evrópumóts karla í fótbolta í Bakú í Aserbaídsjan. Danir eru komnir í undanúrslit í fyrsta sinn í 29 ár.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×