Fótbolti

Fleiri sjálfsmörk í ár en á öllum fyrri mótum til samans

Valur Páll Eiríksson skrifar
Denis Zakaria fékk skot Jordi Alba í sig, hvaðan boltinn fór í netið. Tíunda sjálfsmark mótsins til þessa.
Denis Zakaria fékk skot Jordi Alba í sig, hvaðan boltinn fór í netið. Tíunda sjálfsmark mótsins til þessa. Pool/Getty Images/Kirill Kudryavstev

Sjálfsmark Denis Zakaria, leikmanns Sviss, gegn Spáni í 8-liða úrslitum EM í kvöld var það tíunda á yfirstandandi Evrópumóti. Fáheyrt er að svo mörg sjálfsmörk séu skoruð á einu og sama mótinu, enda eru mörkin tíu fleiri en á öllum fyrri EM-keppnum til samans.

Aðeins níu sjálfsmörk höfðu verið skoruð fyrir yfirstandandi mót. Tékkóslóvakinn Anton Ondrus skoraði það fyrsta árið 1976. Næsta kom ekki fyrr en 20 árum síðar, sem Búlgarinn Lyuboslav Penev skoraði í tapi Búlgara fyrir Frökkum á Englandi 1996.

Síðan bættust sjö sjálfsmörk við á næstu 20 árum, þar á meðal sjálfsmark Birkis Más Sævarssonar í 1-1 jafntefli Íslands og Ungverja á EM 2016 í Frakklandi.

Mörkin voru því alls níu fyrir mótið í ár og hefur sú tala nú rúmlega tvöfaldast. Í tveimur leikjum hefur það komið fyrir að tveir leikmenn skori sjálfsmark, Rúben Dias og Raphael Guerrero í 2-4 tapi Portúgal fyrir Þýskalandi, og Martin Dubravka og Juraj Kucka í 0-5 tapi Slóvakíu fyrir Spáni.

Lista yfir sjálfsmörkin á EM í ár má sjá að neðan.

1 Merih Demiral Tyrkland 0-3 Ítalía Riðlakeppni
2 Wojciech Szczesny Pólland 1-2 Slóvakía Riðlakeppni

3 Mats Hummels Þýskaland 0-1 Frakkland Riðlakeppni

4 Rúben Dias Portúgal 2-4 Þýskaland Riðlakeppni

5 Raphael Guerrero Portúgal 2-4 Þýskaland Riðlakeppni

6 Lukas Hradecky Finnland 0-2 Belgía Riðlakeppni

7 Martin Dubravka Slóvakía 0-5 Spánn Riðlakeppni

8 Juraj Kucka Slóvakía 0-5 Spánn Riðlakeppni

9 Pedri Spánn 5-3 Króatía 16-liða úrslit
10 Denis Zakaria Sviss 1-1 Spánn (1-3 vító) 8-liða úrslit







Fleiri fréttir

Sjá meira


×