Hvetja ferðalanga til þess að forbóka tjaldsvæði Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 24. júní 2021 16:10 Búist er við mikilli aðsókn á tjaldsvæði landsins í sumar. Vísir Þrátt fyrir góðan framgang bólusetningar landsmanna er útlit fyrir að margir Íslendingar muni ferðast innanlands. Forsvarsmenn Tjalda.is mæla með því að ferðalangar bóki pláss á tjaldsvæðum fyrirfram. Vísir greindi frá því í gær að framboð ferðavagna væri af skornum skammti. Það virðist því stefna í stórt ferðasumar á Íslandi. Tjalda.is sem hefur verið leiðandi upplýsingavefur fyrir tjaldsvæði um land allt, hefur nú sameinað krafta sína með Parka.is og býður nú upp á bókunarþjónustu fyrir tjaldsvæði. „Nú eru nokkur tjaldsvæði byrjuð að hólfaskipta svæðunum sínum og bjóða fólki upp á að forbóka og vera þá bara búin að skipuleggja ferðalagið sitt og bóka bara allt fríið sitt á netinu fyrirfram, bara eins og að bóka hótelherbergi,“ segir Arna Haraldsson, markaðsráðgjafi hjá Tjalda.is. „Svolítið íslenskt að æða bara af stað“ Ívar Freyr Sturluson, markaðs- og sölustjóri hjá Tjalda.is segir ákveðna tjaldmenningu ríkja hjá Íslendingum. „Þetta er náttúrlega svolítið íslenskt að bara æða af stað og ekkert planað og ætlast til þess að það sé bara pláss fyrir mann alls staðar.“ „Okkur finnst svolítið bara að við eigum þetta og við megum bara gera það sem við viljum af því við eigum þetta allt saman,“ segir Arna. Þau Arna og Ívar mæla þó með því að fólk bóki pláss á tjaldsvæðum fyrirfram. Síðasta sumar hafi fólk lent í því að mæta á full tjaldsvæði og þurft að koma sér fyrir á bílastæðum. Arna segir Íslendinga skiptast í tvo hópa. „Það eru þeir sem vilja hafa þetta niðurnjörvað og vilja vita hvert þeir eru að fara og að hverju þau ganga. Svo eru það hin sem vilja kannski bara fá að slökkva á heilanum þegar þau fara í frí.“ Hún hvetur fólk þó til þess að kíkja í símann nokkrum klukkustundum áður en lagt er af stað til þess að kanna hvort einhver pláss séu laus. „Frekar en að keyra í einhverju stresskasti með grenjandi krakka og svo bara kemur maður að fullu svæði og allir orðnir svangir.“ Fjörutíu tjaldsvæði forbókanleg í sumar Þau Ívar og Arna segja rafmagn vera helsta áhyggjumálið á tjaldsvæðum í dag, en Ívar segir að slegist sé um það. „Rafmagn er af skornum skammti á þessum svæðum. Það eru kannski tuttugu staurar á svæði sem tekur hundrað gistieiningar. Þannig það er alltaf verið að slást um það. Þannig að núna ertu líka að bóka rafmagnið og taka það frá.“ Bókunarkerfi Tjalda.is var búið til sem eins konar svar við ástandinu sem myndaðist á tjaldsvæðum þegar Covid-19 gekk yfir síðasta sumar. „Þá lentirðu í því að tjaldsvæðin voru með fjöldatakmarkanir. Þannig að þá voru búin til hólf og allt í einu máttirðu bara ekkert troða þér hvar sem er.“ Ívar segir bókunarkerfið því hafa verið búið til af hreinni nauðsyn. Einn sem stendur er hægt að bóka á fjórtán tjaldsvæðum inni á Tjalda.is, en sextán bætast við með útilegukortinu. Þá reiknar Ívar með að forbókanleg tjaldsvæði í kerfinu verði orðin fjörutíu í sumar. Ferðamennska á Íslandi Ferðalög Tjaldsvæði Tengdar fréttir Hjólhýsasölumenn hafa ekki náð einum EM-leik: „Það bara selst allt“ Ekkert lát er á ferðaþorsta landsmanna sem margir virðast stefna á ferðalög innanlands í sumar. Sala á ferðavögnum hófst strax síðasta haust og hafa þeir selst upp jafnóðum. 23. júní 2021 16:07 Mest lesið Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Innlent Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Innlent „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Erlent Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Innlent Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Innlent Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Innlent Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð E. coli-sýking á Mánagarði: „Hræðilegt að horfa upp á barnið svona veikt“ „Dæmi um hvernig rafræn skilríki geta verið útilokandi“ Fara með Intuens-málið fyrir dómstóla sem gæti reynst afdrifaríkt Fjölskyldan hrædd og brotin vegna sýkingarinnar á Mánagarði Maðurinn kominn upp úr fljótinu Segir Bjarna ekki hafa ruglast og Pawel fari sjálfur með rangt mál Risa vatnsrennibraut keypt í Þorlákshöfn fyrir 150 milljónir Sjá meira
Vísir greindi frá því í gær að framboð ferðavagna væri af skornum skammti. Það virðist því stefna í stórt ferðasumar á Íslandi. Tjalda.is sem hefur verið leiðandi upplýsingavefur fyrir tjaldsvæði um land allt, hefur nú sameinað krafta sína með Parka.is og býður nú upp á bókunarþjónustu fyrir tjaldsvæði. „Nú eru nokkur tjaldsvæði byrjuð að hólfaskipta svæðunum sínum og bjóða fólki upp á að forbóka og vera þá bara búin að skipuleggja ferðalagið sitt og bóka bara allt fríið sitt á netinu fyrirfram, bara eins og að bóka hótelherbergi,“ segir Arna Haraldsson, markaðsráðgjafi hjá Tjalda.is. „Svolítið íslenskt að æða bara af stað“ Ívar Freyr Sturluson, markaðs- og sölustjóri hjá Tjalda.is segir ákveðna tjaldmenningu ríkja hjá Íslendingum. „Þetta er náttúrlega svolítið íslenskt að bara æða af stað og ekkert planað og ætlast til þess að það sé bara pláss fyrir mann alls staðar.“ „Okkur finnst svolítið bara að við eigum þetta og við megum bara gera það sem við viljum af því við eigum þetta allt saman,“ segir Arna. Þau Arna og Ívar mæla þó með því að fólk bóki pláss á tjaldsvæðum fyrirfram. Síðasta sumar hafi fólk lent í því að mæta á full tjaldsvæði og þurft að koma sér fyrir á bílastæðum. Arna segir Íslendinga skiptast í tvo hópa. „Það eru þeir sem vilja hafa þetta niðurnjörvað og vilja vita hvert þeir eru að fara og að hverju þau ganga. Svo eru það hin sem vilja kannski bara fá að slökkva á heilanum þegar þau fara í frí.“ Hún hvetur fólk þó til þess að kíkja í símann nokkrum klukkustundum áður en lagt er af stað til þess að kanna hvort einhver pláss séu laus. „Frekar en að keyra í einhverju stresskasti með grenjandi krakka og svo bara kemur maður að fullu svæði og allir orðnir svangir.“ Fjörutíu tjaldsvæði forbókanleg í sumar Þau Ívar og Arna segja rafmagn vera helsta áhyggjumálið á tjaldsvæðum í dag, en Ívar segir að slegist sé um það. „Rafmagn er af skornum skammti á þessum svæðum. Það eru kannski tuttugu staurar á svæði sem tekur hundrað gistieiningar. Þannig það er alltaf verið að slást um það. Þannig að núna ertu líka að bóka rafmagnið og taka það frá.“ Bókunarkerfi Tjalda.is var búið til sem eins konar svar við ástandinu sem myndaðist á tjaldsvæðum þegar Covid-19 gekk yfir síðasta sumar. „Þá lentirðu í því að tjaldsvæðin voru með fjöldatakmarkanir. Þannig að þá voru búin til hólf og allt í einu máttirðu bara ekkert troða þér hvar sem er.“ Ívar segir bókunarkerfið því hafa verið búið til af hreinni nauðsyn. Einn sem stendur er hægt að bóka á fjórtán tjaldsvæðum inni á Tjalda.is, en sextán bætast við með útilegukortinu. Þá reiknar Ívar með að forbókanleg tjaldsvæði í kerfinu verði orðin fjörutíu í sumar.
Ferðamennska á Íslandi Ferðalög Tjaldsvæði Tengdar fréttir Hjólhýsasölumenn hafa ekki náð einum EM-leik: „Það bara selst allt“ Ekkert lát er á ferðaþorsta landsmanna sem margir virðast stefna á ferðalög innanlands í sumar. Sala á ferðavögnum hófst strax síðasta haust og hafa þeir selst upp jafnóðum. 23. júní 2021 16:07 Mest lesið Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Innlent Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Innlent „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Erlent Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Innlent Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Innlent Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Innlent Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð E. coli-sýking á Mánagarði: „Hræðilegt að horfa upp á barnið svona veikt“ „Dæmi um hvernig rafræn skilríki geta verið útilokandi“ Fara með Intuens-málið fyrir dómstóla sem gæti reynst afdrifaríkt Fjölskyldan hrædd og brotin vegna sýkingarinnar á Mánagarði Maðurinn kominn upp úr fljótinu Segir Bjarna ekki hafa ruglast og Pawel fari sjálfur með rangt mál Risa vatnsrennibraut keypt í Þorlákshöfn fyrir 150 milljónir Sjá meira
Hjólhýsasölumenn hafa ekki náð einum EM-leik: „Það bara selst allt“ Ekkert lát er á ferðaþorsta landsmanna sem margir virðast stefna á ferðalög innanlands í sumar. Sala á ferðavögnum hófst strax síðasta haust og hafa þeir selst upp jafnóðum. 23. júní 2021 16:07