„Það er enginn reiður út í hann“ Sindri Sverrisson skrifar 29. júní 2021 09:30 Yann Sommer fagnar eftir að hafa varið víti Kylian Mbappé og tryggt Sviss sæti í 8-liða úrslitum. EPA/Vadim Ghirda „Mér þykir fyrir því hvernig fór með vítið. Ég vildi hjálpa liðinu en mér mistókst,“ skrifaði Kylian Mbappé á Instagram eftir að hafa fallið úr leik á EM með franska landsliðinu, eftir vítaspyrnukeppni gegn Sviss. Mbappé var sá eini sem klikkaði á víti í vítaspyrnukeppninni, úr lokaspyrnunni, og fer því heim af EM án þess að skora mark. Enginn leikmaður á mótinu hefur átt fleiri skot, eða alls 14, án þess að skora og hinn 22 ára gamli Mbappé var skiljanlega afar vonsvikinn. „Það verður erfitt að festa svefn eftir þetta en því miður þá eru svona hæðir og lægðir í þessari íþrótt sem ég elska svo mikið,“ skrifaði heimsmeistarinn og bætti við: „Það mikilvægasta núna er að snúa aftur enn sterkari í næstu verkefni. Ég óska svissneska liðinu til hamingju og góðs gengis.“ Klippa: Mörk Frakklands og Sviss „Þetta Evrópumót hefur verið mjög erfitt“ Didier Deschamps, þjálfari Frakklands, sagði engan koma til með að skella skuldinni á Mbappé. „Það var auðvitað þannig að þó að Kylian skoraði ekki mark þá var hann lykilmaður í mörgum sóknum okkar. Hann tók svo að sér að taka vítaspyrnuna og það er enginn reiður út í hann,“ sagði Deschamps. „Þetta er verulega sárt og menn eru sorgmæddir. Við gerðum margt mjög vel í þessum leik en ekki allt og ef við hugsum of mikið um þennan leik þá mun það ekki hjálpa mikið,“ sagði Deschamps og bætti við: „Þetta Evrópumót hefur verið mjög erfitt, það er þó ekki afsökun, og núna þurfa ríkjandi Evrópumeistarar og ríkjandi heimsmeistarar að fara heim. Það er sárt en við verðum að sætta okkur við það.“ EM 2020 í fótbolta Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Logi frá FH til Króatíu Fótbolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Fleiri fréttir „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Sjá meira
Mbappé var sá eini sem klikkaði á víti í vítaspyrnukeppninni, úr lokaspyrnunni, og fer því heim af EM án þess að skora mark. Enginn leikmaður á mótinu hefur átt fleiri skot, eða alls 14, án þess að skora og hinn 22 ára gamli Mbappé var skiljanlega afar vonsvikinn. „Það verður erfitt að festa svefn eftir þetta en því miður þá eru svona hæðir og lægðir í þessari íþrótt sem ég elska svo mikið,“ skrifaði heimsmeistarinn og bætti við: „Það mikilvægasta núna er að snúa aftur enn sterkari í næstu verkefni. Ég óska svissneska liðinu til hamingju og góðs gengis.“ Klippa: Mörk Frakklands og Sviss „Þetta Evrópumót hefur verið mjög erfitt“ Didier Deschamps, þjálfari Frakklands, sagði engan koma til með að skella skuldinni á Mbappé. „Það var auðvitað þannig að þó að Kylian skoraði ekki mark þá var hann lykilmaður í mörgum sóknum okkar. Hann tók svo að sér að taka vítaspyrnuna og það er enginn reiður út í hann,“ sagði Deschamps. „Þetta er verulega sárt og menn eru sorgmæddir. Við gerðum margt mjög vel í þessum leik en ekki allt og ef við hugsum of mikið um þennan leik þá mun það ekki hjálpa mikið,“ sagði Deschamps og bætti við: „Þetta Evrópumót hefur verið mjög erfitt, það er þó ekki afsökun, og núna þurfa ríkjandi Evrópumeistarar og ríkjandi heimsmeistarar að fara heim. Það er sárt en við verðum að sætta okkur við það.“
EM 2020 í fótbolta Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Logi frá FH til Króatíu Fótbolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Fleiri fréttir „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Sjá meira