Huppa sektuð um fimm milljónir fyrir að vakta fataskiptiaðstöðu Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 29. júní 2021 19:45 Huppuís ehf. rekur fimm ísbúðir en í einni þeirra fór fram rafræn vöktun í fataskiptiaðstöðu starfsmanna, sem margir hverjir eru undir lögaldri. Vísir/Vilhelm Huppuís efh. hefur verið sektaður um fimm milljónir króna af Persónuvernd fyrir að hafa haldið út rafrænni vöktun í einni af fimm ísbúðum fyrirtækisins. Vöktunin fór fram í rými þar sem starfsmenn, sem margir eru undir lögaldri, notuðu til fataskipta. Þetta kemur fram í ákvörðun Persónuverndar sem DV greindi fyrst frá. Málið kom inn á borð Persónuverndar eftir að starfsmaður kvartaði undan vöktuninni. Þá kvartaði hann einnig yfir að merkingum um rafræna vöktun hafi verið ábótavant og að starfsmönnum ísbúðarinnar hafi ekki verið tilkynnt um vöktunina eða þeir fengið fræðslu um réttindi sín í tengslum við hana. Var starfsmanninum sagt upp störfum í kjölfar kvörtunarinnar. Meðal þess sem tekið var tillit til við ákvörðun sektarinnar var að brotin voru mörg og beindust gegn einstaklingum undir lögaldri en þeir eiga að njóta sérstakrar verndar. Þá kemur fram í ákvörðuninni að atvinnurekendur beri fulla ábyrgð á því að rekstur þeirra samrýmist settum lögum og reglum á hverjum tíma. Þeim væri því skylt að tryggja viðunandi starfsumhverfi og réttindi starfsmanna sinna. Því gæti fyrirtækið ekki borið fyrir sig vanþekkingu á lögum og reglum. Þá var sektin þyngd vegna þess að brot Huppu vörðuðu hagsmuni barns. Huppuís hefur einnig verið gert að stöðva rafrænu vöktunina og eyða efni sem tekið hefur verið upp á eftirlitsmyndavélinni sem staðsett var í rýminu. Þá hefur fyrirtækinu verið gert að fara yfir og uppfæra verklagsreglur og fræðslu sem starfsmönnum er veitt vegna vöktunarinnar. Persónuvernd Réttindi barna Ís Verslun Tengdar fréttir Ísbúðir fá á baukinn vegna skorts á upplýsingum Ísbúðirnar Brynjuís, Huppa, Joylato, Hafís og Eldur & ís hafa gerst brotleg við lög um rafræn viðskipti og aðra rafræna þjónustu með ófullnægjandi upplýsingagjöf um þjónustuveitanda á vefsíðum sínum. 6. október 2020 11:11 Mest lesið Kaupsamningur undirritaður um Grósku Viðskipti innlent Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Viðskipti innlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Viðskipti innlent Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Viðskipti innlent Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Sjá meira
Þetta kemur fram í ákvörðun Persónuverndar sem DV greindi fyrst frá. Málið kom inn á borð Persónuverndar eftir að starfsmaður kvartaði undan vöktuninni. Þá kvartaði hann einnig yfir að merkingum um rafræna vöktun hafi verið ábótavant og að starfsmönnum ísbúðarinnar hafi ekki verið tilkynnt um vöktunina eða þeir fengið fræðslu um réttindi sín í tengslum við hana. Var starfsmanninum sagt upp störfum í kjölfar kvörtunarinnar. Meðal þess sem tekið var tillit til við ákvörðun sektarinnar var að brotin voru mörg og beindust gegn einstaklingum undir lögaldri en þeir eiga að njóta sérstakrar verndar. Þá kemur fram í ákvörðuninni að atvinnurekendur beri fulla ábyrgð á því að rekstur þeirra samrýmist settum lögum og reglum á hverjum tíma. Þeim væri því skylt að tryggja viðunandi starfsumhverfi og réttindi starfsmanna sinna. Því gæti fyrirtækið ekki borið fyrir sig vanþekkingu á lögum og reglum. Þá var sektin þyngd vegna þess að brot Huppu vörðuðu hagsmuni barns. Huppuís hefur einnig verið gert að stöðva rafrænu vöktunina og eyða efni sem tekið hefur verið upp á eftirlitsmyndavélinni sem staðsett var í rýminu. Þá hefur fyrirtækinu verið gert að fara yfir og uppfæra verklagsreglur og fræðslu sem starfsmönnum er veitt vegna vöktunarinnar.
Persónuvernd Réttindi barna Ís Verslun Tengdar fréttir Ísbúðir fá á baukinn vegna skorts á upplýsingum Ísbúðirnar Brynjuís, Huppa, Joylato, Hafís og Eldur & ís hafa gerst brotleg við lög um rafræn viðskipti og aðra rafræna þjónustu með ófullnægjandi upplýsingagjöf um þjónustuveitanda á vefsíðum sínum. 6. október 2020 11:11 Mest lesið Kaupsamningur undirritaður um Grósku Viðskipti innlent Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Viðskipti innlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Viðskipti innlent Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Viðskipti innlent Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Sjá meira
Ísbúðir fá á baukinn vegna skorts á upplýsingum Ísbúðirnar Brynjuís, Huppa, Joylato, Hafís og Eldur & ís hafa gerst brotleg við lög um rafræn viðskipti og aðra rafræna þjónustu með ófullnægjandi upplýsingagjöf um þjónustuveitanda á vefsíðum sínum. 6. október 2020 11:11