„Sögðu okkur að vera graðari“ Sindri Sverrisson skrifar 28. júní 2021 22:12 Sævar Atli Magnússon, með fyrirliðabandið, skoraði tvö mörk í kvöld og er næstmarkahæstur í Pepsi Max-deildinni með átta mörk í sumar. vísir/hulda margrét „Þetta var mjög mikilvægur sigur,“ sagði Sævar Atli Magnússon, fyrirliði Leiknis, eftir að liðið varð fyrst allra til að vinna Víking í sumar með 2-1 sigri í Breiðholti í kvöld, í 10. umferð Pepsi Max-deildarinnar í fótbolta. „Við vorum búnir að tapa þremur leikjum í röð í deildinni og ekki búnir að skora, og vissum að við þyrftum að stíga upp. Við höfum eiginlega alltaf átt góða leiki hér á heimavelli, áttum einn „off“ leik gegn KR, og vissum að ef við myndum mæta klárir frá fyrstu mínútu þá myndum við spila vel,“ sagði Sævar Atli sem skoraði bæði mörk Leiknis í leiknum. Leiknismenn hafa nú fengið tíu stig á heimavelli, í fimm leikjum, en eitt stig á útivelli. „Það er gott að eiga góðan heimavöll en við þurfum líka að spila vel á heimavelli. Við vissum þetta fyrir mót (að heimavöllurinn myndi nýtast vel). Við vorum líka bara ógeðslega spenntir, að fá öll þessi góðu lið hingað heim, taka á móti þeim og vel á þeim, vera grófir og halda í þessi Leiknisgildi, sem eru bara að vera „gettólegir“,“ sagði Sævar Atli. Impruðum á þessu inni í klefa Hann var ánægður með að Leiknir skyldi verða fyrsta liðið til að leggja Víkinga að velli í sumar: „Við impruðum á þessu inni í klefa og í liðshringnum. Við ætluðum að verða fyrsta liðið til að vinna þá. Af hverju ekki við? Við erum með frábært lið og á heimavelli.“ Eins og Sævar Atli benti á höfðu Víkingar tapað þremur leikjum í röð í deildinni, sem og bikarleik, og ekki skorað mark síðustu 300 mínútur sem þeir spiluðu fyrir leikinn í kvöld. Sævar Atli segir þjálfara Leiknis hafa farið vel yfir þetta fyrir leikinn: „Siggi og Hlynur „adressuðu“ þetta vel. Þeir sögðu að við þyrftum bara að vera graðari. Að fleiri þyrfti að langa til að skora mörk; bruna inn í teiginn, taka af skarið og þora að gera eitthvað öðruvísi. Við gerðum það í dag og hefðum getað skorað fleiri mörk,“ sagði Sævar Atli. Pepsi Max-deild karla Leiknir Reykjavík Tengdar fréttir Leik lokið: Leiknir - Víkingur 2-1 | Leiknismenn fyrstir til að leggja Víkinga að velli Leiknir vann torsóttan en afar góðan sigur á Víkingum, 2-1, í tíundu umferð Pepsi Max-deildar karla í fótbolta. 28. júní 2021 21:11 Mest lesið Lífvörðurinn bannaður: „Leyfið mér að hjálpa Messi“ Fótbolti „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ Íslenski boltinn Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Íslenski boltinn Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin Íslenski boltinn Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Enski boltinn „Ég veit bara að þetta er mjög vont“ Fótbolti Tekjur Wrexham í hæstu hæðum Fótbolti Uppgjörið: Þór - Valur 86-92 | Sterkur sigur sóttur í fyrsta leik Körfubolti Tárin streymdu hjá gömlu United-hetjunni Fótbolti Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Enski boltinn Fleiri fréttir Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Herra Víkingur kvaddur: „Rosalega gott tækifæri til að hætta“ Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Frumraun Gylfa í beinni í kvöld „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Sænska stórveldið keypti Ísabellu Söru Grindvíkingar sækja um í hamfarasjóð UEFA Heimi finnst aldursumræðan algjörlega galin Ný treyja KR kynnt með pompi og prakt „Þetta er veikara lið“ Besta-spáin 2025: Leiðin orðin grýttari „Mjög krefjandi tímabil framundan“ „Lærir með hverju árinu hvað maður á að hlusta á og hvað ekki“ Besta-spáin 2025: Ætla að brosa aftur í mótslok Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Nýi markvörður KA kom snemma inn af bekknum í fyrsta leik Ísabella Sara sögð á leið til Rosengård Besta auglýsing Aftureldingar: „Þetta er enginn helvítis Pizzabær“ „Veturinn eins og best verður á kosið“ Sjá meira
„Við vorum búnir að tapa þremur leikjum í röð í deildinni og ekki búnir að skora, og vissum að við þyrftum að stíga upp. Við höfum eiginlega alltaf átt góða leiki hér á heimavelli, áttum einn „off“ leik gegn KR, og vissum að ef við myndum mæta klárir frá fyrstu mínútu þá myndum við spila vel,“ sagði Sævar Atli sem skoraði bæði mörk Leiknis í leiknum. Leiknismenn hafa nú fengið tíu stig á heimavelli, í fimm leikjum, en eitt stig á útivelli. „Það er gott að eiga góðan heimavöll en við þurfum líka að spila vel á heimavelli. Við vissum þetta fyrir mót (að heimavöllurinn myndi nýtast vel). Við vorum líka bara ógeðslega spenntir, að fá öll þessi góðu lið hingað heim, taka á móti þeim og vel á þeim, vera grófir og halda í þessi Leiknisgildi, sem eru bara að vera „gettólegir“,“ sagði Sævar Atli. Impruðum á þessu inni í klefa Hann var ánægður með að Leiknir skyldi verða fyrsta liðið til að leggja Víkinga að velli í sumar: „Við impruðum á þessu inni í klefa og í liðshringnum. Við ætluðum að verða fyrsta liðið til að vinna þá. Af hverju ekki við? Við erum með frábært lið og á heimavelli.“ Eins og Sævar Atli benti á höfðu Víkingar tapað þremur leikjum í röð í deildinni, sem og bikarleik, og ekki skorað mark síðustu 300 mínútur sem þeir spiluðu fyrir leikinn í kvöld. Sævar Atli segir þjálfara Leiknis hafa farið vel yfir þetta fyrir leikinn: „Siggi og Hlynur „adressuðu“ þetta vel. Þeir sögðu að við þyrftum bara að vera graðari. Að fleiri þyrfti að langa til að skora mörk; bruna inn í teiginn, taka af skarið og þora að gera eitthvað öðruvísi. Við gerðum það í dag og hefðum getað skorað fleiri mörk,“ sagði Sævar Atli.
Pepsi Max-deild karla Leiknir Reykjavík Tengdar fréttir Leik lokið: Leiknir - Víkingur 2-1 | Leiknismenn fyrstir til að leggja Víkinga að velli Leiknir vann torsóttan en afar góðan sigur á Víkingum, 2-1, í tíundu umferð Pepsi Max-deildar karla í fótbolta. 28. júní 2021 21:11 Mest lesið Lífvörðurinn bannaður: „Leyfið mér að hjálpa Messi“ Fótbolti „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ Íslenski boltinn Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Íslenski boltinn Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin Íslenski boltinn Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Enski boltinn „Ég veit bara að þetta er mjög vont“ Fótbolti Tekjur Wrexham í hæstu hæðum Fótbolti Uppgjörið: Þór - Valur 86-92 | Sterkur sigur sóttur í fyrsta leik Körfubolti Tárin streymdu hjá gömlu United-hetjunni Fótbolti Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Enski boltinn Fleiri fréttir Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Herra Víkingur kvaddur: „Rosalega gott tækifæri til að hætta“ Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Frumraun Gylfa í beinni í kvöld „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Sænska stórveldið keypti Ísabellu Söru Grindvíkingar sækja um í hamfarasjóð UEFA Heimi finnst aldursumræðan algjörlega galin Ný treyja KR kynnt með pompi og prakt „Þetta er veikara lið“ Besta-spáin 2025: Leiðin orðin grýttari „Mjög krefjandi tímabil framundan“ „Lærir með hverju árinu hvað maður á að hlusta á og hvað ekki“ Besta-spáin 2025: Ætla að brosa aftur í mótslok Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Nýi markvörður KA kom snemma inn af bekknum í fyrsta leik Ísabella Sara sögð á leið til Rosengård Besta auglýsing Aftureldingar: „Þetta er enginn helvítis Pizzabær“ „Veturinn eins og best verður á kosið“ Sjá meira
Leik lokið: Leiknir - Víkingur 2-1 | Leiknismenn fyrstir til að leggja Víkinga að velli Leiknir vann torsóttan en afar góðan sigur á Víkingum, 2-1, í tíundu umferð Pepsi Max-deildar karla í fótbolta. 28. júní 2021 21:11