Fótbolti

Öryggisvarðateymið rekið eftir að ensku leikmennirnir óttuðust um öryggi sitt

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Öryggismálin voru ekki í lagi fyrir leik Englands og Króatíu.
Öryggismálin voru ekki í lagi fyrir leik Englands og Króatíu. getty/Eddie Keogh

Enska knattspyrnusambandið hefur rekið öryggisvarðateymið sem var ábyrgt fyrir öryggi enska landsliðsins á EM.

Þessi ákvörðun var tekin eftir að nokkrir leikmenn Englands lýstu yfir áhyggjum af öryggi sínu.

UEFA fékk fyrirtækið G4S til að gæta inngangsins á hóteli enska liðsins í London en ensku leikmennirnir voru ekki nógu ánægðir með störf þess.

Steininn tók úr þegar fimmtíu stuðningsmenn söfnuðust saman fyrir utan rútu enska liðsins um þarsíðustu helgi. Í kjölfarið lýstu nokkrir leikmenn enska liðsins yfir áhyggjum af öryggi sínu og enska knattspyrnusambandið brást við því með því að reka öryggisvarðateymið.

Enska knattspyrnusambandið samdi svo við fyrirtækið Hans Global um að sjá um öryggismál enska liðsins og borgar fyrir þjónustuna úr eigin vasa.

England mætir Tékklandi í lokaleik sínum í D-riðli Evrópumótsins í kvöld. Englendingar eru komnir áfram í sextán liða úrslit en ekki liggur enn fyrir í hvaða sæti riðilsins þeir enda.

Leikur Englands og Tékklands hefst klukkan 19:00 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport EM. Upphitun fyrir þann leik og leik Króatíu og Skotlands hefst klukkan 18:00 á Stöð 2 Sport EM. Klukkan 21:00 verður svo farið yfir leikina í EM í dag í umsjón Helenu Ólafsdóttur og Guðmundar Benediktssonar.


EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×