„Ég myndi alltaf taka þetta í hámhorfi“ Birgir Olgeirsson skrifar 18. júní 2021 12:32 Guðrún Ýr Eyfjörð, betur þekkt sem GDRN, leikur aðalhlutverkið í Kötlu. Lilja Jónsdóttir/NETFLIX „Hún er yfirþyrmandi,“ segir Guðrún Ýr Eyfjörð, spurð hvernig tilfinningin sé að sjá endanlega útgáfu af tæplega tveggja ára vinnu nú þegar íslenska þáttaröðin Katla hefur verið frumsýnd á Netflix. „Það er mikil spenna og það er stress og gleði og líka svona óvissa. Núna er maður búinn að vinna að þessu í eitt og hálft á rog allt í einu er þetta komið út. Maður er svolítið stressaður en spenntur og glaður.“ Guðrún, sem Íslendingar þekkja flestir sem tónlistarkonuna GDRN, leikur aðalhlutverkið í þessum þáttum sem RVK Studios framleiðir. Handritshöfundar eru Baltasar Kormákur, Sigurjón Kjartansson, Davíð Már Stefánsson og Lilja Sigurðardóttir. Leikstjórar eru fyrrnefndur Baltasar, Börkur Sigþórsson og Þóra Hilmarsdóttir. Áhorfendur eru teknir inn í atburðarás sem á sér stað eftir að gos í Kötlu hefur staðið samfellt yfir í heilt ár. Guðrún leikur Grímu sem leitar enn systur sinnar sem hvarf daginn sem eldgosið byrjaði. Baltasar Kormákur og Guðrún Ýr Eyfjörð við tökur á þáttunum.Lilja Jónsdóttir/Netflix Þegar von hennar um að finna lík systur sinnar fer dvínandi fara íbúar á svæðinu að fá heimsóknir frá óvæntum gestum. Kannski leynist eitthvað undir jöklinum sem enginn gat séð fyrir. „Þetta er svona Sci-fi drama, ég myndi maður kannski kalla þetta. Sagan fjallar um nokkrar persónur sem eru eftir í Vík í Mýrdal eftir að Katla gýs, fólk sem hefur farið í gegnum áföll og drama. Það fara undarlegir atburðir að gerast,“ segir Guðrún sem segist ekki geta sagt mikið meira um söguþráðinn án þess að eiga hættu á að skemma upplifun áhorfenda, en hún lofar mikilli spennu. „Mér fannst þetta svo spennandi. Ég myndi alltaf taka þetta í hámhorfi, en það má alveg taka einn til tvo á dag,“ segir Guðrún. Framleiðslan á þessum þáttum er risastór og vinnan við þá staðið yfir í mörg ár. Guðrún hefur hingað til einblínt á tónlistina og þvi spurning hvernig henni tókst að landa einu af stærstu hlutverkunum sem leikurum hefur staðið til boða á Íslandi? „Ég var bara boðuð í prufur í kjölfar þess að ég var að syngja í Shakespeare verður ástfanginn í Þjóðleikhúsinu,“ segir Guðrún. Leikstjóri sýningarinnar var Selma Björnsdóttir en hún hefur lengi séð um leikaraval fyrir verkefni Baltasars Kormáks. „Hún spyr mig hvort ég vilji ekki fara í prufu. Ég geri það og flaug bara í gegn,“ segir Guðrún. Sögusvið Kötlu er yfirnáttúrulegt og fjarstæðukennt en Guðrún segir að á endanum hafi reynst auðveldara en hún hélt að setja sig inn í slíkar aðstæður þegar tökur hófstu í febrúar í fyrra. „Það sem var svolítið fyndið við þetta allt saman. Þegar við byrjum tökur þá þarf að stoppa þær strax út af covid, það er kominn heimsfaraldur. Þetta var allt mjög súrrealískt frá fyrsta degi og því ekkert mál að setja sig í súrrealískar aðstæður því við vorum nú þegar komnar í skrýtnar aðstæður út af þessum heimsfaraldri,“ segir Guðrún. Hún segir ekki á dagskránni að hætta í tónlistinni þó leiklistarbakterían hafi gripið hana. Hún sér fram á að blanda þessu saman. Munurinn á því að gera eigin tónlist og leika persónu sem aðrir hafa skrifað sé þó mikill. „Í tónlistinni er maður við stýrið og maður stjórnar sjálfur hvað fer inn á plötuna. Þegar maður gefur hana út er maður með puttana í öllu og fylgir þessu hundrað prósent eftir. Í leiklistinni er sagan þegar orðin til saga og þú þarft að túlka hana og treysta leikstjóranum. Svo þegar tökunum er lokið þarft þú alveg að sleppa. Þú hefur enga stjórn lengur. Þetta var mjög skemmtilegt ferli að fara í gegnum. Það eru mikil líkindi á milli tónlistar og leiklistarinnar en þarna kom þetta mér á óvart og þetta var svolítið öðruvísi,“ segir Guðrún. Þættirnir eru átta talsins og verða aðgengilegir í meira en 190 löndum. Klippa: Íslenska þáttaröðin Katla frumsýnd Netflix Kvikmyndagerð á Íslandi Menning Tengdar fréttir Erlendir sjónvarpssérfræðingar ósammála um Kötlu: „Köld og ruglingsleg norræn ráðgáta“ Íslensku Netflix-þættirnir Katla voru frumsýndir á streymisveitunni um allan heim á miðnætti í fyrrinótt. Þættirnir hafa fengið misjafna dóma hjá erlendum gagnrýnendum en áhorfendur hafa þó gefið þáttunum mjög góða einkunn: 83 prósent á Rotten Tomatoes og 81 prósent á IMDB. 18. júní 2021 10:53 „Í aðstæðum sem eru eiginlega óhugsandi“ „Ég er varla búin að átta mig á því að þetta sé að fara á Netflix um allan heim,“ segir Birgitta Birgisdóttir, en hún leikur í sjónvarpsþáttunum Katla. Þættirnir koma allir inn á streymisveituna Netflix á miðnætti. 16. júní 2021 20:01 Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Fleiri fréttir Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
„Það er mikil spenna og það er stress og gleði og líka svona óvissa. Núna er maður búinn að vinna að þessu í eitt og hálft á rog allt í einu er þetta komið út. Maður er svolítið stressaður en spenntur og glaður.“ Guðrún, sem Íslendingar þekkja flestir sem tónlistarkonuna GDRN, leikur aðalhlutverkið í þessum þáttum sem RVK Studios framleiðir. Handritshöfundar eru Baltasar Kormákur, Sigurjón Kjartansson, Davíð Már Stefánsson og Lilja Sigurðardóttir. Leikstjórar eru fyrrnefndur Baltasar, Börkur Sigþórsson og Þóra Hilmarsdóttir. Áhorfendur eru teknir inn í atburðarás sem á sér stað eftir að gos í Kötlu hefur staðið samfellt yfir í heilt ár. Guðrún leikur Grímu sem leitar enn systur sinnar sem hvarf daginn sem eldgosið byrjaði. Baltasar Kormákur og Guðrún Ýr Eyfjörð við tökur á þáttunum.Lilja Jónsdóttir/Netflix Þegar von hennar um að finna lík systur sinnar fer dvínandi fara íbúar á svæðinu að fá heimsóknir frá óvæntum gestum. Kannski leynist eitthvað undir jöklinum sem enginn gat séð fyrir. „Þetta er svona Sci-fi drama, ég myndi maður kannski kalla þetta. Sagan fjallar um nokkrar persónur sem eru eftir í Vík í Mýrdal eftir að Katla gýs, fólk sem hefur farið í gegnum áföll og drama. Það fara undarlegir atburðir að gerast,“ segir Guðrún sem segist ekki geta sagt mikið meira um söguþráðinn án þess að eiga hættu á að skemma upplifun áhorfenda, en hún lofar mikilli spennu. „Mér fannst þetta svo spennandi. Ég myndi alltaf taka þetta í hámhorfi, en það má alveg taka einn til tvo á dag,“ segir Guðrún. Framleiðslan á þessum þáttum er risastór og vinnan við þá staðið yfir í mörg ár. Guðrún hefur hingað til einblínt á tónlistina og þvi spurning hvernig henni tókst að landa einu af stærstu hlutverkunum sem leikurum hefur staðið til boða á Íslandi? „Ég var bara boðuð í prufur í kjölfar þess að ég var að syngja í Shakespeare verður ástfanginn í Þjóðleikhúsinu,“ segir Guðrún. Leikstjóri sýningarinnar var Selma Björnsdóttir en hún hefur lengi séð um leikaraval fyrir verkefni Baltasars Kormáks. „Hún spyr mig hvort ég vilji ekki fara í prufu. Ég geri það og flaug bara í gegn,“ segir Guðrún. Sögusvið Kötlu er yfirnáttúrulegt og fjarstæðukennt en Guðrún segir að á endanum hafi reynst auðveldara en hún hélt að setja sig inn í slíkar aðstæður þegar tökur hófstu í febrúar í fyrra. „Það sem var svolítið fyndið við þetta allt saman. Þegar við byrjum tökur þá þarf að stoppa þær strax út af covid, það er kominn heimsfaraldur. Þetta var allt mjög súrrealískt frá fyrsta degi og því ekkert mál að setja sig í súrrealískar aðstæður því við vorum nú þegar komnar í skrýtnar aðstæður út af þessum heimsfaraldri,“ segir Guðrún. Hún segir ekki á dagskránni að hætta í tónlistinni þó leiklistarbakterían hafi gripið hana. Hún sér fram á að blanda þessu saman. Munurinn á því að gera eigin tónlist og leika persónu sem aðrir hafa skrifað sé þó mikill. „Í tónlistinni er maður við stýrið og maður stjórnar sjálfur hvað fer inn á plötuna. Þegar maður gefur hana út er maður með puttana í öllu og fylgir þessu hundrað prósent eftir. Í leiklistinni er sagan þegar orðin til saga og þú þarft að túlka hana og treysta leikstjóranum. Svo þegar tökunum er lokið þarft þú alveg að sleppa. Þú hefur enga stjórn lengur. Þetta var mjög skemmtilegt ferli að fara í gegnum. Það eru mikil líkindi á milli tónlistar og leiklistarinnar en þarna kom þetta mér á óvart og þetta var svolítið öðruvísi,“ segir Guðrún. Þættirnir eru átta talsins og verða aðgengilegir í meira en 190 löndum. Klippa: Íslenska þáttaröðin Katla frumsýnd
Netflix Kvikmyndagerð á Íslandi Menning Tengdar fréttir Erlendir sjónvarpssérfræðingar ósammála um Kötlu: „Köld og ruglingsleg norræn ráðgáta“ Íslensku Netflix-þættirnir Katla voru frumsýndir á streymisveitunni um allan heim á miðnætti í fyrrinótt. Þættirnir hafa fengið misjafna dóma hjá erlendum gagnrýnendum en áhorfendur hafa þó gefið þáttunum mjög góða einkunn: 83 prósent á Rotten Tomatoes og 81 prósent á IMDB. 18. júní 2021 10:53 „Í aðstæðum sem eru eiginlega óhugsandi“ „Ég er varla búin að átta mig á því að þetta sé að fara á Netflix um allan heim,“ segir Birgitta Birgisdóttir, en hún leikur í sjónvarpsþáttunum Katla. Þættirnir koma allir inn á streymisveituna Netflix á miðnætti. 16. júní 2021 20:01 Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Fleiri fréttir Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Erlendir sjónvarpssérfræðingar ósammála um Kötlu: „Köld og ruglingsleg norræn ráðgáta“ Íslensku Netflix-þættirnir Katla voru frumsýndir á streymisveitunni um allan heim á miðnætti í fyrrinótt. Þættirnir hafa fengið misjafna dóma hjá erlendum gagnrýnendum en áhorfendur hafa þó gefið þáttunum mjög góða einkunn: 83 prósent á Rotten Tomatoes og 81 prósent á IMDB. 18. júní 2021 10:53
„Í aðstæðum sem eru eiginlega óhugsandi“ „Ég er varla búin að átta mig á því að þetta sé að fara á Netflix um allan heim,“ segir Birgitta Birgisdóttir, en hún leikur í sjónvarpsþáttunum Katla. Þættirnir koma allir inn á streymisveituna Netflix á miðnætti. 16. júní 2021 20:01