Katla klífur topplista út um allan heim Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 21. júní 2021 12:06 Ingvar E. Sigurðsson fer með hlutverk í þáttunum sem frumsýndir voru 17. júní. NETFLIX/LILJA JÓNSDÓTTIR Þáttaröðin Katla hefur farið sigurför um heiminn síðustu daga. Þremur dögum eftir frumsýningu var serían komin á topplista Netflix í sextíu og sex löndum. Netflix gefur sjaldan upp fjölda spilana fyrir þætti og bíómyndir. Veitan heldur aftur á móti utan um topp tíu lista fyrir vinsælasta efni hvers lands fyrir sig og er hægt að fletta þeim upp á síðum á borð við FlixPatrol. Á síðunni má meðal annars sjá að Katla hefur ratað inn á slíka lista víða um heim, meðal annars í Suður-Ameríku, Mið-Austurlöndum, Afríku og vitanlega Evrópu. Einnig má sjá að þáttaröðin rauk upp í fyrsta sætið á Netflix á Íslandi strax eftir frumsýningu og hefur haldið því sæti síðan. Enda hafa þættirnir verið á allra vörum hér á landi. Þáttaröðin er í öðru til þriðja sæti í Króatíu, Danmörku, Finnlandi, Þýskalandi, Grikklandi, Noregi, Póllandi, Sviss, Úrúgvæ og Svíþjóð. En þættirnir gerast að hluta til í Svíþjóð og fer sænska leikkonan Aliette Opheim með hlutverk í þáttunum. Sænska leikkonan Aliette Opheim fer með stórt hlutverk í þáttaröðinni Kötlu.NETFLIX/LILJA JÓNSDÓTTIR Vaxandi vinsældir Þáttaröðin er meðal annars á topplistum í Bretlandi og Ástralíu og datt einnig inn á lista í Bandaríkjunum í gær, sem þykir mjög eftirsóknarvert. Þá fær þáttaröðin að meðaltali 5,6 í einkunnagjöf á Netflix en 7,3 á vefsíðunni IMDb. Daginn eftir frumsýningu var þáttaröðin á helmingi færri vinsældalistum en hún er nú. Síðustu listar birtust í gær og verður spennandi að fylgjast með vinsældum þáttanna sem virðast aðeins fara vaxandi. Katla var frumsýnd á Netflix 17. júní og strax aðgengileg út um allan heim.Netflix/Lilja Jónsdóttir Netflix Kvikmyndagerð á Íslandi Tengdar fréttir Netverjar heillast af Kötlu: „Mig langar rosalega að kaupa Land Rover allt í einu“ Íslensku sjónvarpsþættirnir Katla voru frumsýndir á Netflix á miðnætti þann 17. júní og hafa vakið mikla athygli. Netverjar halda að venju ekki aftur af sér og hefur mikil umræða skapast á Twitter um þættina, bæði á íslenska-Twitter og meðal erlendra áhorfenda. 19. júní 2021 09:08 „Ég myndi alltaf taka þetta í hámhorfi“ „Hún er yfirþyrmandi,“ segir Guðrún Ýr Eyfjörð, spurð hvernig tilfinningin sé að sjá endanlega útgáfu af tæplega tveggja ára vinnu nú þegar íslenska þáttaröðin Katla hefur verið frumsýnd á Netflix. 18. júní 2021 12:32 Birta fyrstu stikluna úr Kötlu Fyrsta stiklan úr Kötlu, fyrstu íslensku þáttaröðinni sem framleidd er fyrir Netflix, hefur verið birt. 20. maí 2021 07:54 Mest lesið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Lífið Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar Lífið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Fleiri fréttir Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum varúlfahryllingi Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Sjá meira
Netflix gefur sjaldan upp fjölda spilana fyrir þætti og bíómyndir. Veitan heldur aftur á móti utan um topp tíu lista fyrir vinsælasta efni hvers lands fyrir sig og er hægt að fletta þeim upp á síðum á borð við FlixPatrol. Á síðunni má meðal annars sjá að Katla hefur ratað inn á slíka lista víða um heim, meðal annars í Suður-Ameríku, Mið-Austurlöndum, Afríku og vitanlega Evrópu. Einnig má sjá að þáttaröðin rauk upp í fyrsta sætið á Netflix á Íslandi strax eftir frumsýningu og hefur haldið því sæti síðan. Enda hafa þættirnir verið á allra vörum hér á landi. Þáttaröðin er í öðru til þriðja sæti í Króatíu, Danmörku, Finnlandi, Þýskalandi, Grikklandi, Noregi, Póllandi, Sviss, Úrúgvæ og Svíþjóð. En þættirnir gerast að hluta til í Svíþjóð og fer sænska leikkonan Aliette Opheim með hlutverk í þáttunum. Sænska leikkonan Aliette Opheim fer með stórt hlutverk í þáttaröðinni Kötlu.NETFLIX/LILJA JÓNSDÓTTIR Vaxandi vinsældir Þáttaröðin er meðal annars á topplistum í Bretlandi og Ástralíu og datt einnig inn á lista í Bandaríkjunum í gær, sem þykir mjög eftirsóknarvert. Þá fær þáttaröðin að meðaltali 5,6 í einkunnagjöf á Netflix en 7,3 á vefsíðunni IMDb. Daginn eftir frumsýningu var þáttaröðin á helmingi færri vinsældalistum en hún er nú. Síðustu listar birtust í gær og verður spennandi að fylgjast með vinsældum þáttanna sem virðast aðeins fara vaxandi. Katla var frumsýnd á Netflix 17. júní og strax aðgengileg út um allan heim.Netflix/Lilja Jónsdóttir
Netflix Kvikmyndagerð á Íslandi Tengdar fréttir Netverjar heillast af Kötlu: „Mig langar rosalega að kaupa Land Rover allt í einu“ Íslensku sjónvarpsþættirnir Katla voru frumsýndir á Netflix á miðnætti þann 17. júní og hafa vakið mikla athygli. Netverjar halda að venju ekki aftur af sér og hefur mikil umræða skapast á Twitter um þættina, bæði á íslenska-Twitter og meðal erlendra áhorfenda. 19. júní 2021 09:08 „Ég myndi alltaf taka þetta í hámhorfi“ „Hún er yfirþyrmandi,“ segir Guðrún Ýr Eyfjörð, spurð hvernig tilfinningin sé að sjá endanlega útgáfu af tæplega tveggja ára vinnu nú þegar íslenska þáttaröðin Katla hefur verið frumsýnd á Netflix. 18. júní 2021 12:32 Birta fyrstu stikluna úr Kötlu Fyrsta stiklan úr Kötlu, fyrstu íslensku þáttaröðinni sem framleidd er fyrir Netflix, hefur verið birt. 20. maí 2021 07:54 Mest lesið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Lífið Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar Lífið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Fleiri fréttir Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum varúlfahryllingi Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Sjá meira
Netverjar heillast af Kötlu: „Mig langar rosalega að kaupa Land Rover allt í einu“ Íslensku sjónvarpsþættirnir Katla voru frumsýndir á Netflix á miðnætti þann 17. júní og hafa vakið mikla athygli. Netverjar halda að venju ekki aftur af sér og hefur mikil umræða skapast á Twitter um þættina, bæði á íslenska-Twitter og meðal erlendra áhorfenda. 19. júní 2021 09:08
„Ég myndi alltaf taka þetta í hámhorfi“ „Hún er yfirþyrmandi,“ segir Guðrún Ýr Eyfjörð, spurð hvernig tilfinningin sé að sjá endanlega útgáfu af tæplega tveggja ára vinnu nú þegar íslenska þáttaröðin Katla hefur verið frumsýnd á Netflix. 18. júní 2021 12:32
Birta fyrstu stikluna úr Kötlu Fyrsta stiklan úr Kötlu, fyrstu íslensku þáttaröðinni sem framleidd er fyrir Netflix, hefur verið birt. 20. maí 2021 07:54