Óttast um Hvaleyrarvatn vegna lágrar vatnsstöðu Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 2. júlí 2021 19:32 Gísli Ásgeirsson, þýðandi og kennari, hefur tekið eftir miklum breytingum á Hvaleyrarvatni, sem er ein helsta náttúruperla höfuðborgarsvæðsins. Vísir/Sigurjón Vatnsstaða í Hvaleyrarvatni er óvenju lág og mælist ekki nema rétt rúmur metri um mitt vatnið. Dælt hefur verið ofan í vatnið undanfarna daga með litlum árangri, að því er virðist vera. Hafnarfjarðarbær hófst handa við að dæla vatni í Hvaleyrarvatn fyrir viku í þeim tilgangi að reyna að hækka yfirborðsstöðu vatnsins. Í skriflegu svari frá Hafnarfjarðarbæ segir að ekki sé vitað hvað valdi. Vatnið mælist nú um eins til tveggja metra djúpt um mitt vatnið og liggur í dalkvos sem er umvafin grágrýtishryggjum á þrjá vegu. Hafnfirðingurinn Gísli Ásgeirsson hefur fylgst með vatninu taka miklum breytingum síðan í vetur - en hann segist aldrei hafa séð vatnið eins grunnt. „Mér finnst vatnsborðið lægra núna heldur en mörg undanfarin á rog mér finnst hafa lækkað áberandi í vatninu á þessu sumri,” segir Gísli Ásgeirsson, sem hefur farið daglega að vatninu í áraraðir. „Það hefur gerst áður að vatnið þornaði svo til alveg en það eru að vísu áratugir síðan og það þarf að leita í smiðju elstu manna til að muna hvenær það var. En einu sinni var hægt að aka vörubíl yfir vatnsbotninn til þess að flytja efni í skátaskálann hérna fyrir ofan. En það gæti hafa verið í kringum 1950 eða fyrr.” Vatnið hefur almennt náð upp að grjótgarðinum sem sjá má lengst til vinstri á myndinni. Uppistaðan í vatninu er grunnvatn svæðisins þannig að ef það er úrkomulaust þá lækkar í því. Viðbótarvatni hefur verið dælt í Hvaleyrarvatn ur götulögn á svæðinu en það dælir um einum til tveimur lítrum á sekúndu. „Þetta er ákaflega seinleg leið. Það væru hæg heimatökin að skrúfa hérna frá brunahananum í nokkra daga og láta renna hérna út í, jafn vel setja leiðslu en ég sé þess engin merki. Og mér finnst frekar hafa lækkað í vatninu síðan þessar framkvæmdir áttu sér stað heldur en hitt.” Hafnarfjörður Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Hafnarfjarðarbær hófst handa við að dæla vatni í Hvaleyrarvatn fyrir viku í þeim tilgangi að reyna að hækka yfirborðsstöðu vatnsins. Í skriflegu svari frá Hafnarfjarðarbæ segir að ekki sé vitað hvað valdi. Vatnið mælist nú um eins til tveggja metra djúpt um mitt vatnið og liggur í dalkvos sem er umvafin grágrýtishryggjum á þrjá vegu. Hafnfirðingurinn Gísli Ásgeirsson hefur fylgst með vatninu taka miklum breytingum síðan í vetur - en hann segist aldrei hafa séð vatnið eins grunnt. „Mér finnst vatnsborðið lægra núna heldur en mörg undanfarin á rog mér finnst hafa lækkað áberandi í vatninu á þessu sumri,” segir Gísli Ásgeirsson, sem hefur farið daglega að vatninu í áraraðir. „Það hefur gerst áður að vatnið þornaði svo til alveg en það eru að vísu áratugir síðan og það þarf að leita í smiðju elstu manna til að muna hvenær það var. En einu sinni var hægt að aka vörubíl yfir vatnsbotninn til þess að flytja efni í skátaskálann hérna fyrir ofan. En það gæti hafa verið í kringum 1950 eða fyrr.” Vatnið hefur almennt náð upp að grjótgarðinum sem sjá má lengst til vinstri á myndinni. Uppistaðan í vatninu er grunnvatn svæðisins þannig að ef það er úrkomulaust þá lækkar í því. Viðbótarvatni hefur verið dælt í Hvaleyrarvatn ur götulögn á svæðinu en það dælir um einum til tveimur lítrum á sekúndu. „Þetta er ákaflega seinleg leið. Það væru hæg heimatökin að skrúfa hérna frá brunahananum í nokkra daga og láta renna hérna út í, jafn vel setja leiðslu en ég sé þess engin merki. Og mér finnst frekar hafa lækkað í vatninu síðan þessar framkvæmdir áttu sér stað heldur en hitt.”
Hafnarfjörður Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira