Fótbolti

Þjóðhátíðarstemning á Ráðhústorginu

Valur Páll Eiríksson og Heimir Már Pétursson skrifa
Gleðin er við völd í Kaupmannahöfn í kvöld.
Gleðin er við völd í Kaupmannahöfn í kvöld. UEFA/UEFA via Getty Images

Það er sannkölluð þjóðhátíðarstemming á Ráðhústorginu og á Strikinu í miðborg Kaupmannahafnar eftir 2-1 sigur Dana á Tékkum á EM í knattspyrnu í Aserbaídsjan fyrr í dag. Þúsundir manna eru saman komnar í miðborginni og syngja lag landsliðsins, þeyta þokulúðra og skreyta sig með dönsku fánalitunum.

Segja má að sigurinn sé Dönum kærkominn fyrir margra hluta sakir.Úrslitin tryggja landsliðinu stöðu í undanúrslitum EM. En Danir fagna því líka að losað hefur verið um samkomutakmarkanir vegna Covid undanfarna 15 mánuði og geta komið saman á ný í stórum hópum.

Fögnuðurinn fer vel fram en lögreglan hefur þó lokað fyrir bílaumferð um breiðstrætið HC Andersen fyrir framan Ráðhústorgið til að gæta öryggis mannfjöldans.

Heimir Már Pétursson er okkar maður í Kaupmannahöfn og tók myndir af stemningunni sem má sjá hér að neðan.

Klippa: Danir fagna



Fleiri fréttir

Sjá meira


×