Fótbolti

Sjáðu mörkin og vítakeppnina milli Spánar og Sviss

Valur Páll Eiríksson skrifar
Spánverjar fögnuðu vel eftir sigur sinn í vítaspyrnukeppni í Pétursborg.
Spánverjar fögnuðu vel eftir sigur sinn í vítaspyrnukeppni í Pétursborg. Pool/Getty Images/Anton Vaganov

Spánverjar fóru í undanúrslit Evrópumóts karla í fótbolta í dag eftir sigur Sviss eftir vítakeppni. Liðin skildu jöfn 1-1 í venjulegum leiktíma og framlengingu en Spánverjar unnu 3-1 í vítaspyrnukeppni.

Sjálfsmark Denis Zakaria kom Spánverjum yfir snemma leiks en Xherdan Shaqiri jafnaði fyrir Sviss um miðjan síðari hálfleik. Skömmu síðar fékk Remo Freuler, í liði Sviss, að líta rautt spjald og léku Svisslendingar því manni færri í rúmar 40 mínútur.

Spánverjar náðu ekki að skora þrátt fyrir mikil áhlaup og fín færi og því þurfti að fara í vítaspyrnukeppni. Þar varði Unai Simón, markvörður Spánar, tvö víti auk þess sem eitt til viðbótar fór forgörðum hjá Svisslendingum. Rodri og Sergio Busquets refsaðist því ekki fyrir sín klúður í vítakeppninni.

Mörkin og vítakeppnina í heild má sjá að neðan.

Klippa: Spánn - Sviss



Fleiri fréttir

Sjá meira


×