Líklegra að ég vinni í lottóinu heldur en að ég fái útskýringar frá dómurunum Andri Már Eggertsson skrifar 23. júní 2021 20:30 Þorvaldur var ansi svekktur með að vera úr leik í bikarnum Vísir/Hulda Margrét Stjarnan datt út á dramatískan hátt þegar KA skoraði sigurmark í uppbótartíma. Boltinn var farinn út af í aðdraganda marksins.Þorvaldur Örlygsson þjálfari Stjörnunnar var myrkur í máli í garð dómarateymi leiksins. „Við skoruðum tvö mörk í fyrri hálfleik sem voru bæði tekinn af okkur. Ég skoðaði þau á myndbandsupptöku og fyrsta markið okkar var löglegt." „Miðað við viðbrögð allra þá var boltinn farinn út af í sigurmarki KA svo það er hægt að segja að dómarar leiksins stjórnuðu úrslitum leiksins," sagði Þorvaldur. Þorvaldur var afar svekktur með dómara kvöldsins og fékk hann engar útskýringar frá þeim eftir leik. „Það er líklegra að ég vinni í lottói um helgina heldur en ég fái útskýringar frá dómurunum, það er betra fyrir mig að taka þátt í lottóinu heldur en að eltast við dómarana." „Það er mikil pressa á dómarana að taka réttar ákvarðanir en þeir verða líka að geta lesið í stöðunni og taka réttar ákvarðanir sérstaklega í stórum atvikum, þetta var sami dómari og dæmdi víti á síðustu mínútunni hérna í fyrra gegn KA." „Við getum lítið gert í þessu núna það er ekkert sem breytir þessu núna, en ég mun taka þátt í lottóinu um helgina ég á séns þar." Þorvaldur var ánægður með hin unga Eggert Aron Guðmundsson sem var í byrjunarliði Stjörnunnar í kvöld. Stjarnan hefur verið á góðu flugi í síðustu leikjum miðað við byrjun liðsins og gæti svona tap haft mikil áhrif á stígandann í liði Stjörnunnar. „Það eru nokkrar mínútur frá því leikurinn kláraðist, ég ætla leyfa mínum mönnum að sofa á þessu. Það er bara næsti leikur og við þurfum að mæta klárir í hann." „Eftir svona leik þarf dómarateymið að líta í eigin barm en þó við líka og næst þurfum við líklega að skora sex mörk til að vinna leikinn," sagði Þorvaldur að lokum. Stjarnan Mjólkurbikarinn Íslenski boltinn Mest lesið Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Fleiri fréttir Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Cullen stormaði út af blaðamannafundi White og Littler mætast í 16-manna úrslitum Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Martin og félagar burstuðu botnslaginn Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Sektaður fyrir að vera í sitthvorum skónum Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Luke Littler grét eftir leik Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Michael Schumacher verður afi Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Versta frumraun í úrvalsdeild? Dagskráin í dag: Áttundi dagur heimsmeistaramótsins Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Sjá meira
„Við skoruðum tvö mörk í fyrri hálfleik sem voru bæði tekinn af okkur. Ég skoðaði þau á myndbandsupptöku og fyrsta markið okkar var löglegt." „Miðað við viðbrögð allra þá var boltinn farinn út af í sigurmarki KA svo það er hægt að segja að dómarar leiksins stjórnuðu úrslitum leiksins," sagði Þorvaldur. Þorvaldur var afar svekktur með dómara kvöldsins og fékk hann engar útskýringar frá þeim eftir leik. „Það er líklegra að ég vinni í lottói um helgina heldur en ég fái útskýringar frá dómurunum, það er betra fyrir mig að taka þátt í lottóinu heldur en að eltast við dómarana." „Það er mikil pressa á dómarana að taka réttar ákvarðanir en þeir verða líka að geta lesið í stöðunni og taka réttar ákvarðanir sérstaklega í stórum atvikum, þetta var sami dómari og dæmdi víti á síðustu mínútunni hérna í fyrra gegn KA." „Við getum lítið gert í þessu núna það er ekkert sem breytir þessu núna, en ég mun taka þátt í lottóinu um helgina ég á séns þar." Þorvaldur var ánægður með hin unga Eggert Aron Guðmundsson sem var í byrjunarliði Stjörnunnar í kvöld. Stjarnan hefur verið á góðu flugi í síðustu leikjum miðað við byrjun liðsins og gæti svona tap haft mikil áhrif á stígandann í liði Stjörnunnar. „Það eru nokkrar mínútur frá því leikurinn kláraðist, ég ætla leyfa mínum mönnum að sofa á þessu. Það er bara næsti leikur og við þurfum að mæta klárir í hann." „Eftir svona leik þarf dómarateymið að líta í eigin barm en þó við líka og næst þurfum við líklega að skora sex mörk til að vinna leikinn," sagði Þorvaldur að lokum.
Stjarnan Mjólkurbikarinn Íslenski boltinn Mest lesið Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Fleiri fréttir Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Cullen stormaði út af blaðamannafundi White og Littler mætast í 16-manna úrslitum Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Martin og félagar burstuðu botnslaginn Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Sektaður fyrir að vera í sitthvorum skónum Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Luke Littler grét eftir leik Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Michael Schumacher verður afi Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Versta frumraun í úrvalsdeild? Dagskráin í dag: Áttundi dagur heimsmeistaramótsins Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Sjá meira