Fótbolti

Segir Brait­hwaite geta unnið Ball­on d’Or á næstu tveimur árum

Anton Ingi Leifsson skrifar
Braithwaite í leik með danska landsliðinu.
Braithwaite í leik með danska landsliðinu. Dean Mouhtaropoulos/Getty Images

Fjölskylda Martins Braithwaite hefur mikla trú á kappanum. Það mikla trú að frændi hans Philip Michael trúir því að hann geti unnið Gullboltann á næstu tveimur árum.

Frændinn var í ansi áhugaverðu viðtali við BT um frænda sinn sem fékk ansi óvænt samning hjá Barcelona í febrúar á síðasta ári.

Braithwaite var neyðarkaup hjá Barcelona sem var í framherjavandræðum en hann fékk hins vegar fjögurra ára samning hjá félaginu.

Þetta kemur frændanum Philip hins vegar ekki á óvart sem hefur tröllatrú á framherjanum.

„Ég held að hann geti unnið Ballon d’Or. Ég er ekki hræddur við að segja það. Ég held að hann geti unnið verðlaunin innan tveggja ára,“ sagði Philip.

Ansi áhugaverð ummæli en Braithwaite verður væntanlega í byrjunarliði Dana sem mætir Tékklandi í átta liða úrslitum EM síðar í dag.

Hefst leikurinn klukkan 16.00 og er að sjálfsögðu í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport EM. Hitað verður vandlega upp fyrir leikinn og honum gerð góð skil í leikslok.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×