Með hjálm og á hjóli í lokaundirbúningnum fyrir heimsleikana í CrossFit Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. júní 2021 09:00 Anníe Mist Þórisdóttir í fullum skrúða út í íslensku náttúrunni. Instagram/@anniethorisdottir Anníe Mist Þórisdóttir hefur séð ýmislegt á tíu fyrstu heimsleikunum sínum og núna eru elleftu heimsleikar hennar framundan. Hún undirbýr sig meðal annars fyrir heimsleikana út í íslensku náttúrunni Heimsleikarnir hefjast eftir rétt rúmlegan mánuð og því eru næstu vikur mikilvægar í undirbúningi hennar fyrir heimsleikana í Madison. Anníe Mist hefur skiljanlega æft mikið inni hjá sér eða í íþróttasalnum í CrossFit Reykjavík á meðan hún var að koma sér aftur í form eftir að hafa eignast barn í ágúst síðastliðnum. Anníe veit aftur á móti af fyrri reynslu að það gæti verið vona á öllu frá Dave Castro sem ræður ríkjum þegar kemur að því að hanna æfingarnar fyrir heimsleikana. Anníe birti athyglisverða mynd af sér í nýrri færslu þar sem sjá má hana í fullum fjallahjólaskrúða út í íslensku náttúrunni. Anníe ætlar að nýta sér íslenska sumarveðrið til að fara út og undirbúa sig utan íþróttasalsins. „Við eyðum klukkutíma eftir klukkutíma inn í sal til að undirbúa okkur sem best fyrir prófin á heimsleikunum. Þótt ég njóti alveg ferlisins og þjáningarinnar þá er núna runninn upp einn af uppáhaldstímum mínum á árinu,“ skrifaði Anníe Mist. „Núna nýt ég þess að fara út til að undirbúa mig fyrir allt það sem Dave Castro mun mögulega bjóða okkur upp í Madison. Ég er að vonast til þess að þeir komi aftur með hjólið, ekki fyrir brautarhjólreiðar heldur fyrir eina mjög langa hjólakeppni,“ skrifaði Anníe Mist eins og sjá má hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Annie Thorisdottir (@anniethorisdottir) CrossFit Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Fótbolti Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Fleiri fréttir Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Hrasaði viljandi og sló alla út af laginu Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Sagði frá eigin lyfjamisnotkun og er kominn í bann Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Dagskráin í dag: Það er pílan Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Cullen stormaði út af blaðamannafundi White og Littler mætast í 16-manna úrslitum Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Martin og félagar burstuðu botnslaginn Sjá meira
Heimsleikarnir hefjast eftir rétt rúmlegan mánuð og því eru næstu vikur mikilvægar í undirbúningi hennar fyrir heimsleikana í Madison. Anníe Mist hefur skiljanlega æft mikið inni hjá sér eða í íþróttasalnum í CrossFit Reykjavík á meðan hún var að koma sér aftur í form eftir að hafa eignast barn í ágúst síðastliðnum. Anníe veit aftur á móti af fyrri reynslu að það gæti verið vona á öllu frá Dave Castro sem ræður ríkjum þegar kemur að því að hanna æfingarnar fyrir heimsleikana. Anníe birti athyglisverða mynd af sér í nýrri færslu þar sem sjá má hana í fullum fjallahjólaskrúða út í íslensku náttúrunni. Anníe ætlar að nýta sér íslenska sumarveðrið til að fara út og undirbúa sig utan íþróttasalsins. „Við eyðum klukkutíma eftir klukkutíma inn í sal til að undirbúa okkur sem best fyrir prófin á heimsleikunum. Þótt ég njóti alveg ferlisins og þjáningarinnar þá er núna runninn upp einn af uppáhaldstímum mínum á árinu,“ skrifaði Anníe Mist. „Núna nýt ég þess að fara út til að undirbúa mig fyrir allt það sem Dave Castro mun mögulega bjóða okkur upp í Madison. Ég er að vonast til þess að þeir komi aftur með hjólið, ekki fyrir brautarhjólreiðar heldur fyrir eina mjög langa hjólakeppni,“ skrifaði Anníe Mist eins og sjá má hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Annie Thorisdottir (@anniethorisdottir)
CrossFit Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Fótbolti Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Fleiri fréttir Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Hrasaði viljandi og sló alla út af laginu Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Sagði frá eigin lyfjamisnotkun og er kominn í bann Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Dagskráin í dag: Það er pílan Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Cullen stormaði út af blaðamannafundi White og Littler mætast í 16-manna úrslitum Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Martin og félagar burstuðu botnslaginn Sjá meira