Hefði aldrei gerst í efstu deild karla Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. júní 2021 10:31 Margrét Lára Viðarsdóttir var hörð á því að fresta hefði átt leiknum á Selfossi. S2 Sport Toppslagur Selfoss og Breiðabliks í Pepsi Max deild kvenna er færður milli leikvalla rétt fyrir leik, af aðalvellinum á Selfossi og yfir á gervigrasið. Helena Ólafsdóttir fór yfir þessa ákvörðun og þetta mál í Pepsi Max mörkunum með sérfræðingum sínum Margréti Láru Viðarsdóttur og Árna Frey Guðnasyni. „Alfreð (Elías Jóhannsson, þjálfari Selfoss) talar um að gervigrasið sé nýtt og flott og ég efast ekki um það en það sem gerist þarna fyrir leik. Það er einhver rekistefna um það að grasvöllurinn sé ekki klár. Er þetta boðlegt,“ spurði Helena Ólafsdóttir sérfræðingana sína. „Ég vann á Kaplakrikavelli í mörg ár þegar ég var yngri. Þegar það er spáð rigningu rétt fyrir leik þá málar þú völlinn áður en rigningin kemur. Vandamálið leyst. Þú getur ekki málað í rigningu, það gefur augaleið,“ sagði Árni Freyr Guðnason. Klippa: Pepsi Max Mörkin: Toppslagur færður milli valla rétt fyrir leik „Að færa leikinn yfir á gervigras, fjörutíu mínútum eða hálftíma fyrir leik er ekki í boði í efstu deild,“ sagði Árni Freyr. Báðum þjálfurum var boðið það að fresta leiknum en þáðu það ekki. Það er spilað þétt enda bikarleikir í kvöld. „Verður ekki að fresta,“ spurði Helena. „Mér finnst það persónulega. Líka fyrir leikmenn sem eru búnir að undirbúa sig fyrir það að spila á grasi og það breytist með stuttum fyrirvara. Svo er verið að reyna að vera með umfjöllun um þessa leiki, bæði í sjónvarpi og annars staðar,“ sagði Margrét Lára. „Við sáum bara myndirnar úr þessum leik og þetta var eins og að vera horfa á mynd úr Ipad eða Iphone. Með fullri viðringu því auðvitað voru menn að reyna að gera sitt besta en aðstaðan var ekki til staðar til að taka upp leik á þessu stigi. Fyrir þá sem voru að reyna að fylgjast með þá var þetta ekki boðlegt fyir áhorfendur og stuðningsmenn liðanna,“ sagði Margrét. „Þetta er toppslagur og þetta skiptir máli. Umgjörðin verður að vera betri en þetta,“ sagði Margrét Lára og Árni Freyr tók undir það. „Selfoss er graslið og Breiðablik spilar alltaf á gervigrasi. Að Selfoss sé að bjóða þeim upp á það að fara á gervigrasið. Mér finnst það mjög skrýtið að Alfreð hafi ekki bara sagt: Við spilum á grasinu, frestum þessum um hálftíma á meðan vallarstarfsmaðurinn strikar völlinn. Það hefur verið rigning á Íslandi áður,“ sagði Árni Freyr. Helena spurði hvort að þetta hefði getað gerst í efstu deild karla. „Nei það held ég ekki. Þessi gervigrasvöllur er með nýtt gras en það eru ekki áhorfendastæði eða fjölmiðlaaðstaða. Það er ekki góð aðstaða fyrir varamenn. Þetta er yngri flokka völlur og frábær æfingavöllur. Þú myndir ekki spila Valur-KR í meistaraflokki karla á gervigrasinu á Selfossi,“ sagði Árni Freyr. „Við erum alltaf að reyna að biðja um þessa virðingu í kvennafótbolta og kvennaíþróttum og lágmarkið er að aðstæðurnar séu í lagi,“ sagði Margrét Lára en það má horfa á alla umfjöllunina hér fyrir ofan. Pepsi Max-deild kvenna UMF Selfoss Breiðablik Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Enski boltinn Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Fótbolti Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Fram - FH | Fyrsti heimaleikur Fram í efstu deild í 37 ár Í beinni: Stjarnan - Víkingur | Bæði lið fengu skell síðast Í beinni: Þróttur - Breiðablik | Blikar virka ógnvekjandi Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Sjá meira
Helena Ólafsdóttir fór yfir þessa ákvörðun og þetta mál í Pepsi Max mörkunum með sérfræðingum sínum Margréti Láru Viðarsdóttur og Árna Frey Guðnasyni. „Alfreð (Elías Jóhannsson, þjálfari Selfoss) talar um að gervigrasið sé nýtt og flott og ég efast ekki um það en það sem gerist þarna fyrir leik. Það er einhver rekistefna um það að grasvöllurinn sé ekki klár. Er þetta boðlegt,“ spurði Helena Ólafsdóttir sérfræðingana sína. „Ég vann á Kaplakrikavelli í mörg ár þegar ég var yngri. Þegar það er spáð rigningu rétt fyrir leik þá málar þú völlinn áður en rigningin kemur. Vandamálið leyst. Þú getur ekki málað í rigningu, það gefur augaleið,“ sagði Árni Freyr Guðnason. Klippa: Pepsi Max Mörkin: Toppslagur færður milli valla rétt fyrir leik „Að færa leikinn yfir á gervigras, fjörutíu mínútum eða hálftíma fyrir leik er ekki í boði í efstu deild,“ sagði Árni Freyr. Báðum þjálfurum var boðið það að fresta leiknum en þáðu það ekki. Það er spilað þétt enda bikarleikir í kvöld. „Verður ekki að fresta,“ spurði Helena. „Mér finnst það persónulega. Líka fyrir leikmenn sem eru búnir að undirbúa sig fyrir það að spila á grasi og það breytist með stuttum fyrirvara. Svo er verið að reyna að vera með umfjöllun um þessa leiki, bæði í sjónvarpi og annars staðar,“ sagði Margrét Lára. „Við sáum bara myndirnar úr þessum leik og þetta var eins og að vera horfa á mynd úr Ipad eða Iphone. Með fullri viðringu því auðvitað voru menn að reyna að gera sitt besta en aðstaðan var ekki til staðar til að taka upp leik á þessu stigi. Fyrir þá sem voru að reyna að fylgjast með þá var þetta ekki boðlegt fyir áhorfendur og stuðningsmenn liðanna,“ sagði Margrét. „Þetta er toppslagur og þetta skiptir máli. Umgjörðin verður að vera betri en þetta,“ sagði Margrét Lára og Árni Freyr tók undir það. „Selfoss er graslið og Breiðablik spilar alltaf á gervigrasi. Að Selfoss sé að bjóða þeim upp á það að fara á gervigrasið. Mér finnst það mjög skrýtið að Alfreð hafi ekki bara sagt: Við spilum á grasinu, frestum þessum um hálftíma á meðan vallarstarfsmaðurinn strikar völlinn. Það hefur verið rigning á Íslandi áður,“ sagði Árni Freyr. Helena spurði hvort að þetta hefði getað gerst í efstu deild karla. „Nei það held ég ekki. Þessi gervigrasvöllur er með nýtt gras en það eru ekki áhorfendastæði eða fjölmiðlaaðstaða. Það er ekki góð aðstaða fyrir varamenn. Þetta er yngri flokka völlur og frábær æfingavöllur. Þú myndir ekki spila Valur-KR í meistaraflokki karla á gervigrasinu á Selfossi,“ sagði Árni Freyr. „Við erum alltaf að reyna að biðja um þessa virðingu í kvennafótbolta og kvennaíþróttum og lágmarkið er að aðstæðurnar séu í lagi,“ sagði Margrét Lára en það má horfa á alla umfjöllunina hér fyrir ofan.
Pepsi Max-deild kvenna UMF Selfoss Breiðablik Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Enski boltinn Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Fótbolti Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Fram - FH | Fyrsti heimaleikur Fram í efstu deild í 37 ár Í beinni: Stjarnan - Víkingur | Bæði lið fengu skell síðast Í beinni: Þróttur - Breiðablik | Blikar virka ógnvekjandi Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Sjá meira