Fótbolti

Sjáðu rauða spjaldið og dramatíkina er Úkraína sló út Sví­þjóð

Anton Ingi Leifsson skrifar
Daniele Orsato veifar rauða spjaldinu.
Daniele Orsato veifar rauða spjaldinu. Stu Forster/Getty Images

Úkraína varð í kvöld áttunda óg síðasta liðið til þess að tryggja sér sæti í 8-liða úrslit Evrópumótsins 2020.

Oleksandr Zinchenko kom Úkraínu yfir á 27. mínútu en stundarfjórðungi síðar jafnaði Emil Forsberg.

Svíar skutu tvívegis í tréverkið í síðari hálfleik og Úkraínumenn einu sinni en inn vildi boltinn ekki.

Því þurfti að framlengja og þar urðu Svíar fyrir því óláni að missa mann af velli á 98. mínútu með beint rautt spjald.

Marcus Danielsson var þá sendur í bað eftir að Daniele Orsato, ítalski dómari leiksins, hafði kíkt í VAR skjáinn.

Allt stefndi í vítaspyrnukeppni en Artem Dovbyk skoraði sigurmarkið á 121. mínútu með góðum skalla eftir fyrirgjöf Zinchenko.

Markið skaut Úkraínu áfram þar sem þeir mæta Englendingum á laugardag í Róm.

Allt það helsta úr síðari leik dagsins má sjá hér að neðan.

Klippa: Svíþjóð - Úkraína 1-2


Tengdar fréttir

Svona líta átta liða úrslitin út

Úkraína varð í kvöld síðasta liðið til þess að tryggja sér sæti í átta liða úrslitum Evrópumótsins 2020 í knattspyrnu karla.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×