Mögulega heimskustu stuðningsmenn EM Sindri Sverrisson skrifar 24. júní 2021 16:30 Þessir hressu stuðningsmenn Frakka mættu á leikinn við Ungverjaland í Búdapest, öfugt við sexmenningana sem flugu óvart til Búkarest. Getty/Nick England Sex stuðningsmenn Frakklands hlupu heldur betur á sig þegar þeir hugðust mæta á leik liðsins í riðlakeppninni á EM, gegn Ungverjalandi í Búdapest um helgina. Í stað þess að ferðast til Búdapest, sem er höfuðborg Ungverjalands, flugu sexmenningarnir til Búkarest, höfuðborgar Rúmeníu. Samkvæmt rúmenska miðlinum Jurnalul eru Frakkarnir sex vinnufélagar hjá upplýsingatæknifyrirtæki. Við komuna til Búkarest höfðu þeir ekki enn áttað sig á því að þeir væru í röngu landi. Þeir sáu gulklædda stuðningsmenn á flugvellinum og ákváðu að fylgja þeim eftir til að komast á leikvanginn, til að sjá heimsmeistaraliðið sitt spila. Gulklæddu stuðningsmennirnir voru hins vegar auðvitað ekki stuðningsmenn Ungverjalands, eins og sexmenningarnir héldu, heldur stuðningsmenn Úkraínu sem voru staddir í Búkarest vegna leikja við Norður-Makedóníu og Austurríki. „Okkur datt aldrei í hug að þetta væru Úkraínumenn,“ sagði einn Frakkanna við rúmenska miðilinn Jurnalul. „Ég sé núna að við hefðum ekki getað fattað það. Við kunnum ekki ungversku né heldur úkraínsku eða rússnesku. Þetta eru allt sömu útlendingarnir fyrir okkur,“ bætti hann við. Þurfum að læra meira um Evrópu Í stað þess að aka í tíu klukkustundir til að komast til Búdapest ákváðu Frakkarnir að njóta rúmenskrar menningar. Hver veit nema að þeir verði svo í Búkarest á mánudaginn þegar Frakkar mæta þar Svisslendingum í 16-liða úrslitum? Þegar þeir ræddu við Jurnalul var hins vegar ekki ljóst að Frakkar myndu spila í Búkarest í 16-liða úrslitunum. „Það er eins og að við séum í myndinni Home Alone. Þetta er í fyrsta sinn sem að við ferðumst til þessa hluta Evrópu og ég verð að viðurkenna að fyrir mér þá var, þar til í dag, enginn munur á Búkarest og Búdapest. Við þurfum að læra meira um Evrópu,“ viðurkenndi einn sexmenninganna. EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 er einnig hægt að kaupa stakt á lækkuðu verði frá og með 24. júní á kr. 3.990. EM 2020 í fótbolta Ungverjaland Frakkland Mest lesið Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn „Eigum skilið að finna til“ Enski boltinn Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Handbolti Dagskráin í dag: Lengjubikar kvenna, úrvalsdeildin í keilu og NBA Sport Fleiri fréttir Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn „Eigum skilið að finna til“ Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Hafa ekki enn fagnað sigri eftir jól Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Kom inn á í fyrri háfleik og skoraði í fyrsta sinn í fimm mánuði Arnór Ingvi skoraði tvö mörk í bikarsigri Urðu að ósk Mourinho og kölluðu á útlenskan dómara Ein af þeim sem hefur haldið oftast hreinu í Evrópu Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Sjá meira
Í stað þess að ferðast til Búdapest, sem er höfuðborg Ungverjalands, flugu sexmenningarnir til Búkarest, höfuðborgar Rúmeníu. Samkvæmt rúmenska miðlinum Jurnalul eru Frakkarnir sex vinnufélagar hjá upplýsingatæknifyrirtæki. Við komuna til Búkarest höfðu þeir ekki enn áttað sig á því að þeir væru í röngu landi. Þeir sáu gulklædda stuðningsmenn á flugvellinum og ákváðu að fylgja þeim eftir til að komast á leikvanginn, til að sjá heimsmeistaraliðið sitt spila. Gulklæddu stuðningsmennirnir voru hins vegar auðvitað ekki stuðningsmenn Ungverjalands, eins og sexmenningarnir héldu, heldur stuðningsmenn Úkraínu sem voru staddir í Búkarest vegna leikja við Norður-Makedóníu og Austurríki. „Okkur datt aldrei í hug að þetta væru Úkraínumenn,“ sagði einn Frakkanna við rúmenska miðilinn Jurnalul. „Ég sé núna að við hefðum ekki getað fattað það. Við kunnum ekki ungversku né heldur úkraínsku eða rússnesku. Þetta eru allt sömu útlendingarnir fyrir okkur,“ bætti hann við. Þurfum að læra meira um Evrópu Í stað þess að aka í tíu klukkustundir til að komast til Búdapest ákváðu Frakkarnir að njóta rúmenskrar menningar. Hver veit nema að þeir verði svo í Búkarest á mánudaginn þegar Frakkar mæta þar Svisslendingum í 16-liða úrslitum? Þegar þeir ræddu við Jurnalul var hins vegar ekki ljóst að Frakkar myndu spila í Búkarest í 16-liða úrslitunum. „Það er eins og að við séum í myndinni Home Alone. Þetta er í fyrsta sinn sem að við ferðumst til þessa hluta Evrópu og ég verð að viðurkenna að fyrir mér þá var, þar til í dag, enginn munur á Búkarest og Búdapest. Við þurfum að læra meira um Evrópu,“ viðurkenndi einn sexmenninganna. EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 er einnig hægt að kaupa stakt á lækkuðu verði frá og með 24. júní á kr. 3.990.
EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 er einnig hægt að kaupa stakt á lækkuðu verði frá og með 24. júní á kr. 3.990.
EM 2020 í fótbolta Ungverjaland Frakkland Mest lesið Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn „Eigum skilið að finna til“ Enski boltinn Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Handbolti Dagskráin í dag: Lengjubikar kvenna, úrvalsdeildin í keilu og NBA Sport Fleiri fréttir Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn „Eigum skilið að finna til“ Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Hafa ekki enn fagnað sigri eftir jól Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Kom inn á í fyrri háfleik og skoraði í fyrsta sinn í fimm mánuði Arnór Ingvi skoraði tvö mörk í bikarsigri Urðu að ósk Mourinho og kölluðu á útlenskan dómara Ein af þeim sem hefur haldið oftast hreinu í Evrópu Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Sjá meira