„Súrrealískt að sjá þetta svona“ Sindri Sverrisson skrifar 30. júní 2021 15:31 Aron Einar Gunnarsson fagnar sigrinum frækna gegn Englandi sem skilaði Íslandi í 8-liða úrslitin á EM í Frakklandi. EPA/Tibor Illyes „Ég man voða lítið eftir þessu mómenti, þó að þetta sé svolítið stórt móment,“ sagði Aron Einar Gunnarsson þegar hann rifjaði upp sigurinn frækna gegn Englendingum fyrir fimm árum. Landsliðsfyrirliðinn var gestur Helenu Ólafsdóttur og Gumma Ben í þættinum EM í dag, ásamt Jóhannesi Ásbjörnssyni, þar sem farið var yfir sigur Englands gegn Þýskalandi og sigur Úkraínu á Svíþjóð á Evropumótinu í gær. Englendingar voru ansi mikið kátari í gærkvöld en í Frakklandi fyrir fimm árum þar sem þeir þurrkuðu tárin á meðan að Aron stýrði víkingaklappinu með „bláa hafinu“. „Tilfinningin að vera á stórmóti er stórkostleg. Það er náttúrulega svekkjandi að vera ekki að taka þátt á þessu móti. Næsta mót er HM í Katar og það er fullur fókus á að komast á það mót af því að við viljum aftur þessa tilfinningu sem fylgir því að vera á stórmóti. Þetta er lífið,“ sagði Aron en innslagið má sjá hér að neðan. Klippa: Aron rifjaði upp EM Gummi Ben skaut því inn að KSÍ ætti að geta sparað sér dágóða summu því íslenska landsliðið gæti bara gist hjá Aroni í Katar, þar sem hann leikur með liði Al Arabi. Ljóst er að hvert íslenskt mannsbarn vill sjá íslenska liðið komast á sitt þriðja stórmót, HM í Katar, og upplifa stundir á borð við sigurinn gegn Englandi. Sjálfur segist Aron hins vegar ekki geta lýst þeirri stund: „Alls ekki. Ég man voða lítið eftir þessu mómenti. Ég var búinn að rífa mig úr treyjunni og var svo kominn í hana öfuga. Þetta er einhvern veginn svo súrrealískt, að sjá þetta svona. Maður var nokkurn veginn út úr heiminum,“ sagði Aron. Jóhannes sagðist alltaf fá gæsahúð við að rifja upp sigurinn og reyndi að útskýra fyrir Aroni hvernig stemningin var heima á Íslandi á meðan að íslensku leikmennirnir dvöldu í sínum herbúðum í Frakklandi. „Í minningunni, ef maður hugsar um viðburði sem hafa bundið allt samfélagið saman, þá er þetta bara á toppnum. Maður man svo sem eftir afrekum handboltalandsliðsins líka en það var alveg lygileg stemning hérna. Það er ólýsanlegt hvernig þetta hafði áhrif á þjóðina. Þú átt hvert bein í okkur Aron minn og munt eiga að eilífu,“ sagði Jóhannes. EM 2020 í fótbolta EM 2016 í Frakklandi HM 2022 í Katar Mest lesið Segir Friðrik hafa elt sig og áreitt eftir leik: „Mér fannst ég ekki örugg“ Körfubolti Toppsætið tryggt með tveimur mörkum á tveimur mínútum Enski boltinn Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Íslenski boltinn Bournemouth slapp með sigur eftir stangarskot í uppbótartíma Enski boltinn Hafnar því að hafa elt Morris: „Ég var ekki með nein leiðindi“ Körfubolti Svíinn sá um Arsenal með frábærum skalla Enski boltinn Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Íslenski boltinn Framkvæmdir á Laugardalsvelli: Sex vikur frá sáningu í fullkominn völl Fótbolti Of ungur fyrir Man. Utd að mati Hareide Enski boltinn Gary Martin búinn að finna sér nýtt lið Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Wolves - Crystal Palace | Mikilvægur slagur á fallsvæðinu Kane allt í öllu í sigri Bayern Diljá skoraði í bikar og Daníel lék fyrir meistarana Of ungur fyrir Man. Utd að mati Hareide Haaland skaut í stöngina í uppbótartíma og Bournemouth slapp með sigur Toppsætið tryggt með tveimur mörkum á tveimur mínútum Svíinn sá um Arsenal með frábærum skalla Sjáðu frábært mark Hlínar sem berst um gullskó Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Sky segir Liverpool með tvo í sigtinu sem arftaka Salah Framkvæmdir á Laugardalsvelli: Sex vikur frá sáningu í fullkominn völl Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Lið Dags tapaði í vító og þarf oddaleik Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Gary Martin búinn að finna sér nýtt lið Öruggt hjá Bröndby og Karólína og Leverkusen upp í annað sætið Þriðja tap Düsseldorf í síðustu fjórum leikjum Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti Yorke ráðinn landsliðsþjálfari heimalandsins Má spila þrátt fyrir áfrýjun Laugardalsvöllur eins og þú hefur aldrei séð hann áður „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Einstök fótboltaferð boðin upp á herrakvöldi HK Fyrrverandi fótboltamaður á meðal hinna látnu „Passar fullkomlega við svona félag“ Rússneskur markvörður vill verða Norðmaður Ómar strax kominn með starf hjá KSÍ Man. Utd kynnir nýja stjórann til leiks Íslandsleikirnir í fjórða og fimmta sæti Ten Hag niðurbrotinn þrátt fyrir milljarðana Sjá meira
Landsliðsfyrirliðinn var gestur Helenu Ólafsdóttur og Gumma Ben í þættinum EM í dag, ásamt Jóhannesi Ásbjörnssyni, þar sem farið var yfir sigur Englands gegn Þýskalandi og sigur Úkraínu á Svíþjóð á Evropumótinu í gær. Englendingar voru ansi mikið kátari í gærkvöld en í Frakklandi fyrir fimm árum þar sem þeir þurrkuðu tárin á meðan að Aron stýrði víkingaklappinu með „bláa hafinu“. „Tilfinningin að vera á stórmóti er stórkostleg. Það er náttúrulega svekkjandi að vera ekki að taka þátt á þessu móti. Næsta mót er HM í Katar og það er fullur fókus á að komast á það mót af því að við viljum aftur þessa tilfinningu sem fylgir því að vera á stórmóti. Þetta er lífið,“ sagði Aron en innslagið má sjá hér að neðan. Klippa: Aron rifjaði upp EM Gummi Ben skaut því inn að KSÍ ætti að geta sparað sér dágóða summu því íslenska landsliðið gæti bara gist hjá Aroni í Katar, þar sem hann leikur með liði Al Arabi. Ljóst er að hvert íslenskt mannsbarn vill sjá íslenska liðið komast á sitt þriðja stórmót, HM í Katar, og upplifa stundir á borð við sigurinn gegn Englandi. Sjálfur segist Aron hins vegar ekki geta lýst þeirri stund: „Alls ekki. Ég man voða lítið eftir þessu mómenti. Ég var búinn að rífa mig úr treyjunni og var svo kominn í hana öfuga. Þetta er einhvern veginn svo súrrealískt, að sjá þetta svona. Maður var nokkurn veginn út úr heiminum,“ sagði Aron. Jóhannes sagðist alltaf fá gæsahúð við að rifja upp sigurinn og reyndi að útskýra fyrir Aroni hvernig stemningin var heima á Íslandi á meðan að íslensku leikmennirnir dvöldu í sínum herbúðum í Frakklandi. „Í minningunni, ef maður hugsar um viðburði sem hafa bundið allt samfélagið saman, þá er þetta bara á toppnum. Maður man svo sem eftir afrekum handboltalandsliðsins líka en það var alveg lygileg stemning hérna. Það er ólýsanlegt hvernig þetta hafði áhrif á þjóðina. Þú átt hvert bein í okkur Aron minn og munt eiga að eilífu,“ sagði Jóhannes.
EM 2020 í fótbolta EM 2016 í Frakklandi HM 2022 í Katar Mest lesið Segir Friðrik hafa elt sig og áreitt eftir leik: „Mér fannst ég ekki örugg“ Körfubolti Toppsætið tryggt með tveimur mörkum á tveimur mínútum Enski boltinn Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Íslenski boltinn Bournemouth slapp með sigur eftir stangarskot í uppbótartíma Enski boltinn Hafnar því að hafa elt Morris: „Ég var ekki með nein leiðindi“ Körfubolti Svíinn sá um Arsenal með frábærum skalla Enski boltinn Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Íslenski boltinn Framkvæmdir á Laugardalsvelli: Sex vikur frá sáningu í fullkominn völl Fótbolti Of ungur fyrir Man. Utd að mati Hareide Enski boltinn Gary Martin búinn að finna sér nýtt lið Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Wolves - Crystal Palace | Mikilvægur slagur á fallsvæðinu Kane allt í öllu í sigri Bayern Diljá skoraði í bikar og Daníel lék fyrir meistarana Of ungur fyrir Man. Utd að mati Hareide Haaland skaut í stöngina í uppbótartíma og Bournemouth slapp með sigur Toppsætið tryggt með tveimur mörkum á tveimur mínútum Svíinn sá um Arsenal með frábærum skalla Sjáðu frábært mark Hlínar sem berst um gullskó Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Sky segir Liverpool með tvo í sigtinu sem arftaka Salah Framkvæmdir á Laugardalsvelli: Sex vikur frá sáningu í fullkominn völl Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Lið Dags tapaði í vító og þarf oddaleik Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Gary Martin búinn að finna sér nýtt lið Öruggt hjá Bröndby og Karólína og Leverkusen upp í annað sætið Þriðja tap Düsseldorf í síðustu fjórum leikjum Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti Yorke ráðinn landsliðsþjálfari heimalandsins Má spila þrátt fyrir áfrýjun Laugardalsvöllur eins og þú hefur aldrei séð hann áður „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Einstök fótboltaferð boðin upp á herrakvöldi HK Fyrrverandi fótboltamaður á meðal hinna látnu „Passar fullkomlega við svona félag“ Rússneskur markvörður vill verða Norðmaður Ómar strax kominn með starf hjá KSÍ Man. Utd kynnir nýja stjórann til leiks Íslandsleikirnir í fjórða og fimmta sæti Ten Hag niðurbrotinn þrátt fyrir milljarðana Sjá meira