Tækifæri kerfisins Sara Dögg Svanhildardóttir skrifar 23. júní 2021 07:30 Þegar tækifærin eru bundin við ákvarðanir kerfisins og eru hluti af kerfinu er mikilvægt að staldra við, rýna til gagns í þágu þeirra sem tækifærin eru ætluð. Endurmeta með það að markmiði að skapa nýjar leiðir með nýjum áætlunum. Samræma aðgerðir í takt við samfélagslegar breytingar. Ganga í takt við tímann. Ungt fólk með skerta starfsgetu er hópur einstaklinga sem getur ekki treyst á annað en kerfið sjálft. Að kerfið sjálft sé traustsins vert. Að þar sé verið að styðja við, bæta og þróa tækifæri sem samræmast samtímanum, samfélagsanda hvers tíma í þeirra þágu. Með bætt lífsgæði þeirra að leiðarljósi. Að hafa slíkt vald að skapa kerfi fylgir mikil ábyrgð sem ber að taka mjög alvarlega. Við sem sækjumst eftir því að starfa við það að vera kerfið eða hafa áhrif á það megum aldrei gleyma í þágu hverra kerfi eru. Atvinnu- og menntatækifæri ungs fólks með skerta starfsgetu standa og falla með kerfum. Kerfum sem búin er til af fólki sem velur sér þann starfsvettvang. Að vera kerfið eða hafa áhrif à það. Því skiptir máli að við stöndum þessa vakt. Tækifæri ungs fólks með skerta starfsgetu eru langt því frá að vera ásættanleg, hvort sem litið er til fjölbreytileika þeirra eða innihalds. Því miður. Kerfi liðins tíma Kerfið okkar í dag byggir meira og minna á virkniúrræðum í bland við vinnuúærræði. Virkniúrræði sem skapa engar tekjur fyrir þá sem virknina sækja og vinnuúrræði sem bjóða upp á einhver lágmarkslaun. Allt eru þetta úrræði sem sveitarfélög sameinast um að bjóða upp á. Úrræði sem stýrt er af sjálfseignastofnunum. Úrræði sem sett eru á laggirnar til þess að reyna eftir fremsta megni að bjóða upp á virkni fyrir hóp sem skilinn er eftir af samfélaginu. Ekki gert ráð fyrir í stóru myndinni. Myndinni sem við hin tilheyrum og njótum. Myndinni sem er stútfull af alls konar tækifærum fyrir okkur hin. Atvinnutækifæri og menntunartækifæri og allt hið sjálfsagðasta mál og mikilvægt fyrir samfélög til þess að þroskast og þróast. Okkur öll. Ábyrgðin er okkar Þessu er hægt að breyta. Og þessu verðum við að fara að breyta. Við sem kjósum að vera kerfið eða hafa áhrif á það höfum öll heimsins tækifæri til að einmitt breyta og lagfæra skekkjuna sem við höfum byggt og tryggt svo rækilega. Hið opinbera og ekki síst sveitarfélögin hafa hér valdið. Valdið til að knýja fram breytingar á kerfi sem þau sjálf halda uppi með því að kaupa pláss inn í þau sérhæfðu úrræði sem bjóðast sem stíla meira inn á virkni en vinnu. Úrræði sem í sjálfu sér einangra frekar en að sameina okkur sem manneskjur. Okkur hefur því miður ekki tekist að halda í horfið og umbreyta kerfi síns tíma. Kerfi sem gekk í takt við tímann sem var en er ekki lengur. Samfélagsleg ábyrgð Ungt fólk með skerta starfsgetu vill vera þátttakendur í samfélaginu vera fullgildir einstaklingar í atvinnulífinu eins og við öll og gæða samfélagið okkar lífi með tilvist sinni. Geta bætt við færni sína, menntað sig út frá eigin forsendum og halda þannig áfram að efla færni sína á öllum sviðum og bæta lífsgæðin um leið í stað þess að vera tekin út fyrir sviga inn í kerfi sem var. Hefjum samvinnu sveitarfélaga og atvinnulífs nýtum þau tæki og tól sem við höfum og veljum leiðarljós til framfara líkt og 17 heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna gera sem fjalla um samvinnu allra og að skilja engan eftir. Samvinnu um að sameinast um betra samfélag fyrir alla. Samvinnu þvert á stjórnsýslustig. Þvert á hið opinbera og atvinnulíf. Höfundur er verkefnastjóri samhæfingar atvinnu- og menntunartækifæra hjá Þroskahjálp. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sara Dögg Svanhildardóttir Mest lesið Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Tímamót Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Þarf alltaf að vera svín? Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun III Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmalaust mál Sigursteinn Másson skrifar Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason skrifar Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Tækifæri gervigreindar í menntun Páll Ásgeir Torfason skrifar Skoðun Sjálfstæð hugsun á tímum gervigreindar Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar er í einkarekstri Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Er lítil samkeppni á fjármálamarkaði? Gústaf Steingrímsson skrifar Sjá meira
Þegar tækifærin eru bundin við ákvarðanir kerfisins og eru hluti af kerfinu er mikilvægt að staldra við, rýna til gagns í þágu þeirra sem tækifærin eru ætluð. Endurmeta með það að markmiði að skapa nýjar leiðir með nýjum áætlunum. Samræma aðgerðir í takt við samfélagslegar breytingar. Ganga í takt við tímann. Ungt fólk með skerta starfsgetu er hópur einstaklinga sem getur ekki treyst á annað en kerfið sjálft. Að kerfið sjálft sé traustsins vert. Að þar sé verið að styðja við, bæta og þróa tækifæri sem samræmast samtímanum, samfélagsanda hvers tíma í þeirra þágu. Með bætt lífsgæði þeirra að leiðarljósi. Að hafa slíkt vald að skapa kerfi fylgir mikil ábyrgð sem ber að taka mjög alvarlega. Við sem sækjumst eftir því að starfa við það að vera kerfið eða hafa áhrif á það megum aldrei gleyma í þágu hverra kerfi eru. Atvinnu- og menntatækifæri ungs fólks með skerta starfsgetu standa og falla með kerfum. Kerfum sem búin er til af fólki sem velur sér þann starfsvettvang. Að vera kerfið eða hafa áhrif à það. Því skiptir máli að við stöndum þessa vakt. Tækifæri ungs fólks með skerta starfsgetu eru langt því frá að vera ásættanleg, hvort sem litið er til fjölbreytileika þeirra eða innihalds. Því miður. Kerfi liðins tíma Kerfið okkar í dag byggir meira og minna á virkniúrræðum í bland við vinnuúærræði. Virkniúrræði sem skapa engar tekjur fyrir þá sem virknina sækja og vinnuúrræði sem bjóða upp á einhver lágmarkslaun. Allt eru þetta úrræði sem sveitarfélög sameinast um að bjóða upp á. Úrræði sem stýrt er af sjálfseignastofnunum. Úrræði sem sett eru á laggirnar til þess að reyna eftir fremsta megni að bjóða upp á virkni fyrir hóp sem skilinn er eftir af samfélaginu. Ekki gert ráð fyrir í stóru myndinni. Myndinni sem við hin tilheyrum og njótum. Myndinni sem er stútfull af alls konar tækifærum fyrir okkur hin. Atvinnutækifæri og menntunartækifæri og allt hið sjálfsagðasta mál og mikilvægt fyrir samfélög til þess að þroskast og þróast. Okkur öll. Ábyrgðin er okkar Þessu er hægt að breyta. Og þessu verðum við að fara að breyta. Við sem kjósum að vera kerfið eða hafa áhrif á það höfum öll heimsins tækifæri til að einmitt breyta og lagfæra skekkjuna sem við höfum byggt og tryggt svo rækilega. Hið opinbera og ekki síst sveitarfélögin hafa hér valdið. Valdið til að knýja fram breytingar á kerfi sem þau sjálf halda uppi með því að kaupa pláss inn í þau sérhæfðu úrræði sem bjóðast sem stíla meira inn á virkni en vinnu. Úrræði sem í sjálfu sér einangra frekar en að sameina okkur sem manneskjur. Okkur hefur því miður ekki tekist að halda í horfið og umbreyta kerfi síns tíma. Kerfi sem gekk í takt við tímann sem var en er ekki lengur. Samfélagsleg ábyrgð Ungt fólk með skerta starfsgetu vill vera þátttakendur í samfélaginu vera fullgildir einstaklingar í atvinnulífinu eins og við öll og gæða samfélagið okkar lífi með tilvist sinni. Geta bætt við færni sína, menntað sig út frá eigin forsendum og halda þannig áfram að efla færni sína á öllum sviðum og bæta lífsgæðin um leið í stað þess að vera tekin út fyrir sviga inn í kerfi sem var. Hefjum samvinnu sveitarfélaga og atvinnulífs nýtum þau tæki og tól sem við höfum og veljum leiðarljós til framfara líkt og 17 heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna gera sem fjalla um samvinnu allra og að skilja engan eftir. Samvinnu um að sameinast um betra samfélag fyrir alla. Samvinnu þvert á stjórnsýslustig. Þvert á hið opinbera og atvinnulíf. Höfundur er verkefnastjóri samhæfingar atvinnu- og menntunartækifæra hjá Þroskahjálp.
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar