Tækifæri kerfisins Sara Dögg Svanhildardóttir skrifar 23. júní 2021 07:30 Þegar tækifærin eru bundin við ákvarðanir kerfisins og eru hluti af kerfinu er mikilvægt að staldra við, rýna til gagns í þágu þeirra sem tækifærin eru ætluð. Endurmeta með það að markmiði að skapa nýjar leiðir með nýjum áætlunum. Samræma aðgerðir í takt við samfélagslegar breytingar. Ganga í takt við tímann. Ungt fólk með skerta starfsgetu er hópur einstaklinga sem getur ekki treyst á annað en kerfið sjálft. Að kerfið sjálft sé traustsins vert. Að þar sé verið að styðja við, bæta og þróa tækifæri sem samræmast samtímanum, samfélagsanda hvers tíma í þeirra þágu. Með bætt lífsgæði þeirra að leiðarljósi. Að hafa slíkt vald að skapa kerfi fylgir mikil ábyrgð sem ber að taka mjög alvarlega. Við sem sækjumst eftir því að starfa við það að vera kerfið eða hafa áhrif á það megum aldrei gleyma í þágu hverra kerfi eru. Atvinnu- og menntatækifæri ungs fólks með skerta starfsgetu standa og falla með kerfum. Kerfum sem búin er til af fólki sem velur sér þann starfsvettvang. Að vera kerfið eða hafa áhrif à það. Því skiptir máli að við stöndum þessa vakt. Tækifæri ungs fólks með skerta starfsgetu eru langt því frá að vera ásættanleg, hvort sem litið er til fjölbreytileika þeirra eða innihalds. Því miður. Kerfi liðins tíma Kerfið okkar í dag byggir meira og minna á virkniúrræðum í bland við vinnuúærræði. Virkniúrræði sem skapa engar tekjur fyrir þá sem virknina sækja og vinnuúrræði sem bjóða upp á einhver lágmarkslaun. Allt eru þetta úrræði sem sveitarfélög sameinast um að bjóða upp á. Úrræði sem stýrt er af sjálfseignastofnunum. Úrræði sem sett eru á laggirnar til þess að reyna eftir fremsta megni að bjóða upp á virkni fyrir hóp sem skilinn er eftir af samfélaginu. Ekki gert ráð fyrir í stóru myndinni. Myndinni sem við hin tilheyrum og njótum. Myndinni sem er stútfull af alls konar tækifærum fyrir okkur hin. Atvinnutækifæri og menntunartækifæri og allt hið sjálfsagðasta mál og mikilvægt fyrir samfélög til þess að þroskast og þróast. Okkur öll. Ábyrgðin er okkar Þessu er hægt að breyta. Og þessu verðum við að fara að breyta. Við sem kjósum að vera kerfið eða hafa áhrif á það höfum öll heimsins tækifæri til að einmitt breyta og lagfæra skekkjuna sem við höfum byggt og tryggt svo rækilega. Hið opinbera og ekki síst sveitarfélögin hafa hér valdið. Valdið til að knýja fram breytingar á kerfi sem þau sjálf halda uppi með því að kaupa pláss inn í þau sérhæfðu úrræði sem bjóðast sem stíla meira inn á virkni en vinnu. Úrræði sem í sjálfu sér einangra frekar en að sameina okkur sem manneskjur. Okkur hefur því miður ekki tekist að halda í horfið og umbreyta kerfi síns tíma. Kerfi sem gekk í takt við tímann sem var en er ekki lengur. Samfélagsleg ábyrgð Ungt fólk með skerta starfsgetu vill vera þátttakendur í samfélaginu vera fullgildir einstaklingar í atvinnulífinu eins og við öll og gæða samfélagið okkar lífi með tilvist sinni. Geta bætt við færni sína, menntað sig út frá eigin forsendum og halda þannig áfram að efla færni sína á öllum sviðum og bæta lífsgæðin um leið í stað þess að vera tekin út fyrir sviga inn í kerfi sem var. Hefjum samvinnu sveitarfélaga og atvinnulífs nýtum þau tæki og tól sem við höfum og veljum leiðarljós til framfara líkt og 17 heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna gera sem fjalla um samvinnu allra og að skilja engan eftir. Samvinnu um að sameinast um betra samfélag fyrir alla. Samvinnu þvert á stjórnsýslustig. Þvert á hið opinbera og atvinnulíf. Höfundur er verkefnastjóri samhæfingar atvinnu- og menntunartækifæra hjá Þroskahjálp. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sara Dögg Svanhildardóttir Mest lesið Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein Skoðun Skoðun Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson skrifar Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Eitt heimili, ein fjölskylda og ein heilsa Pétur Heimisson skrifar Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson skrifar Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Sjá meira
Þegar tækifærin eru bundin við ákvarðanir kerfisins og eru hluti af kerfinu er mikilvægt að staldra við, rýna til gagns í þágu þeirra sem tækifærin eru ætluð. Endurmeta með það að markmiði að skapa nýjar leiðir með nýjum áætlunum. Samræma aðgerðir í takt við samfélagslegar breytingar. Ganga í takt við tímann. Ungt fólk með skerta starfsgetu er hópur einstaklinga sem getur ekki treyst á annað en kerfið sjálft. Að kerfið sjálft sé traustsins vert. Að þar sé verið að styðja við, bæta og þróa tækifæri sem samræmast samtímanum, samfélagsanda hvers tíma í þeirra þágu. Með bætt lífsgæði þeirra að leiðarljósi. Að hafa slíkt vald að skapa kerfi fylgir mikil ábyrgð sem ber að taka mjög alvarlega. Við sem sækjumst eftir því að starfa við það að vera kerfið eða hafa áhrif á það megum aldrei gleyma í þágu hverra kerfi eru. Atvinnu- og menntatækifæri ungs fólks með skerta starfsgetu standa og falla með kerfum. Kerfum sem búin er til af fólki sem velur sér þann starfsvettvang. Að vera kerfið eða hafa áhrif à það. Því skiptir máli að við stöndum þessa vakt. Tækifæri ungs fólks með skerta starfsgetu eru langt því frá að vera ásættanleg, hvort sem litið er til fjölbreytileika þeirra eða innihalds. Því miður. Kerfi liðins tíma Kerfið okkar í dag byggir meira og minna á virkniúrræðum í bland við vinnuúærræði. Virkniúrræði sem skapa engar tekjur fyrir þá sem virknina sækja og vinnuúrræði sem bjóða upp á einhver lágmarkslaun. Allt eru þetta úrræði sem sveitarfélög sameinast um að bjóða upp á. Úrræði sem stýrt er af sjálfseignastofnunum. Úrræði sem sett eru á laggirnar til þess að reyna eftir fremsta megni að bjóða upp á virkni fyrir hóp sem skilinn er eftir af samfélaginu. Ekki gert ráð fyrir í stóru myndinni. Myndinni sem við hin tilheyrum og njótum. Myndinni sem er stútfull af alls konar tækifærum fyrir okkur hin. Atvinnutækifæri og menntunartækifæri og allt hið sjálfsagðasta mál og mikilvægt fyrir samfélög til þess að þroskast og þróast. Okkur öll. Ábyrgðin er okkar Þessu er hægt að breyta. Og þessu verðum við að fara að breyta. Við sem kjósum að vera kerfið eða hafa áhrif á það höfum öll heimsins tækifæri til að einmitt breyta og lagfæra skekkjuna sem við höfum byggt og tryggt svo rækilega. Hið opinbera og ekki síst sveitarfélögin hafa hér valdið. Valdið til að knýja fram breytingar á kerfi sem þau sjálf halda uppi með því að kaupa pláss inn í þau sérhæfðu úrræði sem bjóðast sem stíla meira inn á virkni en vinnu. Úrræði sem í sjálfu sér einangra frekar en að sameina okkur sem manneskjur. Okkur hefur því miður ekki tekist að halda í horfið og umbreyta kerfi síns tíma. Kerfi sem gekk í takt við tímann sem var en er ekki lengur. Samfélagsleg ábyrgð Ungt fólk með skerta starfsgetu vill vera þátttakendur í samfélaginu vera fullgildir einstaklingar í atvinnulífinu eins og við öll og gæða samfélagið okkar lífi með tilvist sinni. Geta bætt við færni sína, menntað sig út frá eigin forsendum og halda þannig áfram að efla færni sína á öllum sviðum og bæta lífsgæðin um leið í stað þess að vera tekin út fyrir sviga inn í kerfi sem var. Hefjum samvinnu sveitarfélaga og atvinnulífs nýtum þau tæki og tól sem við höfum og veljum leiðarljós til framfara líkt og 17 heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna gera sem fjalla um samvinnu allra og að skilja engan eftir. Samvinnu um að sameinast um betra samfélag fyrir alla. Samvinnu þvert á stjórnsýslustig. Þvert á hið opinbera og atvinnulíf. Höfundur er verkefnastjóri samhæfingar atvinnu- og menntunartækifæra hjá Þroskahjálp.
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun