Fótbolti

Sjáðu skelfilegt klúður Dúbravka: Sló boltann í eigið mark þegar allt var undir

Sindri Sverrisson skrifar
Martin Dubravka sló boltann óvart í eigið mark og kom Spáni yfir.
Martin Dubravka sló boltann óvart í eigið mark og kom Spáni yfir. Getty/Jose Manuel Vidal

Spánverjum hefur gengið illa að skora á Evrópumótinu í fótbolta en þeir fengu óvænta aðstoð frá Martin Dúbravka í leiknum við Slóvakíu í dag. Markvörðurinn skoraði afskaplega slysalegt sjálfsmark.

Dúbravka, sem er markvörður enska úrvalsdeildarliðsins Newcastle, varði vel vítaspyrnu frá Alvaro Morata snemma leiks. Hann breyttist hins vegar úr hetju í skúrk þegar hann kom Spáni yfir með skelfilegu sjálfsmarki sem sjá má hér að neðan:

Klippa: Sjálfsmark Dubravka

Leikurinn er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2 og stendur enn yfir þegar þetta er skrifað.

Dúbravka skoraði sjálfsmarkið eftir að Pablo Sarabia, leikmaður PSG, átti skot í þverslána. Boltinn fór hátt upp í loftið og var á leið niður alveg við mark Slóvaka þegar Dúbravka reyndi að slá hann yfir markið. Þess í stað sló hann boltann inn, hugsanlega með sólina í augunum.

Staðan í hálfleik er 2-0 þar sem að Aymeric Laporte skoraði glæsilegt skallamark rétt fyrir hlé. Spánverjar eru því á leið í 16-liða úrslit eins og staðan er núna en Slóvakía gæti fallið úr keppni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×