Umfjöllun og viðtöl: Víkingur R. - KR 1-1 | Draumamark Flóka tryggði KR stig Árni Konráð Árnason skrifar 21. júní 2021 21:09 Flóki skoraði glæsilegt mark í Víkinni í dag. vísir/hulda margrét Víkingar fengu KR-inga í heimsókn í níundu umferð Pepsi Max deildarinnar í kvöld. Það ríkti jafnræði með liðunum fyrstu mínúturnar og voru bæði lið að þreifa fyrir sér. Það var á 10. mínútu leiksins sem að Helgi Guðjónsson gaf boltann fyrir mark KR-inga, þar var enginn annar en Nikolaj Hansen sem að setti boltann snyrtilega fram hjá Beiti í markinu. Þetta var jafnframt í fyrsta skipti í leiknum sem að boltinn fór inn í teig KR-inga og Víkingar að sækja í sig veðrið. Liðin skiptust á að sækja og og KR-ingar leituðust eftir að jafna leikinn. Það var á 38. mínútu sem að Óskar kom með fyrirgjöf sem að hefði endað beint á enninu á Kjartani Henry, en Þórður rétt náði að blaka boltanum í burtu. Boltinn endaði hjá Atla Sigurjónssyni sem að skaut á markið, en aftur náði Þórður að verja boltann frá. Í þetta skiptið varði hann boltann út í teig og Kristinn Jónsson, sem var að hlaupa að markinu, fékk boltann í sig og boltinn rétt fram hjá stönginni. Víkingar leiddu í hálfleik 1-0 en KR byrjaði seinni hálfleikinn af meiri krafti og Víkingar héldu til aftar á vellinum. Þó að bæði lið hafi fengið sín færi var hættan alltaf meiri að marki Víkinga í síðari hálfleik. KR-ingar skoruðu mark sem að var dæmt af og ef að það var hætta inn í teig Víkinga að þá voru KR-ingar dæmdir brotlegir. KR-ingar létu það þó ekki stoppa sig og héldu sóknaraðgerðum sínum áfram og voru betri aðilinn í seinni hálfleiknum. Það var mikil barátta inn á vellinum og leyfði Jóhann Ingi, dómari leiksins, leiknum að rúlla þó svo að spjöld hafi vissulega farið á loft. Víkingar vörðu mark sitt vel og var Sölvi Geir mjög svo fastur fyrir á honum Kjartani Henry allan leikinn og gaf honum lítið pláss. Allt benti til þess að Víkingar myndu hirða stigin þrjú en KR-ingar gáfust aldrei upp. Það var á 1 mínútu uppbótartíma í síðari hálfleiknum þegar að Kristinn Jónsson keyrir upp vinstri kantinn og leggur boltann út í teig þar sem að enginn annar en Kristján Flóki Finnbogason var einn og óvaldaður og gjörsamlega þrumaði boltanum í slánna-inn og jafnar leikinn fyrir KR. Gjörsamlega óverjandi fyrir Þórð Inga í markinu. F leiri urðu mörkin ekki og 1-1 jafntefli niðurstaðan. Af hverju var jafntefli? Víkingar skoruðu snemma og voru í litlum vandræðum í fyrri hálfleik. Þeir byrjuðu að bakka of mikið í seinni hálfleik og buðu hættunni heim. Þó svo að þetta hafi ekki verið einhliða stefna hjá KR-ingum í seinni hálfleik að þá áttu þeir hættulegri færi. Þeir refsa Víkingum í uppbótartíma á einfaldan máta, fyrirgjöf og slútt. Hverjir stóðu upp úr? Sölvi Geir Ottesen náði að halda Kjartani Henry í skefjum í kvöld og komst hann upp með lítið sem ekki neitt. Þórður Ingi átti svo nokkrar góðar vörslur. Hvað gekk illa? KR-ingar voru nær alltaf brotlegir er það kom fyrirgjöf inn á teig. Dómarar leiksins dæmdu annaðhvort brot eða rangstöðu og lítið gekk hjá KR-ingum í úrslitasendingum. Víkingar bökkuðu allt of snemma leiks og það er einfaldlega allt of hættulegt gegn liði eins og KR. Kjartana Henry, Óskar Örn og Kristján Flóki munu alltaf nýta sér það ef að lið halda til aftarlega á vellinum. Hvað gerist næst? Víkingar fara í Breiðholtið og heimsækja þar Leikni í 10. Umferð Pepsi Max deildarinnar. KR fær Stjörnuna í heimsókn í vesturbæinn í sömu umferð. Báðir leikir eru eftir viku, þann 28. Júní kl 19:15. Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkinga, var sáttur við stigið : „Nei eiginlega ekki, KR-ingar voru hrikalegar sterkir í seinni hálfleik. Við vorum í tómu basli, gátum ekki tengt saman sendingar og þeir settu okkur undir mikla pressu og eiginlega stjórnuðu seinni hálfleik. Ég er aðallega mest svekktur við fyrri hálfleik, að við höfum ekki gengið frá leiknum þá“ sagði Arnar Gunnlaugsson þjálfari Víkings aðspurður hvort að stigið hafi verið svekkjandi . Víkingar eru taplausir þegar að 9. umferðir eru búnar af Pepsi Max deild karla og hafa sótt stig af toppliðunum. Þeir gerðu jafntefli við Val, unnu FH, KA og Breiðablik og gerðu nú í kvöld jafntefli við KR. „Við vorum að spila við firnasterkt lið KR-inga. Við áttum bara slakan dag og KR-ingar voru sterkir. Þetta hljómar asnalega en ég var bara nokkuð sáttur með stigið. Við erum að spila á móti sterkum liðum og erum bara að pikka upp stigin og ekki að tapa leikjum sem að er mjög gott.“ sagði Arnar í viðtali við Stöð2Sport. Rúnar Kristinsson , þjálfari KR: „Mér fannst Víkingar vera sterkari en við í fyrri hálfleik og skapa fleiri hættur. Við áttum alla vega eitt dauðafæri í fyrri hálfleik. Við gerðum betur í síðari hálfleik, vörðust aðeins meira. Vorum allt of seinir í seinni bolta og tæklingar í fyrri hálfleik og mér fannst Víkingar mun betri en við. Það jafnaði sig í síðari og smátt og smátt, á meðan staðan er bara 1-0 fóru þeir að verja forskotið og við náðum að þrýsta þeim aðeins til baka. Við náðum að skapa betri sóknir, fyrirgjafir og skapa hættu og glundroða í vörninni. En það er erfitt að brjóta þá á bak aftur, þeir eru með gríðarlega reynslu í vörninni. Við erum bara þakklátir fyrir að hafa náð í þetta stig“ sagði Rúnar Kristinsson. Arnar Gunnlaugsson var sáttur með dómara leiksins í viðtali kvöldsins og hrósaði honum fyrir að leyfa leiknum að hafa flæði og rúlla. Aðspurður sagðist Rúnar skilja Arnar Gunnlaugsson vel. „Ég skil hann mjög vel að hann hafi verið ánægður. Það er ein ástæða fyrir því, að ef við skoðum fjölda aukaspyrna og gulra spjalda og allt sem að varð að þá var yfirleitt dæmt á okkur ekki þá. Gulu spjöldin féllu okkur í hag og eins og ég segi þeir eru með gríðarlega reynslu í sinni varnarlínu og menn komast upp með misjafnt og þegar að menn eru eldri og reyndari og eru nöfn að þá sleppa menn oft aðeins lengur en aðrir“ sagði Rúnar og hélt áfram „mér fannst, ekki það að það skipti máli með úrslit leiksins en, það var mikið á okkur hallandi í þessum leik“ Pepsi Max-deild karla Víkingur Reykjavík KR
Víkingar fengu KR-inga í heimsókn í níundu umferð Pepsi Max deildarinnar í kvöld. Það ríkti jafnræði með liðunum fyrstu mínúturnar og voru bæði lið að þreifa fyrir sér. Það var á 10. mínútu leiksins sem að Helgi Guðjónsson gaf boltann fyrir mark KR-inga, þar var enginn annar en Nikolaj Hansen sem að setti boltann snyrtilega fram hjá Beiti í markinu. Þetta var jafnframt í fyrsta skipti í leiknum sem að boltinn fór inn í teig KR-inga og Víkingar að sækja í sig veðrið. Liðin skiptust á að sækja og og KR-ingar leituðust eftir að jafna leikinn. Það var á 38. mínútu sem að Óskar kom með fyrirgjöf sem að hefði endað beint á enninu á Kjartani Henry, en Þórður rétt náði að blaka boltanum í burtu. Boltinn endaði hjá Atla Sigurjónssyni sem að skaut á markið, en aftur náði Þórður að verja boltann frá. Í þetta skiptið varði hann boltann út í teig og Kristinn Jónsson, sem var að hlaupa að markinu, fékk boltann í sig og boltinn rétt fram hjá stönginni. Víkingar leiddu í hálfleik 1-0 en KR byrjaði seinni hálfleikinn af meiri krafti og Víkingar héldu til aftar á vellinum. Þó að bæði lið hafi fengið sín færi var hættan alltaf meiri að marki Víkinga í síðari hálfleik. KR-ingar skoruðu mark sem að var dæmt af og ef að það var hætta inn í teig Víkinga að þá voru KR-ingar dæmdir brotlegir. KR-ingar létu það þó ekki stoppa sig og héldu sóknaraðgerðum sínum áfram og voru betri aðilinn í seinni hálfleiknum. Það var mikil barátta inn á vellinum og leyfði Jóhann Ingi, dómari leiksins, leiknum að rúlla þó svo að spjöld hafi vissulega farið á loft. Víkingar vörðu mark sitt vel og var Sölvi Geir mjög svo fastur fyrir á honum Kjartani Henry allan leikinn og gaf honum lítið pláss. Allt benti til þess að Víkingar myndu hirða stigin þrjú en KR-ingar gáfust aldrei upp. Það var á 1 mínútu uppbótartíma í síðari hálfleiknum þegar að Kristinn Jónsson keyrir upp vinstri kantinn og leggur boltann út í teig þar sem að enginn annar en Kristján Flóki Finnbogason var einn og óvaldaður og gjörsamlega þrumaði boltanum í slánna-inn og jafnar leikinn fyrir KR. Gjörsamlega óverjandi fyrir Þórð Inga í markinu. F leiri urðu mörkin ekki og 1-1 jafntefli niðurstaðan. Af hverju var jafntefli? Víkingar skoruðu snemma og voru í litlum vandræðum í fyrri hálfleik. Þeir byrjuðu að bakka of mikið í seinni hálfleik og buðu hættunni heim. Þó svo að þetta hafi ekki verið einhliða stefna hjá KR-ingum í seinni hálfleik að þá áttu þeir hættulegri færi. Þeir refsa Víkingum í uppbótartíma á einfaldan máta, fyrirgjöf og slútt. Hverjir stóðu upp úr? Sölvi Geir Ottesen náði að halda Kjartani Henry í skefjum í kvöld og komst hann upp með lítið sem ekki neitt. Þórður Ingi átti svo nokkrar góðar vörslur. Hvað gekk illa? KR-ingar voru nær alltaf brotlegir er það kom fyrirgjöf inn á teig. Dómarar leiksins dæmdu annaðhvort brot eða rangstöðu og lítið gekk hjá KR-ingum í úrslitasendingum. Víkingar bökkuðu allt of snemma leiks og það er einfaldlega allt of hættulegt gegn liði eins og KR. Kjartana Henry, Óskar Örn og Kristján Flóki munu alltaf nýta sér það ef að lið halda til aftarlega á vellinum. Hvað gerist næst? Víkingar fara í Breiðholtið og heimsækja þar Leikni í 10. Umferð Pepsi Max deildarinnar. KR fær Stjörnuna í heimsókn í vesturbæinn í sömu umferð. Báðir leikir eru eftir viku, þann 28. Júní kl 19:15. Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkinga, var sáttur við stigið : „Nei eiginlega ekki, KR-ingar voru hrikalegar sterkir í seinni hálfleik. Við vorum í tómu basli, gátum ekki tengt saman sendingar og þeir settu okkur undir mikla pressu og eiginlega stjórnuðu seinni hálfleik. Ég er aðallega mest svekktur við fyrri hálfleik, að við höfum ekki gengið frá leiknum þá“ sagði Arnar Gunnlaugsson þjálfari Víkings aðspurður hvort að stigið hafi verið svekkjandi . Víkingar eru taplausir þegar að 9. umferðir eru búnar af Pepsi Max deild karla og hafa sótt stig af toppliðunum. Þeir gerðu jafntefli við Val, unnu FH, KA og Breiðablik og gerðu nú í kvöld jafntefli við KR. „Við vorum að spila við firnasterkt lið KR-inga. Við áttum bara slakan dag og KR-ingar voru sterkir. Þetta hljómar asnalega en ég var bara nokkuð sáttur með stigið. Við erum að spila á móti sterkum liðum og erum bara að pikka upp stigin og ekki að tapa leikjum sem að er mjög gott.“ sagði Arnar í viðtali við Stöð2Sport. Rúnar Kristinsson , þjálfari KR: „Mér fannst Víkingar vera sterkari en við í fyrri hálfleik og skapa fleiri hættur. Við áttum alla vega eitt dauðafæri í fyrri hálfleik. Við gerðum betur í síðari hálfleik, vörðust aðeins meira. Vorum allt of seinir í seinni bolta og tæklingar í fyrri hálfleik og mér fannst Víkingar mun betri en við. Það jafnaði sig í síðari og smátt og smátt, á meðan staðan er bara 1-0 fóru þeir að verja forskotið og við náðum að þrýsta þeim aðeins til baka. Við náðum að skapa betri sóknir, fyrirgjafir og skapa hættu og glundroða í vörninni. En það er erfitt að brjóta þá á bak aftur, þeir eru með gríðarlega reynslu í vörninni. Við erum bara þakklátir fyrir að hafa náð í þetta stig“ sagði Rúnar Kristinsson. Arnar Gunnlaugsson var sáttur með dómara leiksins í viðtali kvöldsins og hrósaði honum fyrir að leyfa leiknum að hafa flæði og rúlla. Aðspurður sagðist Rúnar skilja Arnar Gunnlaugsson vel. „Ég skil hann mjög vel að hann hafi verið ánægður. Það er ein ástæða fyrir því, að ef við skoðum fjölda aukaspyrna og gulra spjalda og allt sem að varð að þá var yfirleitt dæmt á okkur ekki þá. Gulu spjöldin féllu okkur í hag og eins og ég segi þeir eru með gríðarlega reynslu í sinni varnarlínu og menn komast upp með misjafnt og þegar að menn eru eldri og reyndari og eru nöfn að þá sleppa menn oft aðeins lengur en aðrir“ sagði Rúnar og hélt áfram „mér fannst, ekki það að það skipti máli með úrslit leiksins en, það var mikið á okkur hallandi í þessum leik“
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti