Fótbolti

Fimm laus sæti í 16-liða úrslitum á EM

Sindri Sverrisson skrifar
Danir fögnuðu sæti í 16-liða úrslitum í gærkvöld.
Danir fögnuðu sæti í 16-liða úrslitum í gærkvöld. Getty/Wolfgang Rattay

Ellefu þjóðir hafa nú þegar tryggt sér sæti í 16-liða úrslitum á Evrópumótinu í fótbolta en það ræðst í kvöld og á morgun hvaða fimm þjóðir bætast í hópinn.

Leikið er í sex riðlum á EM, tvö efstu lið komast áfram og svo fjögur lið með bestan árangur í 3. sæti.

Það að Úkraína í C-riðli og Finnland í B-riðli skyldu enda með þrjú stig í 3. sæti síns riðils þýðir því að fjögur stig duga liðum í 3. sæti í öðrum riðlum til að komast í 16-liða úrslitin. Með þessa vitneskju í huga fara liðin í D-, E- og F-riðli í lokaumferðina í sínum riðli.

Staðan í riðlunum er núna þannig:

A-riðill: Ítalía, Wales og Sviss eru komin áfram.

B-riðill: Belgía og Danmörk komin áfram. Finnland á veika von.

C-riðill: Holland og Austurríki komin áfram. Úkraína á enn von.

D-riðill: Tékkland og England komin áfram. Króatía eða Skotland fer áfram ef annað liðið vinnur í kvöld. Ef liðin gera jafntefli kemst Úkraína áfram.

E-riðill: Svíþjóð komin áfram. Slóvakía, Spánn og Pólland geta öll enn komist áfram. Ef Pólland vinnur ekki Svíþjóð er mögulegt að liðið í 3. sæti komist ekki áfram – sem gæti hjálpað Úkraínu og Finnlandi.

F-riðill: Frakkland komið áfram. Þýskaland, Portúgal og Ungverjaland geta öll enn komist áfram og liðið í 3. sæti endar með þrjú eða fjögur stig.

Tvö einvígi eru þegar orðin ljós í 16-liða úrslitunum. Ítalía og Austurríki mætast á Wembley á laugardaginn og Wales og Danmörk mætast í Amsterdam sama dag.

Tölfræðiveitan Gracenote hefur reiknað út hvaða önnur einvígi séu líklegust til að verða til í 16-liða úrslitunum:




Fleiri fréttir

Sjá meira


×