Fótbolti

Spilar ekki meira á EM eftir tæklingu Svíans

Sindri Sverrisson skrifar
Artem Besedin fær aðhlynningu eftir að hafa meiðst í hné í gærkvöld.
Artem Besedin fær aðhlynningu eftir að hafa meiðst í hné í gærkvöld. AP/Petr David Josek

Úkraínumaðurinn Artem Besedin fær ekki tækifæri til að mæta Englendingum í 8-liða úrslitum Evrópumótsins í fótbolta á laugardaginn, samkvæmt úkraínskum miðlum.

Besedin fór af velli meiddur í hné eftir tæklingu Marcus Danielson í sigrinum gegn Svíþjóð í framlengdum leik í gærkvöld. Hann ferðast nú til Kiev þar sem hann gangast undir ítarlegri skoðun á hnénu.

Danielson fékk rautt spjald fyrir tæklinguna. Upphaflega fékk hann reyndar gult spjald en eftir að dómari leiksins skoðaði atvikið á myndbandi lyfti hann rauða spjaldinu. Brotið má sjá hér að neðan.

Klippa: Danielson fékk rautt spjald

Oleksandr Shovkovskyj, fyrrverandi landsliðsmaður Úkraínu og nú hluti af starfsliði landsliðsins, skrifaði um málið á Instagram:

„Því miður var okkar mikli sigur goldinn dýru verði. Við getum ekki reiknað með hjálp frá Artem Besedin í næstu leikjum, fyrir utan stuðning frá honum. Við vonum að allt fari á besta veg og að meiðslin séu ekki alvarleg. Hann verður að fara til Kiev í ítarlegri læknisskoðun en hann mun koma sterkari til baka,“ skrifaði Shovkovskyj.

Artem Besedin var studdur af velli.AP/Stu Forster

Úkraína og England mætast í 8-liða úrslitum á laugardagskvöld klukkan 19. Sigurliðið mætir annað hvort Dönum eða Tékkum í undanúrslitum.



Tengdar fréttir

Svona líta átta liða úrslitin út

Úkraína varð í kvöld síðasta liðið til þess að tryggja sér sæti í átta liða úrslitum Evrópumótsins 2020 í knattspyrnu karla.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×