Hörður Axel ræddi atvikið þegar hann skemmdi tölvuna hans Rikka G Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. júní 2021 11:32 Hörður Axel Vilhjálmsson sést hér ræða málin í Domino's Körfuboltakvöldi í gær. Skjámynd/S2 Sport Hörður Axel Vilhjálmsson, fyrirliði Keflavíkur, mætti ekkert syngjandi glaður á háborðið í Domino's Körfuboltakvöldi eftir sigur Keflvíkinga í gær. Góður sigur en Keflavík en ennþá undir í einvíginu. Hörður Axel og félagar urðu að vinna þriðja leikinn í gær því annars væri tímabilið búið. Þeir svöruðu þeirri pressu með fjórtán stiga sigri þar sem Hörður var með 11 stig og 9 stoðsendingar. Benedikt Guðmundsson skaut aðeins á Hörð Axel þegar var mjög rólegur og yfirvegaður eftir fyrstu spurningu Kjartans Atla. „Ekki alveg missa þig í gleðinni,“ sagði Benedikt léttur og fékk að launum fyrsta brostið frá Herði. „Við erum ennþá 2-1 undir og það er ekkert til að vera hoppandi kátur yfir eins og er. Við keyptum okkur líflínu í dag að fá að spila á föstudaginn líka. Það er léttir,“ sagði Hörður Axel. Klippa: Dominos Körfuboltakvöld: Hörður Axel ræðir leik þrjú Keflavík vann átján leiki í röð og fyrstu sex leikina í úrslitakeppninni en var síðan allt í einu komið 2-0 undir í úrslitareinvíginu. „Það hlýtur að vera pínu áskorun, hafandi spilað jafnvel og þið gerðuð og verið jafn smurð sóknar- og varnarvél eins og þið hafið verið, að fá þetta högg að tapa tveimur leikjum í röð. Þið hljótið að hafa farið djúpt ó skotgrafirnar,“ spurði Kjartan Atli Kjartansson. „Já algjörlega. Það er ástæðan fyrir því af hverju við vorum hálfvankaðir ennþá í leik tvö. Við unnum átján leiki í röð og svo ertu sleginn svona fast niður. Við náðum ekki að jafna okkur á því fyrr en núna fannst mér þegar við spilum mestmegnis okkar leik,“ sagði Hörður Axel. Hörður Axel fór yfir leik Keflavíkurliðsins, hvað breyttist milli frá leik eitt og tvö og hverjir voru að skila til liðsins í sigrinum í gær. Hann ræddi líka atvik frá því fyrri hálfleiknum. Rikki G, sem var að lýsa leiknum á Stöð 2 Sport, sendi Herði góða kveðju þegar hann var í viðtalinu. Hún var þó ekki rafræn því tölvan hans Rikka G er úti eftir sendingu frá Herði Axel í leiknum. Hörður Axel var þó fljótur að benda á það að þetta var Calvin Burks Jr. að kenna sem átti að vera kominn upp samkvæmt leikkerfinu sem var í gangi. Leikstjórnandanum var þó ekki alveg sama þegar hann áttaði sig á því að hann hefði skemmt tölvuna hans Ríkharð Guðnasonar. Það má sjá allt viðtalið við Hörð Axel og atvikið þegar hann skemmdi tölvu Rikka G í myndbandinu hér fyrir ofan. Dominos-deild karla Keflavík ÍF Körfuboltakvöld Þór Þorlákshöfn Mest lesið Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Sport Aron Sig nýr fyrirliði KR Íslenski boltinn Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Körfubolti Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Íslenski boltinn Fleiri fréttir Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Tryggvi Snær skilaði sínu þegar Bilbao komst áfram Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Allt sem þú þarft að vita um stærstu skipti síðari ára Álftnesingar sóttu stóra skyttu Tekur Pavel við Keflavík? Að frumkvæði Péturs sem leiðir hans og Keflavíkur skildu Fógetinn farinn frá Hlíðarenda Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Passar inn í framtíðarsýn og menningu Dallas að losa sig við Luka Körfuboltakvöld: Tilþrif 16. umferðar Pétur stígur til hliðar hjá Keflavík „Vita allir að þetta er ömurlegt trade fyrir Dallas“ Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Keflavík bætti Callum Lawson við á síðustu stundu Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Uppgjörið: Haukar - Þór Þorl. 99-100 | Fyrsti útisigur Þórs í þrjá mánuði Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 82-90 | Tindastóll tyllti sér á toppinn Tryggvi og félagar aftur á sigurbraut Deildarmeistaratitillinn undir í kvöld: Dagur Sig á skjá og Dúllubar opinn Martin í fjórða sæti í stoðsendingum í EuroLeague Gefur Los Angeles Lakers A í einkunn en Dallas fær falleinkunn Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Grátlegt tap í framlengdum leik Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Sjá meira
Hörður Axel og félagar urðu að vinna þriðja leikinn í gær því annars væri tímabilið búið. Þeir svöruðu þeirri pressu með fjórtán stiga sigri þar sem Hörður var með 11 stig og 9 stoðsendingar. Benedikt Guðmundsson skaut aðeins á Hörð Axel þegar var mjög rólegur og yfirvegaður eftir fyrstu spurningu Kjartans Atla. „Ekki alveg missa þig í gleðinni,“ sagði Benedikt léttur og fékk að launum fyrsta brostið frá Herði. „Við erum ennþá 2-1 undir og það er ekkert til að vera hoppandi kátur yfir eins og er. Við keyptum okkur líflínu í dag að fá að spila á föstudaginn líka. Það er léttir,“ sagði Hörður Axel. Klippa: Dominos Körfuboltakvöld: Hörður Axel ræðir leik þrjú Keflavík vann átján leiki í röð og fyrstu sex leikina í úrslitakeppninni en var síðan allt í einu komið 2-0 undir í úrslitareinvíginu. „Það hlýtur að vera pínu áskorun, hafandi spilað jafnvel og þið gerðuð og verið jafn smurð sóknar- og varnarvél eins og þið hafið verið, að fá þetta högg að tapa tveimur leikjum í röð. Þið hljótið að hafa farið djúpt ó skotgrafirnar,“ spurði Kjartan Atli Kjartansson. „Já algjörlega. Það er ástæðan fyrir því af hverju við vorum hálfvankaðir ennþá í leik tvö. Við unnum átján leiki í röð og svo ertu sleginn svona fast niður. Við náðum ekki að jafna okkur á því fyrr en núna fannst mér þegar við spilum mestmegnis okkar leik,“ sagði Hörður Axel. Hörður Axel fór yfir leik Keflavíkurliðsins, hvað breyttist milli frá leik eitt og tvö og hverjir voru að skila til liðsins í sigrinum í gær. Hann ræddi líka atvik frá því fyrri hálfleiknum. Rikki G, sem var að lýsa leiknum á Stöð 2 Sport, sendi Herði góða kveðju þegar hann var í viðtalinu. Hún var þó ekki rafræn því tölvan hans Rikka G er úti eftir sendingu frá Herði Axel í leiknum. Hörður Axel var þó fljótur að benda á það að þetta var Calvin Burks Jr. að kenna sem átti að vera kominn upp samkvæmt leikkerfinu sem var í gangi. Leikstjórnandanum var þó ekki alveg sama þegar hann áttaði sig á því að hann hefði skemmt tölvuna hans Ríkharð Guðnasonar. Það má sjá allt viðtalið við Hörð Axel og atvikið þegar hann skemmdi tölvu Rikka G í myndbandinu hér fyrir ofan.
Dominos-deild karla Keflavík ÍF Körfuboltakvöld Þór Þorlákshöfn Mest lesið Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Sport Aron Sig nýr fyrirliði KR Íslenski boltinn Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Körfubolti Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Íslenski boltinn Fleiri fréttir Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Tryggvi Snær skilaði sínu þegar Bilbao komst áfram Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Allt sem þú þarft að vita um stærstu skipti síðari ára Álftnesingar sóttu stóra skyttu Tekur Pavel við Keflavík? Að frumkvæði Péturs sem leiðir hans og Keflavíkur skildu Fógetinn farinn frá Hlíðarenda Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Passar inn í framtíðarsýn og menningu Dallas að losa sig við Luka Körfuboltakvöld: Tilþrif 16. umferðar Pétur stígur til hliðar hjá Keflavík „Vita allir að þetta er ömurlegt trade fyrir Dallas“ Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Keflavík bætti Callum Lawson við á síðustu stundu Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Uppgjörið: Haukar - Þór Þorl. 99-100 | Fyrsti útisigur Þórs í þrjá mánuði Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 82-90 | Tindastóll tyllti sér á toppinn Tryggvi og félagar aftur á sigurbraut Deildarmeistaratitillinn undir í kvöld: Dagur Sig á skjá og Dúllubar opinn Martin í fjórða sæti í stoðsendingum í EuroLeague Gefur Los Angeles Lakers A í einkunn en Dallas fær falleinkunn Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Grátlegt tap í framlengdum leik Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Sjá meira