Fótbolti

Sjáðu mörkin þegar Tékkar fóru áfram og Belgar slógu Evrópumeistarana út

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Thorgan Hazard fagnar marki sínu í gær með bróður sínum Eden Hazard.
Thorgan Hazard fagnar marki sínu í gær með bróður sínum Eden Hazard. Diego Souto/Quality Sport Images/Getty Images

Tveir leikir fóru fram í gær í 16-liða úrslitum EM. Tékkar eru komnir í átta liða úrslit eftir 2-0 sigur gegn Hollendingum og ríkjandi Evrópumeistarar Portúgal eru á heimleið eftir 1-0 tap gegn Belgum.

Markalaust var í hálfleik í viðureign Hollendinga og Tékka. Matthijs de Ligt fékk að líta beint rautt spjald í liði Hollendinga á 52. mínútu og Tékkar gengu á lagið.

Tomas Holes skoraði fyrsta mark leiksins á 68. mínútu og lagði svo upp fyrir félaga sinn Patrik Schick tíu mínútum fyrir leikslok.

Portúgal mun ekki verja Evrópumeistaratitilinn eftir 1-0 tap gegn Belgum sem sitja í efsta sæti styrkleikalista FIFA.

Thorgan Hazard skoraði eina mark leiksins á 42. mínútu með góðu skoti fyrir utan teig.

Mörkin má sjá í spilaranum hér fyrir neðan.

Klippa: Markasyrpa 27.6



Fleiri fréttir

Sjá meira


×