Fótbolti

Sendir „neikvæðum gagnrýnendum“ Southgate væna pillu

Anton Ingi Leifsson skrifar
Southgate er ekki allra.
Southgate er ekki allra. Chloe Knott/Getty

Phil Foden, leikmaður enska landsliðsins, gefur ekki mikið fyrir þá gagnrýni sem Gareth Southgate, enski landsliðsþjálfarinn, hefur fengið á EM 2020.

Spurningarmerki hefur verið sett við liðsval Southgates en enskir vilja sjá meira af til að mynda sóknarhæfileikum Jadon Sancho og Jack Grealish.

Sanco hefur ekki komið við sögu í fyrstu tveimur leikjunum á meðan Grealish er að leita að sínum fyrsta byrjunarliðsleik.

Foden hefur byrjað báða leikina og hann tekur upp hanskann fyrir stjórann sinn.

„Hann er frábær þjálfari og ég fæ að sjá hvernig hann er þegar ég vinn með honum á hverjum degi,“ sagði Foden í samtali við talkSPORT.

„Hann bakkar leikmennina alltaf upp og mér finnst leikaðferðin hans frábær.“

„Allt þetta neikvæða fólk veit ekki hvað það er að tala um því Gareth er frábær þjálfari.“

„Allir eru að leggja mikið á sig og það lið sem hann velur munum við styðja. Allir spila mismunandi og við erum með góða breidd og mismunandi gæði,“ sagði Foden.

England mætir Tékklandi í síðustu umferð D-riðilsins í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport EM í dag.


EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×