Fótbolti

Rice um Þýskaland: „Hræðast hvað?“

Anton Ingi Leifsson skrifar
Rice og félagar hans fagna. Fagna þeir á þriðjudag?
Rice og félagar hans fagna. Fagna þeir á þriðjudag? Christopher Lee/Getty

Declan Rice, miðjumaður Englands, segir að hann og samherjar hans hræðist ekki Þýskaland fyrir leik liðanna á þriðjudag.

Liðin mætast í sextán liða úrslit Evrópumótsins á þriðjudaginn og Declan Rice segir að þeir ensku þurfi ekkert að óttast.

„Hvað eigum við að hræðast? Það er klárt að þeir eru með góða leikmenn en þetta er bara fótbolti,“ sagði rólegur Rice.

„Þetta eru 90 mínútur og við erum með leikmenn sem geta unnið leikinn og svo eru þeir með leikmenn sem geta unnið leikina fyrir þá.“

Rice hefur byrjað fyrstu þrjá leiki Englands og hann segist bjartsýnn sem og samherjar hans.

„Þetta verður stríð sem við verðum tilbúnir í og við erum bjartsýnir,“ bætti Rice við.

Leikur Englands og Þýskaland hefst á þriðjudaginn klukkan 16.00.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×