Ferðamennirnir reyndust með indverska afbrigðið Kristín Ólafsdóttir skrifar 18. júní 2021 12:05 Fólkið greindist með veiruna í skimun fyrir brottför í byrjun vikunnar. Vísir/vilhelm Ferðamennirnir tveir sem greindust með kórónuveiruna utan sóttkvíar fyrr í vikunni reyndust með Delta-afbrigðið svokallaða, sem rakið er til Indlands, samkvæmt niðurstöðum raðgreiningar. Talið er að fólkið hafi smitast rétt áður en það kom til landsins og þá þykir ólíklegt að það hafi smitað út frá sér. Ferðamennirnir komu til landsins frá Mið-Austurlöndum, voru fullbólusettir og greindust neikvæðir í sýnatöku við komuna hingað. Þeir reyndust svo jákvæðir fyrir veirunni við skimun fyrir brottför á þriðjudag. Fram kom í tilkynningu að vel hefði gengið að rekja ferðir ferðamannanna og enginn hafi farið í sóttkví vegna þeirra. Delta-afbrigðið, sem virðist smitast greiðar en önnur afbrigði, hefur greinst nokkrum sinnum áður hér á landi. „Við höfum greint þetta á landamærunum og einn af þeim var greindur reyndar í seinni skimun en það hefur ekki greinst þannig að það sé eitthvað sem við teljum að hafi smitast hérna innanlands,“ segir Guðrún Aspelund, yfirlæknir á sóttvarnasviði hjá embætti landlæknis. Líklegast nýsmituð Hún telur langlíklegast að ferðamennirnir hafi ekki smitast af afbrigðinu hérlendis. „Þannig að það er líklegt að þau hafi verið nýsmituð, hafi smitast rétt fyrir ferðalagið eða á ferðalaginu því þetta afbrigði er ekki í gangi hérna innanlands, tímasetningin passar við það af því að þau greinast í skimun, þau greinast ekki vegna einkenna.“ Þá sé afar ólíklegt að fólkið hafi smitað út frá sér. „Þau voru mjög út af fyrir sig, einnig varðandi matarmál, voru ekki að borða á veitingastöðum. Höfðu keypt sér mat höfðu farið í búðir en voru mjög sjálfum sér nóg og varðandi gistingu og annað einnig. Þannig að það fór enginn í sóttkví vegna þessa fólks,“ segir Guðrún. „Við erum ekki með áhyggjur en erum auðvitað meðvituð um þetta og vakandi fyrir því og fylgjumst grannt með þessu því auðvitað viljum við ekki fá útbreiðslu á neinni veiru, og ekki þessu afbrigði, hérna innanlands.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Enginn greindist innanlands á 17. júní Enginn greindist með kórónuveiruna innanlands í gær, á sjálfum þjóðhátíðardeginum. 18. júní 2021 10:42 Mest lesið Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Erlent Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Innlent Vonskuveður framundan Innlent Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Innlent Hellisheiði opin á ný Innlent Dómur Sigmars fyrir að nauðga stúlku á göngustíg stendur Innlent „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Innlent Fleiri fréttir Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst „Við erum ekki að horfa á Excel-skjöl, við erum að horfa á börn“ Framkvæmdir stöðvaðar að hluta Kennarar óttist vanefndir „Búumst við hinu versta en vonum það besta“ Kennarar melta tillögu ríkissáttasemjara Minningargreinamálið fer ekki fyrir Hæstarétt Lá við árekstri á meðan flugumferðarstjórar horfðu á úrslitaleikinn Bein útsending: Er aukin kjöt- og próteinneysla leiðin að bættri heilsu? Lítið sem ekkert flug framundan Vilhjálmur stýrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis Gagnrýna að einkarekstri leikskóla hafi verið haldið frá bæjarstjórn Þorsteinn Skúli tekur formannsslaginn Sjá meira
Ferðamennirnir komu til landsins frá Mið-Austurlöndum, voru fullbólusettir og greindust neikvæðir í sýnatöku við komuna hingað. Þeir reyndust svo jákvæðir fyrir veirunni við skimun fyrir brottför á þriðjudag. Fram kom í tilkynningu að vel hefði gengið að rekja ferðir ferðamannanna og enginn hafi farið í sóttkví vegna þeirra. Delta-afbrigðið, sem virðist smitast greiðar en önnur afbrigði, hefur greinst nokkrum sinnum áður hér á landi. „Við höfum greint þetta á landamærunum og einn af þeim var greindur reyndar í seinni skimun en það hefur ekki greinst þannig að það sé eitthvað sem við teljum að hafi smitast hérna innanlands,“ segir Guðrún Aspelund, yfirlæknir á sóttvarnasviði hjá embætti landlæknis. Líklegast nýsmituð Hún telur langlíklegast að ferðamennirnir hafi ekki smitast af afbrigðinu hérlendis. „Þannig að það er líklegt að þau hafi verið nýsmituð, hafi smitast rétt fyrir ferðalagið eða á ferðalaginu því þetta afbrigði er ekki í gangi hérna innanlands, tímasetningin passar við það af því að þau greinast í skimun, þau greinast ekki vegna einkenna.“ Þá sé afar ólíklegt að fólkið hafi smitað út frá sér. „Þau voru mjög út af fyrir sig, einnig varðandi matarmál, voru ekki að borða á veitingastöðum. Höfðu keypt sér mat höfðu farið í búðir en voru mjög sjálfum sér nóg og varðandi gistingu og annað einnig. Þannig að það fór enginn í sóttkví vegna þessa fólks,“ segir Guðrún. „Við erum ekki með áhyggjur en erum auðvitað meðvituð um þetta og vakandi fyrir því og fylgjumst grannt með þessu því auðvitað viljum við ekki fá útbreiðslu á neinni veiru, og ekki þessu afbrigði, hérna innanlands.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Enginn greindist innanlands á 17. júní Enginn greindist með kórónuveiruna innanlands í gær, á sjálfum þjóðhátíðardeginum. 18. júní 2021 10:42 Mest lesið Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Erlent Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Innlent Vonskuveður framundan Innlent Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Innlent Hellisheiði opin á ný Innlent Dómur Sigmars fyrir að nauðga stúlku á göngustíg stendur Innlent „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Innlent Fleiri fréttir Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst „Við erum ekki að horfa á Excel-skjöl, við erum að horfa á börn“ Framkvæmdir stöðvaðar að hluta Kennarar óttist vanefndir „Búumst við hinu versta en vonum það besta“ Kennarar melta tillögu ríkissáttasemjara Minningargreinamálið fer ekki fyrir Hæstarétt Lá við árekstri á meðan flugumferðarstjórar horfðu á úrslitaleikinn Bein útsending: Er aukin kjöt- og próteinneysla leiðin að bættri heilsu? Lítið sem ekkert flug framundan Vilhjálmur stýrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis Gagnrýna að einkarekstri leikskóla hafi verið haldið frá bæjarstjórn Þorsteinn Skúli tekur formannsslaginn Sjá meira
Enginn greindist innanlands á 17. júní Enginn greindist með kórónuveiruna innanlands í gær, á sjálfum þjóðhátíðardeginum. 18. júní 2021 10:42