Á níræðisaldri og ætlar út í geim með Bezos Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 1. júlí 2021 22:19 Wally Funk verður sú elsta til að fara út í geim. AP/NASA Wally Funk, 82 ára bandarísk kona, verður elsta manneskjan til að fara út í geim en hún mun ganga í lið með Amazon stofnandanum Jeff Bezos og bróður hans í fyrstu geimferð geimferðafyrirtækisins Blue Origin. Greint var frá því í byrjun júní að Bezos muni ferðast ásamt bróður sínum og óþekktum þriðja aðila út í geim núna í júlí. Funk fær að fara með þremenningunum í ferðina sem heiðursgestur en Bezos greindi frá þessu í myndbandi sem hann deildi á Instagram, þar sem hann færði Funk fréttirnar. View this post on Instagram A post shared by Jeff Bezos (@jeffbezos) Þetta er ekki fyrsta skiptið sem Funk hefur gert tilraun til að ferðast út fyrir lofthjúpinn en hún fór í þjálfun til að verða geimfari á sjöunda áratugi síðustu aldar en varð aldrei heiðursins aðnjótandi. Geimferðin verður þann 20. júlí næstkomandi og stendur til að skjóta geimförunum fjórum meira en hundrað kílómetra frá yfirborði jarðar. Þau munu því fá að upplifa þyngdarleysi. Geimskutlan mun svo snúa aftur til jarðarinnar með notkun fallhlífa og mun ferðin að öllum líkindum taka um 10 mínútur. Funk á langa flugsögu að baki og er raunar stórmerkileg kona. Hún fæddist í Nýju Mexíkó í Bandaríkjunum árið 1939 og hefur alla sína æfi verið mikil flugáhugakona. Hún er flugmaður og hefur flogið í meira en 19.600 klukkutíma á ferlinum og kennt meira en þrjú þúsund manns að fljúga flugvélum. Hún varð fyrsta konan til að vera öryggisrannsakandi fyrir Samgönguöryggismálastofnun Bandaríkjanna (NTSB) og jafnframt fyrsta konan til að vera rannsakandi fyrir Flugmálastjórn Bandaríkjanna (FAA). Þá var hún sjálfboðaliði í verkefninu Konur í geimnum árið 1961 þar sem hún gekkst undir umfangsmikil líkamleg- og andleg próf í von um að verða geimfari. Verkefninu var síðar skyndilega hætt og hún og hinar konurnar í verkefninu – sem voru betur þekktar sem Mercury 13 – fengu aldrei að fara út í geim með Nasa. Geimurinn Amazon Bandaríkin Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Innlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Fleiri fréttir Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Sjá meira
Greint var frá því í byrjun júní að Bezos muni ferðast ásamt bróður sínum og óþekktum þriðja aðila út í geim núna í júlí. Funk fær að fara með þremenningunum í ferðina sem heiðursgestur en Bezos greindi frá þessu í myndbandi sem hann deildi á Instagram, þar sem hann færði Funk fréttirnar. View this post on Instagram A post shared by Jeff Bezos (@jeffbezos) Þetta er ekki fyrsta skiptið sem Funk hefur gert tilraun til að ferðast út fyrir lofthjúpinn en hún fór í þjálfun til að verða geimfari á sjöunda áratugi síðustu aldar en varð aldrei heiðursins aðnjótandi. Geimferðin verður þann 20. júlí næstkomandi og stendur til að skjóta geimförunum fjórum meira en hundrað kílómetra frá yfirborði jarðar. Þau munu því fá að upplifa þyngdarleysi. Geimskutlan mun svo snúa aftur til jarðarinnar með notkun fallhlífa og mun ferðin að öllum líkindum taka um 10 mínútur. Funk á langa flugsögu að baki og er raunar stórmerkileg kona. Hún fæddist í Nýju Mexíkó í Bandaríkjunum árið 1939 og hefur alla sína æfi verið mikil flugáhugakona. Hún er flugmaður og hefur flogið í meira en 19.600 klukkutíma á ferlinum og kennt meira en þrjú þúsund manns að fljúga flugvélum. Hún varð fyrsta konan til að vera öryggisrannsakandi fyrir Samgönguöryggismálastofnun Bandaríkjanna (NTSB) og jafnframt fyrsta konan til að vera rannsakandi fyrir Flugmálastjórn Bandaríkjanna (FAA). Þá var hún sjálfboðaliði í verkefninu Konur í geimnum árið 1961 þar sem hún gekkst undir umfangsmikil líkamleg- og andleg próf í von um að verða geimfari. Verkefninu var síðar skyndilega hætt og hún og hinar konurnar í verkefninu – sem voru betur þekktar sem Mercury 13 – fengu aldrei að fara út í geim með Nasa.
Geimurinn Amazon Bandaríkin Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Innlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Fleiri fréttir Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Sjá meira