Telur órökrétt að hætta að skima bólusetta Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 19. júní 2021 18:31 Ingileif Jónsdóttir, prófessor í ónæmisfræði, hefur áhyggjur af mikilli útbreiðslu indverska afbrigðisins. Dæmi hafa sýnt að það sé bráðsmitandi og geti meðal annars valdið alvarlegum veikindum hjá ungu fólki og börnum. Vísir/Vilhelm Ingileif Jónsdóttir, prófessor í ónæmisfræði, telur órökrétt að hætta að skima bólusetta einstaklinga á landamærunum, ekki síst vegna mikillar útbreiðslu hins svokallaða indverska afbrigðis. Áfram sé hætta á öðrum faraldri. Til stendur að hætta að skima einstaklinga sem koma hingað til lands með bólusetningavottorð eða vottorð um fyrri sýkingu af Covid-19 þann 1. júlí. Um áttatíu prósent þeirra sem koma til landsins eru með slík vottorð. Ingileif vill að ákvörðuninni verði frestað. „Ég held að við ættum að bíða með það. Og í fyrsta lagi þá getum við fagnað því mjög hvað við erum búin að ná góðum árangri, við erum búin að bólusetja að minnsta kosti einn skammt, um 70 prósent þjóðarinnar. Þannig að við erum í alveg í toppi þar. En það tekur tíma fyrir fólk að fá fullt ónæmi eftir bólusetningu,” segir hún. Ingileif bendir á að svokallað Delta-afbrigði, sem rakið er til Indlands, sé í mikilli útbreiðslu víða um heim. Tveir ferðamenn greindust með afbrigðið hér á landi í vikunni en þeir voru fullbólusettir. „Við gætum alveg séð fram á nýjan faraldur vegna þess að þessi afbrigði öll, og þá kannski sérstaklega þetta Delta-afbrigði indverska, er miklu meira smitandi. Ef þau ná að dreifast til þeirra óbólusettu eins og unglinga til dæmis, að þá geta þau auðveldlega dreifst um landið og við gætum séð faraldur,“ segir hún og bendir á að afbrigðið geti valdið alvarlegum veikindum hjá ungu fólki og börnum, en yngsti hópurinn hefur ekki fengið bólusetningu. „Á meðan það er svona mikið um smit í löndunum í kring af þessum skæðari afbrigðum sem bóluefni ráða illa við að þá held ég að það sé mjög góð varúðarráðstöfun að halda áfram, ég myndi gjarnan vilja sjá það út sumarið.” Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur sagður látinn eftir bílslys á Ítalíu Erlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Innlent Hætta leitinni í Meradölum Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent „Svarta ekkjan“ fannst látin Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Fleiri fréttir Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Sjá meira
Til stendur að hætta að skima einstaklinga sem koma hingað til lands með bólusetningavottorð eða vottorð um fyrri sýkingu af Covid-19 þann 1. júlí. Um áttatíu prósent þeirra sem koma til landsins eru með slík vottorð. Ingileif vill að ákvörðuninni verði frestað. „Ég held að við ættum að bíða með það. Og í fyrsta lagi þá getum við fagnað því mjög hvað við erum búin að ná góðum árangri, við erum búin að bólusetja að minnsta kosti einn skammt, um 70 prósent þjóðarinnar. Þannig að við erum í alveg í toppi þar. En það tekur tíma fyrir fólk að fá fullt ónæmi eftir bólusetningu,” segir hún. Ingileif bendir á að svokallað Delta-afbrigði, sem rakið er til Indlands, sé í mikilli útbreiðslu víða um heim. Tveir ferðamenn greindust með afbrigðið hér á landi í vikunni en þeir voru fullbólusettir. „Við gætum alveg séð fram á nýjan faraldur vegna þess að þessi afbrigði öll, og þá kannski sérstaklega þetta Delta-afbrigði indverska, er miklu meira smitandi. Ef þau ná að dreifast til þeirra óbólusettu eins og unglinga til dæmis, að þá geta þau auðveldlega dreifst um landið og við gætum séð faraldur,“ segir hún og bendir á að afbrigðið geti valdið alvarlegum veikindum hjá ungu fólki og börnum, en yngsti hópurinn hefur ekki fengið bólusetningu. „Á meðan það er svona mikið um smit í löndunum í kring af þessum skæðari afbrigðum sem bóluefni ráða illa við að þá held ég að það sé mjög góð varúðarráðstöfun að halda áfram, ég myndi gjarnan vilja sjá það út sumarið.”
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur sagður látinn eftir bílslys á Ítalíu Erlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Innlent Hætta leitinni í Meradölum Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent „Svarta ekkjan“ fannst látin Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Fleiri fréttir Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Sjá meira