Sýknaður í Landsrétti eftir sextán ára dóm í héraði Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 18. júní 2021 15:46 Maðurinn sem lést féll fram af svölum fjölbýlishúss í Úlfarárdal 8. desember. Vísir/Frikki Lithái á sextugsaldri hefur verið sýknaður af ákæru fyrir að hafa banað landa sínum á svipuðu reki í Úlfarsárdal þann 8. desember 2019. Karlmaðurinn, Arturas Leimontas, var sakfelldur fyrir manndráp í héraðsdómi í janúar og dæmdur í sextán ára fangelsi. Arturas var ákærður fyrir manndráp með því að hafa veist með ofbeldi að hinum manninum á svölum íbúðarinnar. Var honum gefið að sök að hafa í kjölfarið kastað honum fram af svölunum þannig að maðurinn féll 6,96 metra niður á steypta stétt og lést skömmu síðar af áverkum sínum. Í dómi Landsréttar kom fram að ekkert vitni bæri um það sem Arturas væri gefið að sök og sýnileg sönnunargögn sönnuðu ekki háttsemina. Byggði ríkissaksóknari á því að sérfræðileg sönnunargögn, annars vegar réttarmeinafræðileg gögn og hins vegar raunvísindaleg gögn um ferla við fall fram af svölum, sönnuðu háttsemi Arturas. Landsréttur, sem skipaður var sérfróðum meðdómendum, fór yfir hin réttarmeinafræðilegu gögn og taldi þau ekki sanna háttsemi. Þá útilokuðu hin raunvísindalegu gögn ekki að karlmaðurinn sem lést hefði getað stokkið fram af svölunum og lent með þeim hætti sem hann gerði. Talið var að þeir áverkar sem greindust á iljum brotaþola rímuðu ekki sérstaklega við þá atburðarás sem ríkissaksóknari byggði á í málinu. Arturas hefði byggt á því að félagi hans kynni að hafa verið að reyna stökk fram af svölunum sem þeir hefðu lært í herþjónustu. Arturas sýndi við vettvangsgöngu tvívegis slíkt stökk fram af vegg og lýsti stökkinu nánar í skýrslu sinni fyrir Landsrétti. Stökk í þessa veru gæti hafa orðið til þess að félaginn lenti þar sem hann lenti, í þeirri stellingu sem hann endaði í, auk þess sem það gæti skýrt áverkana á iljum hans. Slíkt stökk væri hvorki að finna í greiningu sérfræðings lögreglu né dómkvadds matsmanns og lögregla virtist ekkert hafa rannsakað þennan möguleika frekar. Taldi Landsréttur ekki sannað, svo að hafið væri yfir skynsamlegan vafa, að Arturas hefði gerst sekur um þá háttsemi sem lýst væri í ákæru. Var hann því sýknaður. Dómsmál Reykjavík Andlát í Úlfarsárdal Tengdar fréttir Líkama látna líklega velt yfir handriðið og kastað Við rannsókn á dauða manns sem lést eftir fall af svölum fjölbýlishúss í Grafarholti 8. desember 2019, komust sérfræðingar að þeirri niðurstöðu að „utanaðkomandi“ kraftur hefði orðið til þess að maðurinn fór fram af. 3. febrúar 2021 13:37 Sextán ára fangelsi fyrir morð í Úlfarsárdal Arturas Leimontas, Lithái á sextugsaldri, hefur verið dæmdur í sextán ára fangelsi fyrir að hafa banað landa sínum á sextugsaldri í Úlfarsárdal þann 8. desember 2019. Leimontas var sakfelldur fyrir að hafa hrint manninum fram af svölum á þriðju hæð fjölbýlishúss við Skyggnisbraut í Grafarholti. 29. janúar 2021 14:30 Mest lesið Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Sjá meira
Arturas var ákærður fyrir manndráp með því að hafa veist með ofbeldi að hinum manninum á svölum íbúðarinnar. Var honum gefið að sök að hafa í kjölfarið kastað honum fram af svölunum þannig að maðurinn féll 6,96 metra niður á steypta stétt og lést skömmu síðar af áverkum sínum. Í dómi Landsréttar kom fram að ekkert vitni bæri um það sem Arturas væri gefið að sök og sýnileg sönnunargögn sönnuðu ekki háttsemina. Byggði ríkissaksóknari á því að sérfræðileg sönnunargögn, annars vegar réttarmeinafræðileg gögn og hins vegar raunvísindaleg gögn um ferla við fall fram af svölum, sönnuðu háttsemi Arturas. Landsréttur, sem skipaður var sérfróðum meðdómendum, fór yfir hin réttarmeinafræðilegu gögn og taldi þau ekki sanna háttsemi. Þá útilokuðu hin raunvísindalegu gögn ekki að karlmaðurinn sem lést hefði getað stokkið fram af svölunum og lent með þeim hætti sem hann gerði. Talið var að þeir áverkar sem greindust á iljum brotaþola rímuðu ekki sérstaklega við þá atburðarás sem ríkissaksóknari byggði á í málinu. Arturas hefði byggt á því að félagi hans kynni að hafa verið að reyna stökk fram af svölunum sem þeir hefðu lært í herþjónustu. Arturas sýndi við vettvangsgöngu tvívegis slíkt stökk fram af vegg og lýsti stökkinu nánar í skýrslu sinni fyrir Landsrétti. Stökk í þessa veru gæti hafa orðið til þess að félaginn lenti þar sem hann lenti, í þeirri stellingu sem hann endaði í, auk þess sem það gæti skýrt áverkana á iljum hans. Slíkt stökk væri hvorki að finna í greiningu sérfræðings lögreglu né dómkvadds matsmanns og lögregla virtist ekkert hafa rannsakað þennan möguleika frekar. Taldi Landsréttur ekki sannað, svo að hafið væri yfir skynsamlegan vafa, að Arturas hefði gerst sekur um þá háttsemi sem lýst væri í ákæru. Var hann því sýknaður.
Dómsmál Reykjavík Andlát í Úlfarsárdal Tengdar fréttir Líkama látna líklega velt yfir handriðið og kastað Við rannsókn á dauða manns sem lést eftir fall af svölum fjölbýlishúss í Grafarholti 8. desember 2019, komust sérfræðingar að þeirri niðurstöðu að „utanaðkomandi“ kraftur hefði orðið til þess að maðurinn fór fram af. 3. febrúar 2021 13:37 Sextán ára fangelsi fyrir morð í Úlfarsárdal Arturas Leimontas, Lithái á sextugsaldri, hefur verið dæmdur í sextán ára fangelsi fyrir að hafa banað landa sínum á sextugsaldri í Úlfarsárdal þann 8. desember 2019. Leimontas var sakfelldur fyrir að hafa hrint manninum fram af svölum á þriðju hæð fjölbýlishúss við Skyggnisbraut í Grafarholti. 29. janúar 2021 14:30 Mest lesið Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Sjá meira
Líkama látna líklega velt yfir handriðið og kastað Við rannsókn á dauða manns sem lést eftir fall af svölum fjölbýlishúss í Grafarholti 8. desember 2019, komust sérfræðingar að þeirri niðurstöðu að „utanaðkomandi“ kraftur hefði orðið til þess að maðurinn fór fram af. 3. febrúar 2021 13:37
Sextán ára fangelsi fyrir morð í Úlfarsárdal Arturas Leimontas, Lithái á sextugsaldri, hefur verið dæmdur í sextán ára fangelsi fyrir að hafa banað landa sínum á sextugsaldri í Úlfarsárdal þann 8. desember 2019. Leimontas var sakfelldur fyrir að hafa hrint manninum fram af svölum á þriðju hæð fjölbýlishúss við Skyggnisbraut í Grafarholti. 29. janúar 2021 14:30