Lífið leikur við stuðningsmanninn sem missti sig Sindri Sverrisson skrifar 2. júlí 2021 09:01 Það var mikill munur á svipbrigðum svissneska stuðningsmannsins fyrir og eftir jöfnunarmark Svisslendinga. Skjáskot/Stöð 2 Sport Luca Loutenbach vakti heimsathygli á leik Sviss og Frakklands á Evrópumótinu í fótbolta. Þessi eldheiti stuðningsmaður Sviss hefur nú grætt talsvert á því hve líflegur hann var í stúkunni. Loutenbach verður á meðal áhorfenda þegar Sviss mætir Spáni í kvöld vegna þess að flugfélagið Swiss Air ákvað að bjóða honum til Pétursborgar. Þangað flýgur Loutenbach að sjálfsögðu á fyrsta farrými, í von um að upplifa sömu sælu og á mánudagskvöld þegar Sviss sló út Frakkland í hádramatískum leik sem endaði í vítaspyrnukeppni. Í stöðunni 3-2 fyrir Frakklandi var Sviss í sókn en rangstaða dæmd. Þá mátti sjá Loutenbach gjörsamlega í öngum sínum, líkt og hann hefði gefið upp alla von og engin leið væri til að hughreysta hann. Switzerland don t have Granit Xhaka for their clash with Spain, but they have Luca Loutenbach, their most famous fan. Swiss Air have paid for his business class flights to Russia, with Red Bull and the Swiss Tourist Office also getting in touch with him. pic.twitter.com/JzwfJhX84W— Alan Feehely (@azulfeehely) June 30, 2021 Augnabliki síðar jafnaði Mario Gavranovic metin í 3-3. Aftur var sýnt frá Loutenbach í stúkunni en í þetta sinn var hann kominn úr að ofan, búinn að kasta frá sér hattinum, öskrandi inn á völlinn í mikilli geðshræringu. Þessir líflegu tilburðir stuðningsmannsins fóru ekki framhjá neinum sem á horfði og fyrirtæki í Sviss keppast nú við að gera samninga við Loutenbach. Boðið að vera andlit herferðar fyrir bólusetningu Auk Swiss Air hefur orkudrykkjaframleiðandinn Red Bull samið við Loutenbach, sem virðist reyndar hafa næga orku, en svissneska ferðamálastofan hefur boðið honum í afslöppunarferð til að jafna sig eftir öll lætin. Svissnesk heilbrigðisyfirvöld vilja svo fá Loutenbach til að vera andlit herferðar sem snýr að því að hvetja fólk til að mæta í bólusetningu vegna kórónuveirunnar. Það má búast við því að sjónvarpsvélarnar beinist ekki bara að Alvaro Morata, Sergio Busquets, Xherdan Shaqiri og öllum hinum leikmönnunum í dag, heldur líka að Loutenbach í stúkunni sem eflaust á eftir að lifa sig vel inn í leikinn. Leikur Sviss og Spánar hefst klukkan 16 í beinni útsendingu á Stöð 2 EM. Það er sá fyrri af leikjum dagsins í 8-liða úrslitum en í kvöld klukkan 19 mætast svo Belgía og Ítalía. EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 er einnig hægt að kaupa stakt á lækkuðu verði frá og með 24. júní á kr. 3.990. EM 2020 í fótbolta Sviss Mest lesið Toppsætið tryggt með tveimur mörkum á tveimur mínútum Enski boltinn Bournemouth slapp með sigur eftir stangarskot í uppbótartíma Enski boltinn Segir Friðrik hafa elt sig og áreitt eftir leik: „Mér fannst ég ekki örugg“ Körfubolti Hafnar því að hafa elt Morris: „Ég var ekki með nein leiðindi“ Körfubolti Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Íslenski boltinn Svíinn sá um Arsenal með frábærum skalla Enski boltinn Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Íslenski boltinn Of ungur fyrir Man. Utd að mati Hareide Enski boltinn Uppgjörið: Afturelding - FH 29-35 | Ríkjandi meistarar kunna vel við sig í Mosó Handbolti Framkvæmdir á Laugardalsvelli: Sex vikur frá sáningu í fullkominn völl Fótbolti Fleiri fréttir Jafnt eftir markaveislu í mikilvægum slag á fallsvæðinu Juventus ekki enn tapað deildarleik á tímabilinu Kolbeinn skoraði í síðasta heimaleik tímabilsins Guðlaugur Victor horfði þrisvar á eftir boltanum í netið gegn Leeds Nottingham Forest í þriðja sæti og Southampton með fyrsta sigurinn Bournemouth slapp með sigur eftir stangarskot í uppbótartíma Toppsætið tryggt með tveimur mörkum á tveimur mínútum Kane allt í öllu í sigri Bayern Diljá skoraði í bikar og Daníel lék fyrir meistarana Of ungur fyrir Man. Utd að mati Hareide Svíinn sá um Arsenal með frábærum skalla Sjáðu frábært mark Hlínar sem berst um gullskó Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Sky segir Liverpool með tvo í sigtinu sem arftaka Salah Framkvæmdir á Laugardalsvelli: Sex vikur frá sáningu í fullkominn völl Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Lið Dags tapaði í vító og þarf oddaleik Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Gary Martin búinn að finna sér nýtt lið Öruggt hjá Bröndby og Karólína og Leverkusen upp í annað sætið Þriðja tap Düsseldorf í síðustu fjórum leikjum Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti Yorke ráðinn landsliðsþjálfari heimalandsins Má spila þrátt fyrir áfrýjun Laugardalsvöllur eins og þú hefur aldrei séð hann áður „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Einstök fótboltaferð boðin upp á herrakvöldi HK Fyrrverandi fótboltamaður á meðal hinna látnu „Passar fullkomlega við svona félag“ Rússneskur markvörður vill verða Norðmaður Sjá meira
Loutenbach verður á meðal áhorfenda þegar Sviss mætir Spáni í kvöld vegna þess að flugfélagið Swiss Air ákvað að bjóða honum til Pétursborgar. Þangað flýgur Loutenbach að sjálfsögðu á fyrsta farrými, í von um að upplifa sömu sælu og á mánudagskvöld þegar Sviss sló út Frakkland í hádramatískum leik sem endaði í vítaspyrnukeppni. Í stöðunni 3-2 fyrir Frakklandi var Sviss í sókn en rangstaða dæmd. Þá mátti sjá Loutenbach gjörsamlega í öngum sínum, líkt og hann hefði gefið upp alla von og engin leið væri til að hughreysta hann. Switzerland don t have Granit Xhaka for their clash with Spain, but they have Luca Loutenbach, their most famous fan. Swiss Air have paid for his business class flights to Russia, with Red Bull and the Swiss Tourist Office also getting in touch with him. pic.twitter.com/JzwfJhX84W— Alan Feehely (@azulfeehely) June 30, 2021 Augnabliki síðar jafnaði Mario Gavranovic metin í 3-3. Aftur var sýnt frá Loutenbach í stúkunni en í þetta sinn var hann kominn úr að ofan, búinn að kasta frá sér hattinum, öskrandi inn á völlinn í mikilli geðshræringu. Þessir líflegu tilburðir stuðningsmannsins fóru ekki framhjá neinum sem á horfði og fyrirtæki í Sviss keppast nú við að gera samninga við Loutenbach. Boðið að vera andlit herferðar fyrir bólusetningu Auk Swiss Air hefur orkudrykkjaframleiðandinn Red Bull samið við Loutenbach, sem virðist reyndar hafa næga orku, en svissneska ferðamálastofan hefur boðið honum í afslöppunarferð til að jafna sig eftir öll lætin. Svissnesk heilbrigðisyfirvöld vilja svo fá Loutenbach til að vera andlit herferðar sem snýr að því að hvetja fólk til að mæta í bólusetningu vegna kórónuveirunnar. Það má búast við því að sjónvarpsvélarnar beinist ekki bara að Alvaro Morata, Sergio Busquets, Xherdan Shaqiri og öllum hinum leikmönnunum í dag, heldur líka að Loutenbach í stúkunni sem eflaust á eftir að lifa sig vel inn í leikinn. Leikur Sviss og Spánar hefst klukkan 16 í beinni útsendingu á Stöð 2 EM. Það er sá fyrri af leikjum dagsins í 8-liða úrslitum en í kvöld klukkan 19 mætast svo Belgía og Ítalía. EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 er einnig hægt að kaupa stakt á lækkuðu verði frá og með 24. júní á kr. 3.990.
EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 er einnig hægt að kaupa stakt á lækkuðu verði frá og með 24. júní á kr. 3.990.
EM 2020 í fótbolta Sviss Mest lesið Toppsætið tryggt með tveimur mörkum á tveimur mínútum Enski boltinn Bournemouth slapp með sigur eftir stangarskot í uppbótartíma Enski boltinn Segir Friðrik hafa elt sig og áreitt eftir leik: „Mér fannst ég ekki örugg“ Körfubolti Hafnar því að hafa elt Morris: „Ég var ekki með nein leiðindi“ Körfubolti Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Íslenski boltinn Svíinn sá um Arsenal með frábærum skalla Enski boltinn Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Íslenski boltinn Of ungur fyrir Man. Utd að mati Hareide Enski boltinn Uppgjörið: Afturelding - FH 29-35 | Ríkjandi meistarar kunna vel við sig í Mosó Handbolti Framkvæmdir á Laugardalsvelli: Sex vikur frá sáningu í fullkominn völl Fótbolti Fleiri fréttir Jafnt eftir markaveislu í mikilvægum slag á fallsvæðinu Juventus ekki enn tapað deildarleik á tímabilinu Kolbeinn skoraði í síðasta heimaleik tímabilsins Guðlaugur Victor horfði þrisvar á eftir boltanum í netið gegn Leeds Nottingham Forest í þriðja sæti og Southampton með fyrsta sigurinn Bournemouth slapp með sigur eftir stangarskot í uppbótartíma Toppsætið tryggt með tveimur mörkum á tveimur mínútum Kane allt í öllu í sigri Bayern Diljá skoraði í bikar og Daníel lék fyrir meistarana Of ungur fyrir Man. Utd að mati Hareide Svíinn sá um Arsenal með frábærum skalla Sjáðu frábært mark Hlínar sem berst um gullskó Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Sky segir Liverpool með tvo í sigtinu sem arftaka Salah Framkvæmdir á Laugardalsvelli: Sex vikur frá sáningu í fullkominn völl Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Lið Dags tapaði í vító og þarf oddaleik Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Gary Martin búinn að finna sér nýtt lið Öruggt hjá Bröndby og Karólína og Leverkusen upp í annað sætið Þriðja tap Düsseldorf í síðustu fjórum leikjum Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti Yorke ráðinn landsliðsþjálfari heimalandsins Má spila þrátt fyrir áfrýjun Laugardalsvöllur eins og þú hefur aldrei séð hann áður „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Einstök fótboltaferð boðin upp á herrakvöldi HK Fyrrverandi fótboltamaður á meðal hinna látnu „Passar fullkomlega við svona félag“ Rússneskur markvörður vill verða Norðmaður Sjá meira