Miðakerfið hrundi á þriðja leik Keflavíkur og Þórs en Þórsarar eiga enn inni 52 miða Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. júní 2021 15:57 Þórsarar vilja fjölmenna og sjá sína menn vinna Íslandsmeistaratitilinn. Vísir/Bára Körfuknattleiksdeild Keflavíkur hefur sent frá sér sérstaka yfirlýsingu vegna sölu miða á þriðja úrslitaleik Keflavíkur og Þórs frá Þorlákshöfn sem fer fram annað kvöld. Þórsarar eru 2-0 yfir í einvíginu og vantar bara einn sigur í viðbót til að tryggja sér fyrsta Íslandsmeistaratitil félagsins. Þriðji leikurinn fer fram í Blue höll þeirra Keflvíkinga annað kvöld en það gekk ekki nógu vel að selja miða á leikinn því miðakerfið hrundi þegar opnað var fyrir miðasölu á hluta Keflvíkinga. Ýmsar samsæriskenningar fóru þá af stað á spjallborðum samfélagsmiðla eftir að miðsölukerfið hrundi og því ákváðu Keflvíkingar að leiðrétta allan misskilning sem var í gangi. Keflavík var ekki að reyna að stela miðum af Þórsurum heldur ætla Keflvíkingar að standa við 70/30 skiptingu miða eins og reglur KKÍ kveða á um. „Reglur KKÍ eru skýrar hvað þetta varðar og við erum ekki að fara á sveig við þær reglur,“ segir í tilkynningu Keflvíkinga. Þórsarar fengu tengil á miðasöluna inn á Facebook síðu Þórsara í gærkvöldi og það liðu síðan níutíu mínútur þar til að opnað var fyrir miðasölu til Keflvíkinga. Þegar Keflvíkingar ætluðu að kaupa sér miða var áhuginn og álagið greinilega of mikið fyrir miðsölukerfið sem hrundi. Þá voru enn 52 Þórsmiðar óseldir. „Við erum búnir að vera í sambandi við formann Þórs þannig að stjórn Þórs veit um framvindu mála. Þessir 52 miðar verða seldir til réttra aðila en þar sem síðan liggur enn niðri verður það gert með öðrum hætti, stjórn Þórs verður að taka ákvörðun um það,“ segir í tilkynningu Keflvíkinga. Tilkynning frá Körfuknattleiksdeild Keflavíkur: Vegna umræðu um miðasölu Vegna umræðu sem nú fer fram á Dominos spjallinu Hörð orð í okkar garð hafa verið sett fram á Domins spjallinu vegna miðsölu fyrir leik 3 í úrslitaeinvígi Keflavíkur og Þórs. Við viljum benda á staðreyndir hér. Í gær var sendur sér linkur á formann Þórs, linkur sem leiðir kaupanda inn á vefverslun Keflavíkur. Sá linkur var settur inn á opinbera Facebook síðu Þórsara í gærkvöldi. Fjöldi miða inn á þeim link var 30% af þeim miðum sem í boði eru á þennan leik. Vefverslunin hinsvegar réð ekki við álagið þegar miðar ætlaðir Keflvíkingum voru setti í loftið sem var um 90 mín eftir að Þórslinkur var settur í loftið. Á þeim tíma voru 52 miðar eftir sem hugsaðir eru fyrir gestaliðið. Við erum búnir að vera í sambandi við formann Þórs þannig að stjórn Þórs veit um framvindu mála. Þessir 52 miðar verða seldir til réttra aðila en þar sem síðan liggur enn niðri verður það gert með öðrum hætti, stjórn Þórs verður að taka ákvörðun um það. Reglur KKÍ eru skýrar hvað þetta varðar og við erum ekki að fara á sveig við þær reglur. Sjöunda grein “Gestalið í deildarkeppni og úrslitakeppni meistaraflokka skal ávalt eiga rétt á að kaupa 30% af seldum aðgöngumiðum á hvern leik. Þann rétt þarf að nýta í síðasta lagi 24 klst. fyrir auglýstan leiktíma.“ Virðingarfyllst Stjórn KKDK Dominos-deild karla Keflavík ÍF Þór Þorlákshöfn Mest lesið Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ Handbolti Leikbann Kudus lengt í fimm leiki Enski boltinn „Langar að svara fyrir okkur“ Fótbolti „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ Handbolti Atlético Madríd stal sigrinum í París Fótbolti Aftur skutu Skytturnar púðurskotum á Ítalíu Fótbolti Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Handbolti Vandræði Madríd halda áfram Fótbolti Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Þessi takki sem allir halda að Valur sé að fara kveikja á er ekki til“ Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Klikkaði ekki á skoti í fyrsta leik og var stigahæstur „Þessi tími hefur liðið mjög hægt fyrir mér“ Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Wendell Green rekinn frá Keflavík Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Erfitt hjá „sultunni“ Joel Embiid NBA-stjörnurnar þurftu að taka lestina á leikinn sinn Hannes í leyfi Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 92-87 | Stólarnir fyrstir til að vinna Stjörnuna Alba Berlin í vandræðum og stórleikur Martins dugði ekki til sigurs Mættur til tengdó og gírar sig upp fyrir Síkið Framlenging Körfuboltakvölds: Njarðvík getur orðið Íslandsmeistari eins og Valur Tvö lið enn ósigruð og Thunder að eiga bestu byrjun í sögu félagsins Réðst á blaðamann vegna ummæla um látinn bróður hans og nýfæddan son „Það þarf svo margt að ganga upp til að þeir vinni“ Minnkuðu muninn um tuttugu stig á þremur mínútum gegn gamla liði Elvars Hafnar því að hafa elt Morris: „Ég var ekki með nein leiðindi“ Segir Friðrik hafa elt sig og áreitt eftir leik: „Mér fannst ég ekki örugg“ Uppgjörið: Keflavík - KR 94-88 | Langþráður Keflavíkursigur „Vildi sýna þeim að þeir væru ekki að fara ná þessu svona auðveldlega“ Uppgjörið: Þór Þ. - Haukar 82-81 | Þórsarar gerðu Haukum grikk með naumum sigri Sjá meira
Þórsarar eru 2-0 yfir í einvíginu og vantar bara einn sigur í viðbót til að tryggja sér fyrsta Íslandsmeistaratitil félagsins. Þriðji leikurinn fer fram í Blue höll þeirra Keflvíkinga annað kvöld en það gekk ekki nógu vel að selja miða á leikinn því miðakerfið hrundi þegar opnað var fyrir miðasölu á hluta Keflvíkinga. Ýmsar samsæriskenningar fóru þá af stað á spjallborðum samfélagsmiðla eftir að miðsölukerfið hrundi og því ákváðu Keflvíkingar að leiðrétta allan misskilning sem var í gangi. Keflavík var ekki að reyna að stela miðum af Þórsurum heldur ætla Keflvíkingar að standa við 70/30 skiptingu miða eins og reglur KKÍ kveða á um. „Reglur KKÍ eru skýrar hvað þetta varðar og við erum ekki að fara á sveig við þær reglur,“ segir í tilkynningu Keflvíkinga. Þórsarar fengu tengil á miðasöluna inn á Facebook síðu Þórsara í gærkvöldi og það liðu síðan níutíu mínútur þar til að opnað var fyrir miðasölu til Keflvíkinga. Þegar Keflvíkingar ætluðu að kaupa sér miða var áhuginn og álagið greinilega of mikið fyrir miðsölukerfið sem hrundi. Þá voru enn 52 Þórsmiðar óseldir. „Við erum búnir að vera í sambandi við formann Þórs þannig að stjórn Þórs veit um framvindu mála. Þessir 52 miðar verða seldir til réttra aðila en þar sem síðan liggur enn niðri verður það gert með öðrum hætti, stjórn Þórs verður að taka ákvörðun um það,“ segir í tilkynningu Keflvíkinga. Tilkynning frá Körfuknattleiksdeild Keflavíkur: Vegna umræðu um miðasölu Vegna umræðu sem nú fer fram á Dominos spjallinu Hörð orð í okkar garð hafa verið sett fram á Domins spjallinu vegna miðsölu fyrir leik 3 í úrslitaeinvígi Keflavíkur og Þórs. Við viljum benda á staðreyndir hér. Í gær var sendur sér linkur á formann Þórs, linkur sem leiðir kaupanda inn á vefverslun Keflavíkur. Sá linkur var settur inn á opinbera Facebook síðu Þórsara í gærkvöldi. Fjöldi miða inn á þeim link var 30% af þeim miðum sem í boði eru á þennan leik. Vefverslunin hinsvegar réð ekki við álagið þegar miðar ætlaðir Keflvíkingum voru setti í loftið sem var um 90 mín eftir að Þórslinkur var settur í loftið. Á þeim tíma voru 52 miðar eftir sem hugsaðir eru fyrir gestaliðið. Við erum búnir að vera í sambandi við formann Þórs þannig að stjórn Þórs veit um framvindu mála. Þessir 52 miðar verða seldir til réttra aðila en þar sem síðan liggur enn niðri verður það gert með öðrum hætti, stjórn Þórs verður að taka ákvörðun um það. Reglur KKÍ eru skýrar hvað þetta varðar og við erum ekki að fara á sveig við þær reglur. Sjöunda grein “Gestalið í deildarkeppni og úrslitakeppni meistaraflokka skal ávalt eiga rétt á að kaupa 30% af seldum aðgöngumiðum á hvern leik. Þann rétt þarf að nýta í síðasta lagi 24 klst. fyrir auglýstan leiktíma.“ Virðingarfyllst Stjórn KKDK
Tilkynning frá Körfuknattleiksdeild Keflavíkur: Vegna umræðu um miðasölu Vegna umræðu sem nú fer fram á Dominos spjallinu Hörð orð í okkar garð hafa verið sett fram á Domins spjallinu vegna miðsölu fyrir leik 3 í úrslitaeinvígi Keflavíkur og Þórs. Við viljum benda á staðreyndir hér. Í gær var sendur sér linkur á formann Þórs, linkur sem leiðir kaupanda inn á vefverslun Keflavíkur. Sá linkur var settur inn á opinbera Facebook síðu Þórsara í gærkvöldi. Fjöldi miða inn á þeim link var 30% af þeim miðum sem í boði eru á þennan leik. Vefverslunin hinsvegar réð ekki við álagið þegar miðar ætlaðir Keflvíkingum voru setti í loftið sem var um 90 mín eftir að Þórslinkur var settur í loftið. Á þeim tíma voru 52 miðar eftir sem hugsaðir eru fyrir gestaliðið. Við erum búnir að vera í sambandi við formann Þórs þannig að stjórn Þórs veit um framvindu mála. Þessir 52 miðar verða seldir til réttra aðila en þar sem síðan liggur enn niðri verður það gert með öðrum hætti, stjórn Þórs verður að taka ákvörðun um það. Reglur KKÍ eru skýrar hvað þetta varðar og við erum ekki að fara á sveig við þær reglur. Sjöunda grein “Gestalið í deildarkeppni og úrslitakeppni meistaraflokka skal ávalt eiga rétt á að kaupa 30% af seldum aðgöngumiðum á hvern leik. Þann rétt þarf að nýta í síðasta lagi 24 klst. fyrir auglýstan leiktíma.“ Virðingarfyllst Stjórn KKDK
Dominos-deild karla Keflavík ÍF Þór Þorlákshöfn Mest lesið Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ Handbolti Leikbann Kudus lengt í fimm leiki Enski boltinn „Langar að svara fyrir okkur“ Fótbolti „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ Handbolti Atlético Madríd stal sigrinum í París Fótbolti Aftur skutu Skytturnar púðurskotum á Ítalíu Fótbolti Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Handbolti Vandræði Madríd halda áfram Fótbolti Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Þessi takki sem allir halda að Valur sé að fara kveikja á er ekki til“ Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Klikkaði ekki á skoti í fyrsta leik og var stigahæstur „Þessi tími hefur liðið mjög hægt fyrir mér“ Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Wendell Green rekinn frá Keflavík Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Erfitt hjá „sultunni“ Joel Embiid NBA-stjörnurnar þurftu að taka lestina á leikinn sinn Hannes í leyfi Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 92-87 | Stólarnir fyrstir til að vinna Stjörnuna Alba Berlin í vandræðum og stórleikur Martins dugði ekki til sigurs Mættur til tengdó og gírar sig upp fyrir Síkið Framlenging Körfuboltakvölds: Njarðvík getur orðið Íslandsmeistari eins og Valur Tvö lið enn ósigruð og Thunder að eiga bestu byrjun í sögu félagsins Réðst á blaðamann vegna ummæla um látinn bróður hans og nýfæddan son „Það þarf svo margt að ganga upp til að þeir vinni“ Minnkuðu muninn um tuttugu stig á þremur mínútum gegn gamla liði Elvars Hafnar því að hafa elt Morris: „Ég var ekki með nein leiðindi“ Segir Friðrik hafa elt sig og áreitt eftir leik: „Mér fannst ég ekki örugg“ Uppgjörið: Keflavík - KR 94-88 | Langþráður Keflavíkursigur „Vildi sýna þeim að þeir væru ekki að fara ná þessu svona auðveldlega“ Uppgjörið: Þór Þ. - Haukar 82-81 | Þórsarar gerðu Haukum grikk með naumum sigri Sjá meira