Orri: Við náum að sýna smá karakter og landa þessum sigri en hann var mjög ljótur Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 22. júní 2021 21:08 Orri Freyr segir að sigurinn í dag hafi ekki verið fallegur. Þór Akureyri Þór sló Grindavík út úr Mjólkurbikarnum með 2-1 sigri á Salt-Pay vellinum á Akureyri í dag. Jakob Snær Árnason og Alvaro Montejo komu Þórsurum í 2-0 áður en Mirza Hasercic minnkaði muninn. Orri Freyr Hjaltalín, þjálfari Þórs, var sáttur með að vera kominn áfram í næstu umferð en fannst leikurinn sjálfur ekki upp á marga fiska. „Þetta var náttúrulega bara barningur frá fyrstu mínútu til síðustu. Aðstæðurnar voru krefjandi en við náum að sýna smá karakter og landa þessum sigri en hann var mjög ljótur, en sigur er sigur og við erum komnir áfram sem er bara flott.” Völlurinn er ekki mjög góðu ásigkomulagi og gat Orri því skilið að fótboltinn sem slíkur hafi ekki verið frábær hjá báðum liðum í dag. „Nei nei völlurinn bara hreinlega býður eiginlega ekki upp á neinn Brasilíu bolta því miður. Hann lítur ágætlega út úr stúkunni en er mjög slæmur þegar inn á hann er komið. Mér fannst bæði lið vera reyna að spila eftir grasinu en það gekk bara mjög illa hjá báðum liðum.” „Það er ekkert gaman að íþróttum nema að það sé harka í þeim, fullorðnir menn eiga að takast á bara og það var bara flott, ég bjóst ekki við neinu öðru, þeir eru með mjög flott lið og eru í toppbaráttunni í deildinni okkar og það er góð ástæða fyrir því. Þeir eru vel mannaðir og með mjög marga öfluga leikmenn”, sagði Orri þegar hann var spurður út í hörkuna sem myndaðist á milli liðanna inni á vellinum. Orri tók undir það að sigurinn í kvöld geti gefið liðinu aukna trú á komandi leikjum í deildinni þar sem árangurinn hefur ekki verið nægilega góður hingað til. „Já klárlega sko, það er alltaf miklu skemmtirlegra þegar maður vinnur heldur en þegar maður tapar og þegar þú nærð að tengja nokkra leiki í röð án sigurs verður stemmingin í klefanum aðeins daprari fyrir vikið. Ég heyrði að þeir fögnuðu vel áðan og vonandi er þetta eitthvað sem þeir geta nýtt sér í framhaldinu.” Mjólkurbikarinn er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Mjólkurbikarinn er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Mjólkurbikarinn Þór Akureyri Mest lesið Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Handbolti Fleiri fréttir Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Elías skoraði og Stefán lagði upp Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Sara Björk lagði upp í stórsigri Vigdís Lilja seld til Anderlecht Þjálfari fékk þriggja leikja bann fyrir að sparka í James Rodríguez KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð Orri og Elías í einvígi um að mæta ensku stórliði Tveir íslenskir Nökkvar í Rotterdam Sjá meira
Orri Freyr Hjaltalín, þjálfari Þórs, var sáttur með að vera kominn áfram í næstu umferð en fannst leikurinn sjálfur ekki upp á marga fiska. „Þetta var náttúrulega bara barningur frá fyrstu mínútu til síðustu. Aðstæðurnar voru krefjandi en við náum að sýna smá karakter og landa þessum sigri en hann var mjög ljótur, en sigur er sigur og við erum komnir áfram sem er bara flott.” Völlurinn er ekki mjög góðu ásigkomulagi og gat Orri því skilið að fótboltinn sem slíkur hafi ekki verið frábær hjá báðum liðum í dag. „Nei nei völlurinn bara hreinlega býður eiginlega ekki upp á neinn Brasilíu bolta því miður. Hann lítur ágætlega út úr stúkunni en er mjög slæmur þegar inn á hann er komið. Mér fannst bæði lið vera reyna að spila eftir grasinu en það gekk bara mjög illa hjá báðum liðum.” „Það er ekkert gaman að íþróttum nema að það sé harka í þeim, fullorðnir menn eiga að takast á bara og það var bara flott, ég bjóst ekki við neinu öðru, þeir eru með mjög flott lið og eru í toppbaráttunni í deildinni okkar og það er góð ástæða fyrir því. Þeir eru vel mannaðir og með mjög marga öfluga leikmenn”, sagði Orri þegar hann var spurður út í hörkuna sem myndaðist á milli liðanna inni á vellinum. Orri tók undir það að sigurinn í kvöld geti gefið liðinu aukna trú á komandi leikjum í deildinni þar sem árangurinn hefur ekki verið nægilega góður hingað til. „Já klárlega sko, það er alltaf miklu skemmtirlegra þegar maður vinnur heldur en þegar maður tapar og þegar þú nærð að tengja nokkra leiki í röð án sigurs verður stemmingin í klefanum aðeins daprari fyrir vikið. Ég heyrði að þeir fögnuðu vel áðan og vonandi er þetta eitthvað sem þeir geta nýtt sér í framhaldinu.” Mjólkurbikarinn er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Mjólkurbikarinn er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Mjólkurbikarinn er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Mjólkurbikarinn er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Mjólkurbikarinn Þór Akureyri Mest lesið Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Handbolti Fleiri fréttir Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Elías skoraði og Stefán lagði upp Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Sara Björk lagði upp í stórsigri Vigdís Lilja seld til Anderlecht Þjálfari fékk þriggja leikja bann fyrir að sparka í James Rodríguez KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð Orri og Elías í einvígi um að mæta ensku stórliði Tveir íslenskir Nökkvar í Rotterdam Sjá meira