Neytendasamtökin vilja banna njósnaauglýsingar á netinu Jakob Bjarnar skrifar 1. júlí 2021 10:46 Breki Karlsson. Neytendasamtökin, ásamt breiðfylkingu alþjóðlegra samtaka, hafa nú skorið upp herör gegn svokölluðum njósnaauglýsingum á netinu. vísir/vilhelm Breki Karlsson formaður Neytendasamtakanna biðlar til stjórnvalda að þau beiti sér fyrir banni við auglýsingum á netinu sem byggja á persónusniði og eftirliti með neytendum. Þetta mega heita háleit markmið því hér er um að ræða sjálft viðskiptamódelið sem býr að baki auglýsingaflóði á netinu sem veltir óheyrilegum fjármunum. Breki segir það rétt. „En þetta er stóralvarlegt mál og þungavigtarsamtök sem taka þátt í þessu ákalli,“ segir Breki og bendir á nýja skýrslu. Alþjóðleg breiðfylking gegn njósnaauglýsingum Breiðfylking evrópskra og bandarískra samtaka auk fjölmargra fræðimanna hafa sent opið bréf til stjórnvalda í Evrópusambandinu og Bandaríkjunum þar sem kallað er eftir slíku banni við auglýsingum á netinu sem byggja á persónusniði og eftirliti með notendum. Breki segir að hugsanlega sé hér svo háan vegg að klífa að um óraunhæf markmið sé að ræða. „Það kann að vera, en þetta er svo mikilvægt mál, meðal annars með tilliti til mannréttinda og lýðræðis. Þetta er alþjóðleg barátta sem verður að leysa í alþjóðlegu samstarfi almannaheillafélaga og stjórnvalda.“ Krípí sérsniðnar auglýsingar Formaðurinn bendir á að þetta sé ekki síður „huge“ út frá neytendasjónarmiðum eins og sjá má á þunga ákallsins og fjölda almannaheillasamtaka beggja vegna Atlantsála sem taka þátt. Breiðfylking samtaka skora á stjórnvöld að beita sér fyrir banni á því sem þau kalla njósnaauglýsingar. Mark Zuckerberg, stofnandi, forstjóri og helsti eigandi Facebook. Breiðfylking alþjóðlegra samtaka telja viðskiptamódelið sem hann og aðrir samfélagsmiðlamógúlar byggja sitt á ósiðlegt og vilja að stjórnvöld beiti sér gegn starfseminni.getty „Þær eru of mikil innrás í einkalíf fólks sem hefur ekki beðið um að verða söluvara. Flest gagnanna er safnað af þriðja aðila og notandinn hefur ekkert að segja um hvernig upplýsingarnar eru notaðar eða hjá hverjum þær enda. Það kemur í ljós í rannsókninni sem norsku neytendasamtökin gerðu að neytendur vilja ekki fá þessar persónumiðuðu auglýsingar. Við könnumst öll við að finnast krípí þegar við fáum sérsniðnar auglýsingar rétt eftir að hafa sýnt einhverju áhuga á netinu.“ Slíkar auglýsingar gagnast hvorki neytendum né heiðvirðum fyrirtækjum Breki bendir á að það að þetta mörg samtök beggja vegna Atlantsála skuli taka sig saman og kalla eftir banni sýni alvarleika málsins. Og að það sé stjórnvalda að tryggja neytendavernd hvort sem er á netinu eða annarsstaðar og þar sem engin landamæri eru á netinu verður að taka á þessu í alþjóðlegu samstarfi stjórnvalda. „Rannsókn sem norsku neytendasamtökin gerðu sýnir að auglýsingar sem byggja á eftirliti brjóta gegn grundvallarréttindum fólks, eru notaðar í víðtækum svikum og hafa stórtæk neikvæð áhrif á einstaklinga og samfélag. Þrátt fyrir ítrekaðar viðvaranir, sektir, hneyksli og uppljóstranir hefur iðnaðurinn sýnt lítinn vilja til að breyta starfsháttum sínum að einhverju marki og því þurfa stjórnvöld að stíga inn og setja löggjöf sem virkar.“ Formaður Neytendasamtakanna bendir á að að telji einhver sig vera að missa spón úr aski sínum bendi rannsóknir til þess að auglýsingar í hefðbundnum miðlum skili meiri og betri árangri. „Rannsóknin sýnir að þetta módel gagnast hvorki heiðvirðum fyrirtækjum, né neytendum. Auk þess virka gömlu auglýsingaaðferðirnar ekkert síður en persónusniðnar eftirlitsauglýsingar.“ Neytendur Auglýsinga- og markaðsmál Stjórnsýsla Samfélagsmiðlar Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf MrBeast gerir tilboð í TikTok Viðskipti erlent Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Viðskipti innlent Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Viðskipti innlent Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Innlend greiðslumiðlun nauðsynleg til að tryggja þjóðaröryggi Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Strætómiðinn dýrari Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Sektuð fyrir að segjast vera best Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Yfirlýsingar í fjölmiðlum um verðhækkanir gætu verið lögbrot Fá á baukinn frá Neytendastofu fyrir skort á íslensku Lykilatriði að nota alltaf sama kortið til að greiða fargjaldið Verð á raforku rokið upp um tugi prósenta á einu ári Hægt að borga með korti í strætó Drekinn og King Kong fá á baukinn fyrir að auglýsa nikótínvörur Loka verslun í Smáralind Verðstríð á jólabókamarkaði og hátt í þrefaldur verðmunur „Gamla góða“ Cocoa Puffsið aftur í verslanir Bilun hjá Símanum Freyju og Góu blöskrar ummæli frá Nóa Siríus ÁTVR hafi haldið dýrari og sterkari bjór að neytendum Lækka það sem fæst hjá öðrum en hækka hitt Dominos hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Sjá meira
Þetta mega heita háleit markmið því hér er um að ræða sjálft viðskiptamódelið sem býr að baki auglýsingaflóði á netinu sem veltir óheyrilegum fjármunum. Breki segir það rétt. „En þetta er stóralvarlegt mál og þungavigtarsamtök sem taka þátt í þessu ákalli,“ segir Breki og bendir á nýja skýrslu. Alþjóðleg breiðfylking gegn njósnaauglýsingum Breiðfylking evrópskra og bandarískra samtaka auk fjölmargra fræðimanna hafa sent opið bréf til stjórnvalda í Evrópusambandinu og Bandaríkjunum þar sem kallað er eftir slíku banni við auglýsingum á netinu sem byggja á persónusniði og eftirliti með notendum. Breki segir að hugsanlega sé hér svo háan vegg að klífa að um óraunhæf markmið sé að ræða. „Það kann að vera, en þetta er svo mikilvægt mál, meðal annars með tilliti til mannréttinda og lýðræðis. Þetta er alþjóðleg barátta sem verður að leysa í alþjóðlegu samstarfi almannaheillafélaga og stjórnvalda.“ Krípí sérsniðnar auglýsingar Formaðurinn bendir á að þetta sé ekki síður „huge“ út frá neytendasjónarmiðum eins og sjá má á þunga ákallsins og fjölda almannaheillasamtaka beggja vegna Atlantsála sem taka þátt. Breiðfylking samtaka skora á stjórnvöld að beita sér fyrir banni á því sem þau kalla njósnaauglýsingar. Mark Zuckerberg, stofnandi, forstjóri og helsti eigandi Facebook. Breiðfylking alþjóðlegra samtaka telja viðskiptamódelið sem hann og aðrir samfélagsmiðlamógúlar byggja sitt á ósiðlegt og vilja að stjórnvöld beiti sér gegn starfseminni.getty „Þær eru of mikil innrás í einkalíf fólks sem hefur ekki beðið um að verða söluvara. Flest gagnanna er safnað af þriðja aðila og notandinn hefur ekkert að segja um hvernig upplýsingarnar eru notaðar eða hjá hverjum þær enda. Það kemur í ljós í rannsókninni sem norsku neytendasamtökin gerðu að neytendur vilja ekki fá þessar persónumiðuðu auglýsingar. Við könnumst öll við að finnast krípí þegar við fáum sérsniðnar auglýsingar rétt eftir að hafa sýnt einhverju áhuga á netinu.“ Slíkar auglýsingar gagnast hvorki neytendum né heiðvirðum fyrirtækjum Breki bendir á að það að þetta mörg samtök beggja vegna Atlantsála skuli taka sig saman og kalla eftir banni sýni alvarleika málsins. Og að það sé stjórnvalda að tryggja neytendavernd hvort sem er á netinu eða annarsstaðar og þar sem engin landamæri eru á netinu verður að taka á þessu í alþjóðlegu samstarfi stjórnvalda. „Rannsókn sem norsku neytendasamtökin gerðu sýnir að auglýsingar sem byggja á eftirliti brjóta gegn grundvallarréttindum fólks, eru notaðar í víðtækum svikum og hafa stórtæk neikvæð áhrif á einstaklinga og samfélag. Þrátt fyrir ítrekaðar viðvaranir, sektir, hneyksli og uppljóstranir hefur iðnaðurinn sýnt lítinn vilja til að breyta starfsháttum sínum að einhverju marki og því þurfa stjórnvöld að stíga inn og setja löggjöf sem virkar.“ Formaður Neytendasamtakanna bendir á að að telji einhver sig vera að missa spón úr aski sínum bendi rannsóknir til þess að auglýsingar í hefðbundnum miðlum skili meiri og betri árangri. „Rannsóknin sýnir að þetta módel gagnast hvorki heiðvirðum fyrirtækjum, né neytendum. Auk þess virka gömlu auglýsingaaðferðirnar ekkert síður en persónusniðnar eftirlitsauglýsingar.“
Neytendur Auglýsinga- og markaðsmál Stjórnsýsla Samfélagsmiðlar Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf MrBeast gerir tilboð í TikTok Viðskipti erlent Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Viðskipti innlent Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Viðskipti innlent Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Innlend greiðslumiðlun nauðsynleg til að tryggja þjóðaröryggi Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Strætómiðinn dýrari Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Sektuð fyrir að segjast vera best Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Yfirlýsingar í fjölmiðlum um verðhækkanir gætu verið lögbrot Fá á baukinn frá Neytendastofu fyrir skort á íslensku Lykilatriði að nota alltaf sama kortið til að greiða fargjaldið Verð á raforku rokið upp um tugi prósenta á einu ári Hægt að borga með korti í strætó Drekinn og King Kong fá á baukinn fyrir að auglýsa nikótínvörur Loka verslun í Smáralind Verðstríð á jólabókamarkaði og hátt í þrefaldur verðmunur „Gamla góða“ Cocoa Puffsið aftur í verslanir Bilun hjá Símanum Freyju og Góu blöskrar ummæli frá Nóa Siríus ÁTVR hafi haldið dýrari og sterkari bjór að neytendum Lækka það sem fæst hjá öðrum en hækka hitt Dominos hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Sjá meira