Innlent

Fjall­konan í ár er Hanna María

Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar
Fjallkonan flutti ávarp á hátíðarhöldunum. 
Fjallkonan flutti ávarp á hátíðarhöldunum.  skjáskot/rúv

Hanna María Karls­dóttir leik­kona er fjall­konan í ár. Hún flutti á­varp á há­tíðar­at­höfn á Austur­velli í dag.

Mikil leynd hvílir á­valt yfir því hver mun fara með hlut­verk fjall­konunnar þar til hún gengur út úr Al­þingis­húsinu klædd skraut­búningnum.

Skraut­búningurinn er í vörslu Ár­bæjar­safns og við hann er stokk­belti með víniðar­munstri úr silfri og brjóst­næla í stíl.

Fjall­konan er tákn Ís­lands en hún var fyrst nefnd í kvæði Bjarna Thoraren­sen, Eld­gamla Ísa­fold, sem var ort á fyrsta ára­tug 19. aldar.

Hug­myndin um konu sem tákn Ís­lands kom þó fram fyrr, í kvæði Eggerts Ólafs­sonar, Of­sjónir, frá árinu 1752.

Hanna María út­skrifaðist úr Leik­listar­skóla Ís­lands árið 1978 og hefur leikið í ýmsum af ást­sælustu kvik­myndum Ís­lands.

Hér má sjá ávarp fjallkonunnar í heild sinni birt að fengnu leyfi frá RÚV:

Kvæði Bjarna Thorarensen, Eldgamla Ísafold:

Eldgamla Ísafold, 

ástkæra fósturmold,

fjallkonan fríð. 

Mögum þín muntu kær,

meðan lönd girðir sær 

og gumar girnast mær,

gljáir sól á hlíð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×