Nýjustu þríburar landsins dafna vel Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 20. júní 2021 20:03 Hanna Björk og Arnar Long með nýjustu þríbura landsins, börnin sín, sem komu í heiminn 1. apríl. Magnús Hlynur Hreiðarsson Nýjustu þríburar landsins, sem eru tveggja og hálfs mánaðar gamlir fóru í sína fyrstu sumarbústaðaferð í vikunni með foreldrum sínum og bróður. Þríburarnir, sem eru tveir strákar og eins stelpa dafna mjög vel en þau fá að borða á fjögurra tíma fresti. Sumarbústaðaferð fjölskyldunnar var í Grímsnesi en fjölskyldan býr í Reykjanesbæ. Þríburarnir fæddust 1. apríl og eru því rúmlega tveggja og hálfs mánaða gamlir. Síðast fæddust þríburar á Íslandi fyrir um fjórum árum. „Þeir drekka á fjögurra tíma fresti og þá er ákveðin rútína, þeir fá nýja bleyju og svo sofa þau kannski smá á milli og svo er byrjað á nýrri rútínu aftur. Þetta er svona stanslaust yfir allan sólarhringinn,“ segir Hanna Björk Hilmarsdóttir, nýbökuð þríburamamma. Foreldrarnir skipta næturvöktunum á milli sín og passa að hvílast vel sé þess nokkur kostur. Þau eiga líka Ingiberg, sem er tæplega tveggja ára fjörugur og skemmtilegur strákur. Þríburarnir dafna mjög vel en þau heita Írena Long, Bjartur Long og Þorri Long.Magnús Hlynur Hreiðarsson En er ekki sérstök upplifun að eiga þríbura? „Það er krefjandi og erfitt að eignast eitt barn þannig að þetta er alveg mjög mikið en ég held að við séum bara að standa okkur mjög vel,“ segir Arnar Long Jóhannsson nýbakaður þríburapabbi. En eru þau strax farin að sjá karakter einkenni á þríburunum? „Já að vissu leyti, aðallega stelpunni, hún er ákveðnari. Hún lætur strax vita ef henni líkar ekki eitthvað, þá bara öskrar hún,“ segir Hanna Björk og hlær. En hvernig leggst framtíðin í Hönnu og Arnar með allan þennan barnaskara? „Við erum bara mjög til í þetta, þetta er geggjað. Við erum svo klikkuð, við erum í fæðingarorlofi núna og verðum fram í janúar. Við erum svo að fara með allan herinn til Kaliforníu í 12 tíma flug núna 4. September í haust og verðum til 1. desember, amma mín býr úti“, segir Arnar og Hanna Björk bætir við. „Ég held að hugsunin okkar sé þannig að við ætlum ekki að láta hvað við eigum mikið af börnum stoppa okkur, heldur að gera bara það sem við mundum gera með krakkana.“ Þríburarnir heita Írena Long Arnarsdóttir, Bjartur Long Arnarsson og Þorri Long Arnarsson. Stóri bróðir er mjög ánægður með nýju systkinin sín, tvo bræður og eina systur.Magnús Hlynur Hreiðarsson Reykjanesbær Grímsnes- og Grafningshreppur Börn og uppeldi Frjósemi Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Erlent Fleiri fréttir Mikið högg fyrir nærsamfélagið Skemmdarverk unnin á Jónshúsi í skjóli nætur Gripinn við kókaínsmygl á nítjánda aldursári Tæplega þrjátíu ungmenni á leið í samkvæmi þegar slysið varð Réttindalaus dreginn af öðrum Fjórir slasaðir eftir alvarlegt slys Endurskoða varðveislu á upptökum lögreglu eftir að gögnum var eytt Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Sjá meira
Sumarbústaðaferð fjölskyldunnar var í Grímsnesi en fjölskyldan býr í Reykjanesbæ. Þríburarnir fæddust 1. apríl og eru því rúmlega tveggja og hálfs mánaða gamlir. Síðast fæddust þríburar á Íslandi fyrir um fjórum árum. „Þeir drekka á fjögurra tíma fresti og þá er ákveðin rútína, þeir fá nýja bleyju og svo sofa þau kannski smá á milli og svo er byrjað á nýrri rútínu aftur. Þetta er svona stanslaust yfir allan sólarhringinn,“ segir Hanna Björk Hilmarsdóttir, nýbökuð þríburamamma. Foreldrarnir skipta næturvöktunum á milli sín og passa að hvílast vel sé þess nokkur kostur. Þau eiga líka Ingiberg, sem er tæplega tveggja ára fjörugur og skemmtilegur strákur. Þríburarnir dafna mjög vel en þau heita Írena Long, Bjartur Long og Þorri Long.Magnús Hlynur Hreiðarsson En er ekki sérstök upplifun að eiga þríbura? „Það er krefjandi og erfitt að eignast eitt barn þannig að þetta er alveg mjög mikið en ég held að við séum bara að standa okkur mjög vel,“ segir Arnar Long Jóhannsson nýbakaður þríburapabbi. En eru þau strax farin að sjá karakter einkenni á þríburunum? „Já að vissu leyti, aðallega stelpunni, hún er ákveðnari. Hún lætur strax vita ef henni líkar ekki eitthvað, þá bara öskrar hún,“ segir Hanna Björk og hlær. En hvernig leggst framtíðin í Hönnu og Arnar með allan þennan barnaskara? „Við erum bara mjög til í þetta, þetta er geggjað. Við erum svo klikkuð, við erum í fæðingarorlofi núna og verðum fram í janúar. Við erum svo að fara með allan herinn til Kaliforníu í 12 tíma flug núna 4. September í haust og verðum til 1. desember, amma mín býr úti“, segir Arnar og Hanna Björk bætir við. „Ég held að hugsunin okkar sé þannig að við ætlum ekki að láta hvað við eigum mikið af börnum stoppa okkur, heldur að gera bara það sem við mundum gera með krakkana.“ Þríburarnir heita Írena Long Arnarsdóttir, Bjartur Long Arnarsson og Þorri Long Arnarsson. Stóri bróðir er mjög ánægður með nýju systkinin sín, tvo bræður og eina systur.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Reykjanesbær Grímsnes- og Grafningshreppur Börn og uppeldi Frjósemi Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Erlent Fleiri fréttir Mikið högg fyrir nærsamfélagið Skemmdarverk unnin á Jónshúsi í skjóli nætur Gripinn við kókaínsmygl á nítjánda aldursári Tæplega þrjátíu ungmenni á leið í samkvæmi þegar slysið varð Réttindalaus dreginn af öðrum Fjórir slasaðir eftir alvarlegt slys Endurskoða varðveislu á upptökum lögreglu eftir að gögnum var eytt Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Sjá meira