Fótbolti

Sjáðu mörkin úr leikjum gærdagsins á EM

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Raheem Sterling skoraði eina mark leiksins þegar Englendingar tryggðu sér toppsæti D-riðils með sigri gegn Tékkum.
Raheem Sterling skoraði eina mark leiksins þegar Englendingar tryggðu sér toppsæti D-riðils með sigri gegn Tékkum. getty/Laurence Griffiths

Fimm mörk voru skoruð í leikjunum tveim á EM í gær. Raheem Sterling skoraði eina mark Englendinga sem unnu 1-0 sigur gegn Tékkum og tryggðu sér toppsæti D-riðils. Króatar unnu 3-1 sigur gegn Skotum og eru komnir áfram ásamt Englendingum og Tékkum.

Eina mark leiksins kom strax á 12.mínútu þegar Englendingar mættu Tékkum. Jack Grealish fann þá Raheem Sterling með hnitmiðaðri fyrirgjöf og þetta eina mark tryggði Englendingum toppsæti D-riðils.

Nikola Vlasic kom Króötum yfir á 17.mínútu áður en Callum McGregor jafnaði metin stuttu fyrir hálfleik.

Luka Modric kom Króötum yfir á nýjan leik á 62.mínútu með stórglæsilegu marki.

Ivan Perisic tryggði svo sæti Króata í 16-liða úrslitum með góðu skallamarki á 77.mínútu eftir stoðsendingu frá Luka Modric.

Markasyrpuna má sjá í spilaranum hér að neðan.

Klippa: Markasyrpa 22.6

EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×