Viðskipti innlent

Loka Litlu kaffistofunni í ágúst

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Litla kaffistofan leggur upp laupana síðar í sumar.
Litla kaffistofan leggur upp laupana síðar í sumar. Facebook/Litla Kaffistofan

Litlu kaffistofunni á Suðurlandsvegi verður lokað í sumar, en áætlað er að síðasti opnunardagur verði 31. júlí. Ástæðan er breytt rekstrarumhverfi.

Í Facebook-færslu sem starfsfólk Litlu kaffistofunnar birti nú í kvöld segir:

„Þar sem rekstrarumhverfið fyrir lítil fyrirtæki er orðið mjög breytt, hefur sú ákvörðun verið tekin að loka Litlu kaffistofunni. Síðasti áætlaði opnunardagur verður 31. Júlí n.k. Fram að þeim tíma verður opnunartíminn alla virka daga frá kl. 9 til 14 meðan verið er að tæma lagerbirgðir. Hádegismatur verður óbreyttur, en minnkað úrval í brauði og kökum.“

Þá þakkar starfsfólkið viðskiptavinum sínum fyrir góðar móttökur og góð kynni á þeim tíma sem Litla kaffistofan, einn þekktasti áningarstaðurinn við þjóðveg eitt, hefur verið rekin í núverandi mynd, en rekstur Litlu kaffistofunnar hófst árið 1960.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×