...en með ólögum eyða Katrín Atladóttir skrifar 26. júní 2021 16:00 Nefnd um eftirlit með lögreglu telur vísbendingar um að dagbókarfærsla lögreglu um meint sóttvarnabrot í Ásmundarsal á Þorláksmessu hafi verið efnislega röng og ekkert tilefni hafi verið til upplýsingagjafar af slíku tagi. Fram kemur í niðurstöðu nefndarinnar að ásetningur lögregluþjónanna hafi verið að skrifa æsilega dagbókarfærslu, sem fólk myndi lesa, sem átti sérstaklega að beinast að svokölluðum „Sjálfstæðis-framapoturum“ úr hópi kvenkyns sýningargesta. Því fer fjarri að ásetningur lögreglu og efnislega röng tilkynning sé það alvarlegasta við málið. Í niðurstöðunni nefndarinnar kemur einnig fram að lögregla átti við sönnunargögn áður en þau voru afhent. Þar sem ummæli lögregluþjóna reyndust óheppileg var hljóðið afmáð. Fram kemur að margar tilraunir hafi þurft til að nefndin fengi ósvikin sönnunargögn í hendur. Til hvers eru búkmyndavélar? Háttsemi embættisins vekur upp ýmsar spurningar. Hve oft hefur því bragði verið beitt að breyta einfaldlega sönnunargögnum sem eru lögreglunni ekki þóknanleg? Við smá eftirgrennslan kemur í ljós að áður hefur verið kvartað yfir seinagangi við afhendingu gagna og að hljóðið vanti í upptökurnar. Búkmyndavélar lögregluþjóna eiga ekki eingöngu að vernda hagsmuni lögreglunnar sjálfrar, heldur einnig borgarana. Við þekkjum dæmi erlendis frá þar sem slíkar vélar hafa komið upp um gróf mannréttindabrot. Það er því grafalvarlegt að átt sé við gögnin áður en þau eru afhent. Að standa undir traustinu Ekki er langt síðan að almenn lögregla vopnvæddist, þegar komið var fyrir byssum í lögreglubílum, án þess að það samtal hafi verið átt við borgarana. Lögreglan hefur lýst sig andsnúna frumvarpi um afglæpavæðingu neysluskammta, sem kemur ekki á óvart því við vitum að lögreglan hefur farið frjálslega með líkamsleitarheimildir. Að auki hefur lögreglan lýst yfir ánægju með hugmyndir um banna notkun rafhlaupahjóla á helgarkvöldum og talað fyrir því að skerða opnunartíma veitinga- og skemmtistaða. Lögreglan er mikilvæg stofnun, hún er hér til að þjóna landsmönnum og vernda þá. Lögreglan hefur einkarétt á valdbeitingu og þarf því að sýna hún er traustsins verð. Það er ekki gert með því að banna hluti sem fólk gerir sér til skemmtunar, segja ósatt í fréttatilkynningum eða eyða sönnunargögnum. Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Katrín Atladóttir Ráðherra í Ásmundarsal Sjálfstæðisflokkurinn Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Börnin borga fyrir hagræðinguna í Kópavogi Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hvernig er veðrið þarna uppi? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Að leita er að læra Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar Skoðun Viska: Sterkara stéttarfélag framtíðarinnar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson skrifar Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson skrifar Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson skrifar Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson skrifar Skoðun Öllum til hagsbóta að bæta hag nýrra Íslendinga Marta Wieczorek skrifar Skoðun Raunveruleg úrræði óskast takk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason skrifar Skoðun Vangaveltur um ábyrgð og laun Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller skrifar Skoðun Komir þú á Grænlands grund Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar Sjá meira
Nefnd um eftirlit með lögreglu telur vísbendingar um að dagbókarfærsla lögreglu um meint sóttvarnabrot í Ásmundarsal á Þorláksmessu hafi verið efnislega röng og ekkert tilefni hafi verið til upplýsingagjafar af slíku tagi. Fram kemur í niðurstöðu nefndarinnar að ásetningur lögregluþjónanna hafi verið að skrifa æsilega dagbókarfærslu, sem fólk myndi lesa, sem átti sérstaklega að beinast að svokölluðum „Sjálfstæðis-framapoturum“ úr hópi kvenkyns sýningargesta. Því fer fjarri að ásetningur lögreglu og efnislega röng tilkynning sé það alvarlegasta við málið. Í niðurstöðunni nefndarinnar kemur einnig fram að lögregla átti við sönnunargögn áður en þau voru afhent. Þar sem ummæli lögregluþjóna reyndust óheppileg var hljóðið afmáð. Fram kemur að margar tilraunir hafi þurft til að nefndin fengi ósvikin sönnunargögn í hendur. Til hvers eru búkmyndavélar? Háttsemi embættisins vekur upp ýmsar spurningar. Hve oft hefur því bragði verið beitt að breyta einfaldlega sönnunargögnum sem eru lögreglunni ekki þóknanleg? Við smá eftirgrennslan kemur í ljós að áður hefur verið kvartað yfir seinagangi við afhendingu gagna og að hljóðið vanti í upptökurnar. Búkmyndavélar lögregluþjóna eiga ekki eingöngu að vernda hagsmuni lögreglunnar sjálfrar, heldur einnig borgarana. Við þekkjum dæmi erlendis frá þar sem slíkar vélar hafa komið upp um gróf mannréttindabrot. Það er því grafalvarlegt að átt sé við gögnin áður en þau eru afhent. Að standa undir traustinu Ekki er langt síðan að almenn lögregla vopnvæddist, þegar komið var fyrir byssum í lögreglubílum, án þess að það samtal hafi verið átt við borgarana. Lögreglan hefur lýst sig andsnúna frumvarpi um afglæpavæðingu neysluskammta, sem kemur ekki á óvart því við vitum að lögreglan hefur farið frjálslega með líkamsleitarheimildir. Að auki hefur lögreglan lýst yfir ánægju með hugmyndir um banna notkun rafhlaupahjóla á helgarkvöldum og talað fyrir því að skerða opnunartíma veitinga- og skemmtistaða. Lögreglan er mikilvæg stofnun, hún er hér til að þjóna landsmönnum og vernda þá. Lögreglan hefur einkarétt á valdbeitingu og þarf því að sýna hún er traustsins verð. Það er ekki gert með því að banna hluti sem fólk gerir sér til skemmtunar, segja ósatt í fréttatilkynningum eða eyða sönnunargögnum. Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins
Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar
Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar
Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar