„Sjaldgæft að heimildarmyndir komist á hvíta tjaldið vestan hafs“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 25. júní 2021 14:31 Íslenska heimildamyndin „Á móti straumnum/Against the Current„ verður frumsýnd í Bandaríkjunum í dag. Á móti straumnum Íslenska heimildamyndin Á móti straumnum/Against the Current eftir Óskar Pál Sveinsson kvikmyndagerðamann verður frumsýnd í dag í kvikmyndahúsum í New York og Los Angeles í Bandaríkjunum. Myndin segir frá lífshlaupi Veigu Grétarsdóttur, kynleiðréttingu og ótrúlegu ferðalagi hennar á kajak í kringum Ísland, en hún er fyrsta manneskjan í heiminum til að róa á kajak 2.100 km í kringum um landið rangsælis, á móti straumnum. Á móti straumnum var frumsýnd á RIFF (Reykjavik International Film Festival) í október 2020 og sýnd á Stöð 2 í lok síðasta árs. Hún er tilnefnd til tveggja Edduverðlauna 2021, í flokkunum heimildamynd ársins og hljóð ársins. Myndin er framleidd af Klikk Productions og Pétri Einarssyni en hið virta Zeitgeist Films, sem hefur áratuga reynslu af dreifingu alþjóðlegra verðlaunamynda, hefur tryggt sér rétt á sýningum í N-Ameríku. Klikk Productions var stofnað árið 2002 af Kristínu Ólafsdóttur leikstjóra og framleiðanda og hefur það að markmiði að framleiða myndir tengdar mannúðarmálum, einkum sem snúa að réttindum barna og kvenna. Á meðal mynda má nefna Innsæi, Town of Runners, og Sólskinsdrenginn sem hlotið hafa fjölda tilnefninga og verðlauna. „Við erum innilega glöð og ánægð með þann áhuga og viðtökur sem Á móti straumnum hefur fengið. Erum við ekki síður stolt af að myndin verði frumsýnd í kvikmyndahúsum, en það er fremur sjaldgæft að heimildarmyndir komist á hvíta tjaldið vestan hafs. Það sýnir okkur kannski best hve vel Óskari Páli og teyminu öllu tókst að fanga þessa mikilvægu sögu og ferðalag Veigu, sem á svo mikið erindi og fór fram við hreint ótrúlegar aðstæður“ segir Kristín Ólafsdóttir. Það er skammt stórra högga á milli hjá Kristínu og hennar samstarfsfólki því sunnudaginn 27. júní verður heimildamyndin Rebel Hearts, sem einnig er framleidd af Klikk, frumsýnd á Discovery+. Er henni leikstýrt af Pedro Kos og fjallar um baráttu sem nunnur kaþólsku reglunnar Sisters of the Immaculate Heart í Los Angeles hófu gegn feðraveldi kaþólsku kirkjunnar fyrir 50 árum og stendur en. Myndin hefur hlotið mikla athygli, tilnefningar og verðlaun, meðal annars á Sundance kvikmyndahátíðinni í janúar á þessu ári. „Segja má að það sé mikið framundan hjá okkur hjá Klikk Productions, Á móti straumnum frumsýnd í Bandaríkjunum á morgun, Rebel Hearts á Discovery+ á sunnudaginn og í haust frumsýnum við stuttmyndina Footsteps On The Wind. Er hún byggð á laginu Inshallah eftir tónlistarmanninn Sting og fjallar um flóttamenn og er sögð frá sjónarhóli barna á flótta.“ Bíó og sjónvarp Kvikmyndagerð á Íslandi Tengdar fréttir Rær á móti straumnum til styrktar Pieta Fyrsta íslenska konan til að freista þess að róa á kajak hringinn í kringum landið hóf ferð sína í dag sem mun taka tvo til fjóra mánuði. Hún er líklega fyrsta transkonan í heiminum til að reyna slíkt afrek og mun þar að auki róa á móti straumnum sem hún segir táknrænt fyrir líf sitt. 14. maí 2019 20:00 Segist ekki upplifa fordóma í sundi: Fólk horfi en það sé saklaus forvitni „Ég er búin að fara í margar sundlaugar á Íslandi og ég hef ekki upplifað neina fordóma,“ sagði Veiga Grétarsdóttir í Bítinu á Bylgunni í morgun. „Ég hef alveg upplifað að fólk horfir, það er ekki það, en ekki fordóma.“ 14. apríl 2021 11:27 Mest lesið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Fleiri fréttir Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Myndin segir frá lífshlaupi Veigu Grétarsdóttur, kynleiðréttingu og ótrúlegu ferðalagi hennar á kajak í kringum Ísland, en hún er fyrsta manneskjan í heiminum til að róa á kajak 2.100 km í kringum um landið rangsælis, á móti straumnum. Á móti straumnum var frumsýnd á RIFF (Reykjavik International Film Festival) í október 2020 og sýnd á Stöð 2 í lok síðasta árs. Hún er tilnefnd til tveggja Edduverðlauna 2021, í flokkunum heimildamynd ársins og hljóð ársins. Myndin er framleidd af Klikk Productions og Pétri Einarssyni en hið virta Zeitgeist Films, sem hefur áratuga reynslu af dreifingu alþjóðlegra verðlaunamynda, hefur tryggt sér rétt á sýningum í N-Ameríku. Klikk Productions var stofnað árið 2002 af Kristínu Ólafsdóttur leikstjóra og framleiðanda og hefur það að markmiði að framleiða myndir tengdar mannúðarmálum, einkum sem snúa að réttindum barna og kvenna. Á meðal mynda má nefna Innsæi, Town of Runners, og Sólskinsdrenginn sem hlotið hafa fjölda tilnefninga og verðlauna. „Við erum innilega glöð og ánægð með þann áhuga og viðtökur sem Á móti straumnum hefur fengið. Erum við ekki síður stolt af að myndin verði frumsýnd í kvikmyndahúsum, en það er fremur sjaldgæft að heimildarmyndir komist á hvíta tjaldið vestan hafs. Það sýnir okkur kannski best hve vel Óskari Páli og teyminu öllu tókst að fanga þessa mikilvægu sögu og ferðalag Veigu, sem á svo mikið erindi og fór fram við hreint ótrúlegar aðstæður“ segir Kristín Ólafsdóttir. Það er skammt stórra högga á milli hjá Kristínu og hennar samstarfsfólki því sunnudaginn 27. júní verður heimildamyndin Rebel Hearts, sem einnig er framleidd af Klikk, frumsýnd á Discovery+. Er henni leikstýrt af Pedro Kos og fjallar um baráttu sem nunnur kaþólsku reglunnar Sisters of the Immaculate Heart í Los Angeles hófu gegn feðraveldi kaþólsku kirkjunnar fyrir 50 árum og stendur en. Myndin hefur hlotið mikla athygli, tilnefningar og verðlaun, meðal annars á Sundance kvikmyndahátíðinni í janúar á þessu ári. „Segja má að það sé mikið framundan hjá okkur hjá Klikk Productions, Á móti straumnum frumsýnd í Bandaríkjunum á morgun, Rebel Hearts á Discovery+ á sunnudaginn og í haust frumsýnum við stuttmyndina Footsteps On The Wind. Er hún byggð á laginu Inshallah eftir tónlistarmanninn Sting og fjallar um flóttamenn og er sögð frá sjónarhóli barna á flótta.“
Bíó og sjónvarp Kvikmyndagerð á Íslandi Tengdar fréttir Rær á móti straumnum til styrktar Pieta Fyrsta íslenska konan til að freista þess að róa á kajak hringinn í kringum landið hóf ferð sína í dag sem mun taka tvo til fjóra mánuði. Hún er líklega fyrsta transkonan í heiminum til að reyna slíkt afrek og mun þar að auki róa á móti straumnum sem hún segir táknrænt fyrir líf sitt. 14. maí 2019 20:00 Segist ekki upplifa fordóma í sundi: Fólk horfi en það sé saklaus forvitni „Ég er búin að fara í margar sundlaugar á Íslandi og ég hef ekki upplifað neina fordóma,“ sagði Veiga Grétarsdóttir í Bítinu á Bylgunni í morgun. „Ég hef alveg upplifað að fólk horfir, það er ekki það, en ekki fordóma.“ 14. apríl 2021 11:27 Mest lesið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Fleiri fréttir Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Rær á móti straumnum til styrktar Pieta Fyrsta íslenska konan til að freista þess að róa á kajak hringinn í kringum landið hóf ferð sína í dag sem mun taka tvo til fjóra mánuði. Hún er líklega fyrsta transkonan í heiminum til að reyna slíkt afrek og mun þar að auki róa á móti straumnum sem hún segir táknrænt fyrir líf sitt. 14. maí 2019 20:00
Segist ekki upplifa fordóma í sundi: Fólk horfi en það sé saklaus forvitni „Ég er búin að fara í margar sundlaugar á Íslandi og ég hef ekki upplifað neina fordóma,“ sagði Veiga Grétarsdóttir í Bítinu á Bylgunni í morgun. „Ég hef alveg upplifað að fólk horfir, það er ekki það, en ekki fordóma.“ 14. apríl 2021 11:27