Innlent

Lög­reglan af­máði á­­mælis­verð um­mæli úr upp­­tökum frá Ás­­mundar­­sal

Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar
Lögreglumennirnir ræddu um það hvernig fréttatilkynning um málið ætti að vera.
Lögreglumennirnir ræddu um það hvernig fréttatilkynning um málið ætti að vera. Vísir/Vilhelm

Hátt­semi tveggja lög­reglu­manna, sem komu að Ás­mundar­sals­málinu svo­kallaða á Þor­láks­messu­kvöld í fyrra, er talin á­mælis­verð og telur nefnd um eftir­lit með lög­reglu að til­efni sé til að Lög­reglu­stjórinn á höfuð­borgar­svæðinu taki framferði þeirra til skoðunar.

Lögreglan átti við upptökurnar

Við rann­sókn nefndarinnar á störfum lög­reglu um­rætt kvöld var farið fram á upp­tökur úr búk­mynda­vélum lög­reglumannanna. Erfitt reyndist þó að fá þær af­hentar frá Lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu: 

„Nefndin stóð frammi fyrir tölu­verðum erfið­leikum að fá af­hentar mynd­bands­upp­tökur úr búk­mynda­vélum lög­reglu­manna sem á vett­vangi voru,“ segir í á­liti nefndarinnar sem Vísir hefur undir höndum.

Hún hafi óskað eftir upplýsingum frá embættinu þann 28. desember og síðar sent viðbótarbeiðni þar sem óskað var eftir upptökunum, þann 4. janúar. Gögnin bárust þó ekki fyrr en 8. febrúar og vantaði þá upptökurnar. Þær bárust ekki fyrr en eftir ítrekanir nefndarinnar þann 23. mars.

Þegar nefndin fór loks yfir gögnin í byrjun apríl kom í ljós að „af­máður hafði verið hluti af hljóði upp­takanna“. Nefndin óskaði þá eftir því að fá af­hent ein­tak af upp­tökum, sem ekki hafði verið átt við, og fékk þær loks rúmri viku síðar.

Í þeim má greina sam­ræður lög­reglu­manna eftir að sam­kvæmið hafði verið brotið upp í Ás­mundar­sal. Þessi um­mæli telur nefndin á­mælis­verð:

Annar lög­reglu­mannanna: „Hvernig yrði frétta­til­kynningin… 40 manna einka­sam­kvæmi og þjóð­þekktir ein­staklingar… er það of mikið eða?“

Hinn lög­reglu­maðurinn svarar: „Ekki fyrir mig, ég myndi lesa það…“

Og segir einnig: „Ég þekkti tvær stelpur þarna uppi og þær eru báðar sjálf­stæðis… svona… frama­potarar eða þú veist.“

Hljóð­upp­taka fyrri lög­reglu­mannsins var fremur ó­skýr og tókst nefndinni ekki að ráða úr hvað þar fór fram en gat þó heyrt sam­skiptin hér að ofan á upp­töku hins lög­reglu­mannsins.

Aðeins brotið á reglum um grímuskyldu

Nefndin telur að vís­bendingar séu uppi um að frétta­til­kynning sem lög­reglan sendi frá sér á að­fanga­dags­morgun hafi verið efnis­lega röng. Í til­kynningunni, sem berst fjöl­miðlum dag­lega undir heitinu Dag­bók lög­reglu, kom fram að ráð­herra í ríkis­stjórn Ís­lands hefði verið meðal gesta í fjöru­tíu til fimm­tíu manna sam­kvæmi í sal í mið­bænum kvöldið áður.

Ráðherrann reyndist vera Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra.

Vísir greindi frá því í dag að eig­endum Ás­mundar­salar hefði verið boðið að ljúka rann­sókn málsins með sektar­gerð vegna brots á lögum um grímu­skyldu. Eig­endurnir eru ekki taldir hafa brotið geng reglum um fjölda­tak­markanir eða reglum um opnunar­tíma.

Telja niðurstöðuna sanna mál sitt

Í til­kynningu frá eig­endum Ás­mundar­salar segja þeir niður­stöður rann­sóknar lög­reglunnar á um­ræddu kvöldi og nefndarinnar á starfs­háttum lög­reglu­mannanna stað­festa það að dag­bókar­færsla lög­reglunnar hafi verið efnis­lega röng.

„Niður­staðan er í sam­ræmi við það sem við höfum bent á allt frá birtingu dag­bókar­færslu lög­reglu á að­fanga­dags­morgun, þar sem full­yrt var að haldið hefði verið sam­kvæmi, of margir verið á staðnum og lög­boðnum lokunar­tíma ekki sinnt,“ segja þeir.

„Hið rétta er, líkt og fram hefur komið og stað­fest er í niður­stöðu lög­reglu, að ekki var um neitt sam­kvæmi að ræða, heldur ár­legu sölu­sýninguna „Gleði­leg jól“. Þá voru reglur um fjölda­tak­markanir ekki brotnar, enda máttu verslanir taka á móti 5 manns á hverja 10 m² en að há­marki 100 manns um­rætt sinn. Enn fremur máttu verslanir hafa opið til klukkan 23 á Þor­láks­messu, eins og víða var í mið­borg Reykja­víkur.

Við höfum áður gengist við því að ekki var nægi­lega gætt að því að allir gestir bæru grímu öllum stundum í öllum rýmum lista­sýningarinnar. Munum við því greiða sektina og ljúka málinu, sem nú hefur verið til rann­sóknar í um hálft ár, með þeim hætti.“


Tengdar fréttir

Bjarni var aldrei rannsakaður

Aðstoðarmaður Bjarna Benediktssonar segir að Bjarni hafi aldrei verið andlag rannsóknar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í tengslum við Ásmundarsalsmálið frá því á Þorláksmessu í fyrra.

Eig­endurnir segja fjölda­tak­markanir í Ás­mundar­sal ekki hafa verið brotnar

Eigendur Ásmundarsalar segja að reglur um fjöldatakmarkanir eða opnunartíma hafi ekki verið brotnar á Þorláksmessu á sýningu sem fjármálaráðherra sótti. Fjöldi í húsinu hafi ekki farið yfir fimmtíu manns en salurinn hafi leyfi fyrir þeim fjölda. Grímunotkun hafi hins vegar verið ábótavant og því ljóst að mistök hafi verið gerð í að tryggja sóttvarnir.

Bjarni biðst afsökunar

Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra hefur sent frá sér yfirlýsingu á Facebook, eftir að greint var frá því að lögregla hefði leyst upp fjölmennt samkvæmi sem hann og eiginkona hans voru viðstödd.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×