Um sundkennslu Ragnar Þór Pétursson skrifar 25. júní 2021 09:00 Umboðsmaður barna, Salvör Nordal, hefur með bréfi til menntamálaráðuneytisins hvatt til þess að námskrá í sundkennslu verði endurskoðuð. Er sú afstaða byggð á fjölda samtala við börn og ungmenni sem hafa efasemdir um sundkennslu í þeirri mynd sem nú er. Þrennskonar efasemdir Umboðsmaður kjarnar gagnrýni barnanna í þrjá meginþætti. Í fyrsta lagi þann að markmið með sundkennslu séu of háleit sem valdi vaxandi vanlíðan hjá þeim börnum sem erfitt eiga með að standa undir þeim. Í öðru lagi að gerðar séu kröfur um sundnám óháð því hvort nemendur hafi náð þeim markmiðum sem unnið sé að eða ekki. Í þriðja lagi að sundkennslu fylgi margvíslegar áskoranir fyrir viðkvæma hópa, til dæmis hinsegin börn, sem of oft bitni á velferð þeirra. Þetta er grundvallarumræða Bréf umboðsmanns hefur vakið töluverða athygli og þau sjónarmið sem þar eru reifuð eru reglulega rædd í hópum skólafólks, nemenda og foreldra. Þetta er enda grundvallarumræða sem alls ekki á einungis við um sund. Það er til fyrirmyndar að Umboðsmaður barna skuli gefa áhyggjum ungs fólks vettvang og rými – og það er sérstaklega gott að slíkt sé gert með jafn rökföstum og málefnalegum hætti og raun ber vitni. Nokkur sjónarmið Mig langar að kasta nokkrum sjónarmiðum inn í umræðuna enda tel ég hana að mörgu leyti ákjósanlega til að fjalla um flókið mál út frá nokkrum sæmilega skýrum forsendum. Fyrsti punkturinn er líklega víðfeðmastur þeirra allra. Hann fjallar öðrum þræði um það hversu háleit markmið eigi að vera í námi á tilteknu aldursskeiði en einnig um áhrif verulegs getumunar innan skólasamfélagsins. Tökum fyrra atriðið fyrst. Ég efast um að viðamikil flugsundkennsla sé stunduð í grunnskólum á Íslandi. Það má líklega gagnrýna þann þátt námskrárinnar. Óraunhæf markmið, sem ekki eru einu sinni í samræmi við veruleikann, eru líklega verri en engin markmið. Gagnrýni umboðsmanns ristir þó dýpra og kemur skýrast fram í orðunum: „Hæfniviðmið í sundi eru langt yfir það sem nauðsynlegt má telja til að nemendur geti stundað sund sem líkamsrækt á öruggan hátt að loknum grunnskóla.“ Þetta er einstaklega áhugaverð gagnrýni. Það er vissulega mjög rökrétt að líta svo á að í skóla skuli börn öðlast þá færni sem nauðsynleg er í daglegu starfi og lífi að skóla loknum. Þar kemur þó tvennt til álita sem velta þarf fyrir sér. Prófum að skipta orðinu „sund“ út fyrir „stærðfræði“ eða „íslensku.“ Nú ætla ég að gerast svo djarfur að halda því fram að lausn jöfnu með tveimur óþekktum stærðum sé alls ekki nauðsynleg stærðfræðiþekking í daglegu lífi alls þorra fólks. Eins held ég að greinarmunur á persónulegum og ópersónulegum sögnum sé býsna neðarlega á lista þess sem skiptir máli þegar kemur að málnotkun venjulegs fólks. Með þessu er ég ekki að gera lítið úr flugsundi, algebru eða málfræði. Ég er aðeins að reyna að benda á að „nauðsynleg“ þekking eða færni í daglegu lífi er ekki lokatakmark grunnskólanáms. Ekki frekar en að „nauðsynleg inntaka næringarefna“ sé eina ástæða þess að við neytum matar. Við, sem snemma hneigðumst til bóknáms, þurfum að gæta okkur á því að við erum býsna oft blind fyrir mikilvægi annars náms en bóklegs og teljum okkur komast af með minni færni á þeim sviðum sem liggja verr fyrir okkur en þeim sem við erum sterkari á. Að fórna meiri hagsmunum fyrir minni Á móti má auðvitað benda á að þetta kunni allt að vera rétt. Það breyti því þó ekki að ekki skuli taka minni hagsmuni fyrir meiri. Vanlíðan barna og ungmenna sem erfitt eiga með sund skuli að minnsta kosti ekki auka umfram það sem nauðsynlegt er. Kröfunum eigi því að stilla í hóf. Slík umræða leiðir okkur auðvitað þráðbeint aftur inn í sambærilega umræðu í öðrum greinum. Engin grein, leyfi ég mér að fullyrða, er jafn flokkandi (og á tímum útskúfandi) og stærðfræði. Stærðfræði er enda sú grein sem efst lúrir í hinu ósýnilega stigveldi námsgreina grunnskólans. Börn eru býsna ung þegar sum fara að erfiða í stærðfræðinni. Oftar en ekki er það vegna þess að þau eiga erfitt með að skilja margvísleg óhlutbundin atriði sem þau ná lítilli tengingu við. Áður en komið er á unglingastig er gjarnan stór hópur í miklum vanda, og jafnvel uppgjöf, vegna þess að hann hefur bognað undan stritinu við að taka til láns af núlli, deila með því að teikna flókinn skíðastökkpall og fremja allskonar reikningskúnstir með almennum brotum. Algebran er oft steypuklumpurinn sem dregur þessa nemendur til botns í hinni djúpu laug stærðfræðinnar þrátt fyrir að flugsyndir stærðfræðinemar blási ekki einu sinni úr nös. Hið nákvæmlega sama gildir um íslenskuna. Það, að fullorðið fólk haldi því fram að risastór hundraðshluti drengja kunni ekki að lesa, er í besta falli fordómafullt og villandi. Börnin kunna að lesa. Vandinn er sá að lestur of margra verður ekki sjálfbær. Þau fást ekki til að taka ástfóstri við lestur og fá ekki þá þjálfun sem nauðsynleg er til að koma lestrinum af frumstæðu stigi. Kennarar hafa ótal sinnum staðið frammi fyrir þrákelkni ungra drengja sem segjast vera orðnir læsir, þeir þurfi ekki að lesa betur enda sjái þeir engan tilgang í því að vera píndir til að innbyrða lesefni í hestförmum í skólanum þegar hægt sé að finna allt sem hugurinn girnist í daglega lífinu í skemmtilegri umbúðum. Þessum nemendum líður gjarnan mjög illa megnið af skólagöngu sinni vegna kröfu kerfisins um mikinn lestur og sífellt flóknara lesmál. Fæst myndum við segja að hér sé lausnin sú að taka undir fánýti lestrar þótt við séum eflaust mjög mörg sem teljum algert grundvallaratriði að gera líf þessara barna bærilegra, m.a. með notkun fjölbreyttari miðla og aukinni aðlögun námsefnis. Sund er líka hreyfing Það kemur skýrt fram í námskrá að líkamleg áreynsla er einn tilgangur skólaíþrótta. Það er ekki bara verið að skapa þekkingu og hæfni, það er líka verið að nota líkamann á hollan og heilbrigðan hátt. Sund sem kennslugrein er um leið líkamsrækt. Þannig er ekki óeðlilegt að synd börn haldi áfram í skólasundi (börn sem æfa oft sund mega fá undanþágu samkvæmt námskránni). Svipað viðhorf höfum við til lestrar. Börn á grunnskólaaldri þurfa að lesa, líka þegar þau eru orðin læs. Þau eiga ekki aðeins að lesa eitthvað óskaplega praktískt og fræðandi. Það er hins vegar afar mikilvægt að skólinn geri þau ekki afhuga lestri eða þröngsýn um tilgang hans. Það á ekki að pína börn. Það er verk að vinna í báðum þessum tilfellum, tilfelli sunds og lestrar. Þess vegna, meðal annars, er þessi umræða mikilvæg og góð. Ég held meira að segja að lausnirnar séu svipaðar í báðum tilfellum. Er til dæmis alveg nauðsynlegt að láta nemanda sem skammast sín fyrir lesturinn lenda stöðugt í niðurlægjandi aðstæðum þar sem vandræðin afhjúpast öðrum? Er ekki hægt að einstaklingsmiða úrræði með einhverjum hætti ef góður hugur og fjármunir fylgja með? Þurfum við öll að geta orðið góð í öllu? Einelti og áreitni Sund er viðkvæmur vettvangur með tilliti til eineltis og áreitni. Það er auðvitað alvarlegasti punkturinn. Engin markmið í aðalnámskrá eru svo mikilvæg að fórnarkostnaðurinn megi vera andleg heilsa nemenda. Það er hins vegar ekki alveg einfalt mál að mæta þessu. Jafnvel þótt við upprætum einelti og sköpum öruggt umhverfi (sem er auðvitað frumskylda skóla) verða alltaf til börn sem upplifa sig feimin og óörugg. Hvers vegna að þvinga þau í sund? Prófum þá aftur að skipta um viðfangsefni. Í skólanum eiga nemendur að læra að tilheyra samfélagi. Þeir eiga að mynda sér skoðanir, taka afstöðu, ræða hana við aðra og verða öruggir í framkomu og tjáningu. Mörgum nemendum er slíkt hræðileg þolraun. Afleiðingin er sú að við kennarar hlífum þeim gjarnan við því að lenda í slíkum aðstæðum. En er það skynsamlegt? Líklega ekki. Grunnmarkmið skólastarfs er að nemendur fái sína hlutdeild í framtíðinni. Til þess að svo geti verið má ekki ganga út frá einhverjum eðlishugmyndum um feimna og óframfærna einstaklinga sem ekki geti blómstrað í samskiptum. Það er eiginlega mikilvægara að toga þessa nemendur út úr skelinni en aðra. Góður skóli þarf um leið að vera samfélag sem skapar öllum virkan sess. Slíkt samfélag á hvorki að byggja á forsendum félagsverunnar eða grúskarans; stráka eða stelpna; trúaðra eða trúlausra. Þar þarf að vera til hlutverk fyrir öll kyn og alla persónuleika. Við höfum lengi þekkt þær áskoranir sem fylgja kynþroskanum, útlitsskömm og óöryggi. Frekar nýlega erum við byrjuð að mölva burt tímaskekkju kynjatvíhyggjunnar. Þetta eru allt áskoranir. Það er hins vegar algert grundvallaratriði að skólinn gangi á undan með góðu fordæmi og sé það samfélag sem við erum að berjast við að taki við nemendum að námi loknu. Þar þarf að vera með virkar forvarnir gegn fordómum. Þar þarf hvert barn að upplifa að það eigi tilverurétt. Það þýðir að forðast þarf að líma saman þægindaramma með ótta. Nemendur eiga ekki að enda í búrum – jafnvel þótt þeim líði þar vel. Við þurfum að hlusta og vera raunsæ Það þurfa ekki öll börn að vera góð í öllu og það er allt í lagi að námsmat endurspegli bæði styrkleika og veikleika. Ég er viss um að meiri íþróttamenn en ég geta vel lært flugsund í grunnskóla. Það er enginn stóri dómur yfir mér að hafa ekki komist á þann stað. Ég var betri í öðru. Við höfum öll styrkleika og veikleika. Mig grunar að of mörg börn fái of góðar einkunnir í öllu eða nánast öllu vegna þess að það sé þegjandi samþykki í skólasamfélaginu um að horfa fram hjá ákveðnum veikleikum en ekki öðrum. Það getur grafið undan sumum greinum. Þannig lenda sumar námsgreinar á höggstokki umræðunnar á meðan öðrum er hlíft – þrátt fyrir að vandinn kunni að vera til staðar í báðum greinum. Það er of algengt að litið sé á listir eða íþróttir sem annars flokks nám eða skólastarf. Áskoranir í sundkennslu eru að mestu leyti sömu áskoranir og í öðru námi. Þær hverfa ekki við það að fórna sundinu þótt þær kunni að færast til. Með gagnkvæmri virðingu, sveigjanleika, einstaklingsmiðun og aðlögun er hægt að gera betur. Og það eru kannski mikilvægustu skilaboð til okkar kennara frá því unga fólki sem Umboðsmaður barna hefur hitt: Það þarf að gera betur. Of mörgum líður of illa í sundi. Við þurfum að laga það. Höfundur er formaður Kennarasambands Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ragnar Þór Pétursson Skóla - og menntamál Grunnskólar Íþróttir barna Réttindi barna Börn og uppeldi Mest lesið „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun Ævintýralegar eftiráskýringar Hildur Sverrisdóttir Skoðun Loftslagskvíði Sjálfstæðisflokksins Gunnar Bragi Sveinsson Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson Skoðun Skoðun Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson skrifar Skoðun Góður granni, gulli betri! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Frelsi er alls konar Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Betra plan í ríkisfjármálum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson skrifar Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þarf Alþingi að vera í óvissu? Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Stöndum með einyrkjum og sjálfstætt starfandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og sjálfstæði Íslands Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Heilnæmt samfélag, betri lífskjör og jöfn tækifæri fyrir öll Unnur Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Lifað með reisn - Frá starfslokum til æviloka Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Viðreisn, evran og Finnland Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Heildræn sýn á sköpunina Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Iðkum nægjusemi, nýtum náttúruna Borghildur Gunnarsdóttir,Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Hægt með krónunni? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Umboðsmaður barna, Salvör Nordal, hefur með bréfi til menntamálaráðuneytisins hvatt til þess að námskrá í sundkennslu verði endurskoðuð. Er sú afstaða byggð á fjölda samtala við börn og ungmenni sem hafa efasemdir um sundkennslu í þeirri mynd sem nú er. Þrennskonar efasemdir Umboðsmaður kjarnar gagnrýni barnanna í þrjá meginþætti. Í fyrsta lagi þann að markmið með sundkennslu séu of háleit sem valdi vaxandi vanlíðan hjá þeim börnum sem erfitt eiga með að standa undir þeim. Í öðru lagi að gerðar séu kröfur um sundnám óháð því hvort nemendur hafi náð þeim markmiðum sem unnið sé að eða ekki. Í þriðja lagi að sundkennslu fylgi margvíslegar áskoranir fyrir viðkvæma hópa, til dæmis hinsegin börn, sem of oft bitni á velferð þeirra. Þetta er grundvallarumræða Bréf umboðsmanns hefur vakið töluverða athygli og þau sjónarmið sem þar eru reifuð eru reglulega rædd í hópum skólafólks, nemenda og foreldra. Þetta er enda grundvallarumræða sem alls ekki á einungis við um sund. Það er til fyrirmyndar að Umboðsmaður barna skuli gefa áhyggjum ungs fólks vettvang og rými – og það er sérstaklega gott að slíkt sé gert með jafn rökföstum og málefnalegum hætti og raun ber vitni. Nokkur sjónarmið Mig langar að kasta nokkrum sjónarmiðum inn í umræðuna enda tel ég hana að mörgu leyti ákjósanlega til að fjalla um flókið mál út frá nokkrum sæmilega skýrum forsendum. Fyrsti punkturinn er líklega víðfeðmastur þeirra allra. Hann fjallar öðrum þræði um það hversu háleit markmið eigi að vera í námi á tilteknu aldursskeiði en einnig um áhrif verulegs getumunar innan skólasamfélagsins. Tökum fyrra atriðið fyrst. Ég efast um að viðamikil flugsundkennsla sé stunduð í grunnskólum á Íslandi. Það má líklega gagnrýna þann þátt námskrárinnar. Óraunhæf markmið, sem ekki eru einu sinni í samræmi við veruleikann, eru líklega verri en engin markmið. Gagnrýni umboðsmanns ristir þó dýpra og kemur skýrast fram í orðunum: „Hæfniviðmið í sundi eru langt yfir það sem nauðsynlegt má telja til að nemendur geti stundað sund sem líkamsrækt á öruggan hátt að loknum grunnskóla.“ Þetta er einstaklega áhugaverð gagnrýni. Það er vissulega mjög rökrétt að líta svo á að í skóla skuli börn öðlast þá færni sem nauðsynleg er í daglegu starfi og lífi að skóla loknum. Þar kemur þó tvennt til álita sem velta þarf fyrir sér. Prófum að skipta orðinu „sund“ út fyrir „stærðfræði“ eða „íslensku.“ Nú ætla ég að gerast svo djarfur að halda því fram að lausn jöfnu með tveimur óþekktum stærðum sé alls ekki nauðsynleg stærðfræðiþekking í daglegu lífi alls þorra fólks. Eins held ég að greinarmunur á persónulegum og ópersónulegum sögnum sé býsna neðarlega á lista þess sem skiptir máli þegar kemur að málnotkun venjulegs fólks. Með þessu er ég ekki að gera lítið úr flugsundi, algebru eða málfræði. Ég er aðeins að reyna að benda á að „nauðsynleg“ þekking eða færni í daglegu lífi er ekki lokatakmark grunnskólanáms. Ekki frekar en að „nauðsynleg inntaka næringarefna“ sé eina ástæða þess að við neytum matar. Við, sem snemma hneigðumst til bóknáms, þurfum að gæta okkur á því að við erum býsna oft blind fyrir mikilvægi annars náms en bóklegs og teljum okkur komast af með minni færni á þeim sviðum sem liggja verr fyrir okkur en þeim sem við erum sterkari á. Að fórna meiri hagsmunum fyrir minni Á móti má auðvitað benda á að þetta kunni allt að vera rétt. Það breyti því þó ekki að ekki skuli taka minni hagsmuni fyrir meiri. Vanlíðan barna og ungmenna sem erfitt eiga með sund skuli að minnsta kosti ekki auka umfram það sem nauðsynlegt er. Kröfunum eigi því að stilla í hóf. Slík umræða leiðir okkur auðvitað þráðbeint aftur inn í sambærilega umræðu í öðrum greinum. Engin grein, leyfi ég mér að fullyrða, er jafn flokkandi (og á tímum útskúfandi) og stærðfræði. Stærðfræði er enda sú grein sem efst lúrir í hinu ósýnilega stigveldi námsgreina grunnskólans. Börn eru býsna ung þegar sum fara að erfiða í stærðfræðinni. Oftar en ekki er það vegna þess að þau eiga erfitt með að skilja margvísleg óhlutbundin atriði sem þau ná lítilli tengingu við. Áður en komið er á unglingastig er gjarnan stór hópur í miklum vanda, og jafnvel uppgjöf, vegna þess að hann hefur bognað undan stritinu við að taka til láns af núlli, deila með því að teikna flókinn skíðastökkpall og fremja allskonar reikningskúnstir með almennum brotum. Algebran er oft steypuklumpurinn sem dregur þessa nemendur til botns í hinni djúpu laug stærðfræðinnar þrátt fyrir að flugsyndir stærðfræðinemar blási ekki einu sinni úr nös. Hið nákvæmlega sama gildir um íslenskuna. Það, að fullorðið fólk haldi því fram að risastór hundraðshluti drengja kunni ekki að lesa, er í besta falli fordómafullt og villandi. Börnin kunna að lesa. Vandinn er sá að lestur of margra verður ekki sjálfbær. Þau fást ekki til að taka ástfóstri við lestur og fá ekki þá þjálfun sem nauðsynleg er til að koma lestrinum af frumstæðu stigi. Kennarar hafa ótal sinnum staðið frammi fyrir þrákelkni ungra drengja sem segjast vera orðnir læsir, þeir þurfi ekki að lesa betur enda sjái þeir engan tilgang í því að vera píndir til að innbyrða lesefni í hestförmum í skólanum þegar hægt sé að finna allt sem hugurinn girnist í daglega lífinu í skemmtilegri umbúðum. Þessum nemendum líður gjarnan mjög illa megnið af skólagöngu sinni vegna kröfu kerfisins um mikinn lestur og sífellt flóknara lesmál. Fæst myndum við segja að hér sé lausnin sú að taka undir fánýti lestrar þótt við séum eflaust mjög mörg sem teljum algert grundvallaratriði að gera líf þessara barna bærilegra, m.a. með notkun fjölbreyttari miðla og aukinni aðlögun námsefnis. Sund er líka hreyfing Það kemur skýrt fram í námskrá að líkamleg áreynsla er einn tilgangur skólaíþrótta. Það er ekki bara verið að skapa þekkingu og hæfni, það er líka verið að nota líkamann á hollan og heilbrigðan hátt. Sund sem kennslugrein er um leið líkamsrækt. Þannig er ekki óeðlilegt að synd börn haldi áfram í skólasundi (börn sem æfa oft sund mega fá undanþágu samkvæmt námskránni). Svipað viðhorf höfum við til lestrar. Börn á grunnskólaaldri þurfa að lesa, líka þegar þau eru orðin læs. Þau eiga ekki aðeins að lesa eitthvað óskaplega praktískt og fræðandi. Það er hins vegar afar mikilvægt að skólinn geri þau ekki afhuga lestri eða þröngsýn um tilgang hans. Það á ekki að pína börn. Það er verk að vinna í báðum þessum tilfellum, tilfelli sunds og lestrar. Þess vegna, meðal annars, er þessi umræða mikilvæg og góð. Ég held meira að segja að lausnirnar séu svipaðar í báðum tilfellum. Er til dæmis alveg nauðsynlegt að láta nemanda sem skammast sín fyrir lesturinn lenda stöðugt í niðurlægjandi aðstæðum þar sem vandræðin afhjúpast öðrum? Er ekki hægt að einstaklingsmiða úrræði með einhverjum hætti ef góður hugur og fjármunir fylgja með? Þurfum við öll að geta orðið góð í öllu? Einelti og áreitni Sund er viðkvæmur vettvangur með tilliti til eineltis og áreitni. Það er auðvitað alvarlegasti punkturinn. Engin markmið í aðalnámskrá eru svo mikilvæg að fórnarkostnaðurinn megi vera andleg heilsa nemenda. Það er hins vegar ekki alveg einfalt mál að mæta þessu. Jafnvel þótt við upprætum einelti og sköpum öruggt umhverfi (sem er auðvitað frumskylda skóla) verða alltaf til börn sem upplifa sig feimin og óörugg. Hvers vegna að þvinga þau í sund? Prófum þá aftur að skipta um viðfangsefni. Í skólanum eiga nemendur að læra að tilheyra samfélagi. Þeir eiga að mynda sér skoðanir, taka afstöðu, ræða hana við aðra og verða öruggir í framkomu og tjáningu. Mörgum nemendum er slíkt hræðileg þolraun. Afleiðingin er sú að við kennarar hlífum þeim gjarnan við því að lenda í slíkum aðstæðum. En er það skynsamlegt? Líklega ekki. Grunnmarkmið skólastarfs er að nemendur fái sína hlutdeild í framtíðinni. Til þess að svo geti verið má ekki ganga út frá einhverjum eðlishugmyndum um feimna og óframfærna einstaklinga sem ekki geti blómstrað í samskiptum. Það er eiginlega mikilvægara að toga þessa nemendur út úr skelinni en aðra. Góður skóli þarf um leið að vera samfélag sem skapar öllum virkan sess. Slíkt samfélag á hvorki að byggja á forsendum félagsverunnar eða grúskarans; stráka eða stelpna; trúaðra eða trúlausra. Þar þarf að vera til hlutverk fyrir öll kyn og alla persónuleika. Við höfum lengi þekkt þær áskoranir sem fylgja kynþroskanum, útlitsskömm og óöryggi. Frekar nýlega erum við byrjuð að mölva burt tímaskekkju kynjatvíhyggjunnar. Þetta eru allt áskoranir. Það er hins vegar algert grundvallaratriði að skólinn gangi á undan með góðu fordæmi og sé það samfélag sem við erum að berjast við að taki við nemendum að námi loknu. Þar þarf að vera með virkar forvarnir gegn fordómum. Þar þarf hvert barn að upplifa að það eigi tilverurétt. Það þýðir að forðast þarf að líma saman þægindaramma með ótta. Nemendur eiga ekki að enda í búrum – jafnvel þótt þeim líði þar vel. Við þurfum að hlusta og vera raunsæ Það þurfa ekki öll börn að vera góð í öllu og það er allt í lagi að námsmat endurspegli bæði styrkleika og veikleika. Ég er viss um að meiri íþróttamenn en ég geta vel lært flugsund í grunnskóla. Það er enginn stóri dómur yfir mér að hafa ekki komist á þann stað. Ég var betri í öðru. Við höfum öll styrkleika og veikleika. Mig grunar að of mörg börn fái of góðar einkunnir í öllu eða nánast öllu vegna þess að það sé þegjandi samþykki í skólasamfélaginu um að horfa fram hjá ákveðnum veikleikum en ekki öðrum. Það getur grafið undan sumum greinum. Þannig lenda sumar námsgreinar á höggstokki umræðunnar á meðan öðrum er hlíft – þrátt fyrir að vandinn kunni að vera til staðar í báðum greinum. Það er of algengt að litið sé á listir eða íþróttir sem annars flokks nám eða skólastarf. Áskoranir í sundkennslu eru að mestu leyti sömu áskoranir og í öðru námi. Þær hverfa ekki við það að fórna sundinu þótt þær kunni að færast til. Með gagnkvæmri virðingu, sveigjanleika, einstaklingsmiðun og aðlögun er hægt að gera betur. Og það eru kannski mikilvægustu skilaboð til okkar kennara frá því unga fólki sem Umboðsmaður barna hefur hitt: Það þarf að gera betur. Of mörgum líður of illa í sundi. Við þurfum að laga það. Höfundur er formaður Kennarasambands Íslands.
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun