Kallar eftir afsögn dómsmálaráðherra Vésteinn Örn Pétursson og Sunna Sæmundsdóttir skrifa 16. júní 2021 17:27 Magnús Norðdahl er lögmaður fólks úr hópi þeirra sem Útlendingastofnun neitaði um þjónustu með ólögmætum hætti. Vísir/Sigurjón Skaða- og miskabótamál verður höfðað gegn Útlendingastofnun fyrir að hafa svipt flóttamenn þjónustu og húsnæði. Samkvæmt niðurstöðu kærunefndar útlendingamála var það óheimilt og lögmaður telur að dómsmálaráðherra eigi að segja af sér vegna málsins. Að undanförnu hafa um tuttugu hælisleitendur verið sviptir þjónustu og húsnæði hjá Útlendingastofnun þar sem þeir hafa neitað að fara í kórónuveirupróf, sem er forsenda þess að hægt sé að vísa þeim úr landi en flesta átti að endursenda til Grikklands. Kærunefnd útlendingamála komst í gær að þeirri niðurstöðu að þetta hafi verið óheimilt. Ekki sé hægt að skerða réttindi fólks með þessum hætti án þess að hafa til þess skýra lagaheimild, sem hér hafi ekki verið til staðar. Magnús Norðdahl, lögmaður fólks úr hópnum, segir að höfðað verði mál gegn Útlendingastofnun og farið fram á bætur. „Bæði vegna þeirrar þjónustu sem þeir misstu á því tímabili sem um ræðir en einnig vegna þess miska sem þeir urðu fyrir. Höfum í huga að einn þessara aðila, honum var vísað á götuna í mars. Hann átti hér ekkert félagslegt net og fyrstu nóttina sem honum var vísað úr húsnæði Útlendingastofnunar gisti hann á götum Reykjavíkurborgar, í frosti.“ Útlendingastofnun endurgreiði fólkinu afturvirkt Hann telur að einhver þurfi að axla ábyrgð á málinu. „Fólki var vísað á götuna án húsnæðis og fæðis í andstöðu við lög. Og það er mín skoðun að sá aðili sem fer fyrir þessum málaflokki sem er auðvitað dómsmálaráðherra, Áslaug Arna, að það væri rétt að hún myndi segja af sér út af þessu máli. Þetta er háalvarlegt,“ segir Magnús og bendir á að ráðherra hafi ekki gert athugasemdir við framgöngu Útlendingastofnunar í málinu. Útlendingastofnun vildi ekki veita viðtal um málið en í yfirlýsingu segir að fólkinu hafi þegar verið boðin þjónusta á ný og að fæðispeningar og framfærslufé, sem ekki voru greiddir á meðan fólkið naut ekki þjónustunnar, verði greiddir í dag og næstu daga. „Þeir fengu sms í gær og fengu fæðiskort og strætókort og var boðið að koma aftur í húsnæði Útlendingastofnunar og ég held að flestir hafi þegið það.“ Hælisleitendur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Hælisleitendur sem neituðu að fara í Covid-próf fá þjónustu á ný Kærunefnd útlendingamála hefur fellt úr gildi ákvörðun Útlendingastofnunar um að fella niður þjónustu til palestínsks manns sem neitað hafði að undirgangast próf við kórónuveirunni áður en flytja átti hann til Grikklands. 15. júní 2021 15:25 Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Af hverju langar Trump í Grænland? Erlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Innlent Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Innlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Fleiri fréttir Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Sjá meira
Að undanförnu hafa um tuttugu hælisleitendur verið sviptir þjónustu og húsnæði hjá Útlendingastofnun þar sem þeir hafa neitað að fara í kórónuveirupróf, sem er forsenda þess að hægt sé að vísa þeim úr landi en flesta átti að endursenda til Grikklands. Kærunefnd útlendingamála komst í gær að þeirri niðurstöðu að þetta hafi verið óheimilt. Ekki sé hægt að skerða réttindi fólks með þessum hætti án þess að hafa til þess skýra lagaheimild, sem hér hafi ekki verið til staðar. Magnús Norðdahl, lögmaður fólks úr hópnum, segir að höfðað verði mál gegn Útlendingastofnun og farið fram á bætur. „Bæði vegna þeirrar þjónustu sem þeir misstu á því tímabili sem um ræðir en einnig vegna þess miska sem þeir urðu fyrir. Höfum í huga að einn þessara aðila, honum var vísað á götuna í mars. Hann átti hér ekkert félagslegt net og fyrstu nóttina sem honum var vísað úr húsnæði Útlendingastofnunar gisti hann á götum Reykjavíkurborgar, í frosti.“ Útlendingastofnun endurgreiði fólkinu afturvirkt Hann telur að einhver þurfi að axla ábyrgð á málinu. „Fólki var vísað á götuna án húsnæðis og fæðis í andstöðu við lög. Og það er mín skoðun að sá aðili sem fer fyrir þessum málaflokki sem er auðvitað dómsmálaráðherra, Áslaug Arna, að það væri rétt að hún myndi segja af sér út af þessu máli. Þetta er háalvarlegt,“ segir Magnús og bendir á að ráðherra hafi ekki gert athugasemdir við framgöngu Útlendingastofnunar í málinu. Útlendingastofnun vildi ekki veita viðtal um málið en í yfirlýsingu segir að fólkinu hafi þegar verið boðin þjónusta á ný og að fæðispeningar og framfærslufé, sem ekki voru greiddir á meðan fólkið naut ekki þjónustunnar, verði greiddir í dag og næstu daga. „Þeir fengu sms í gær og fengu fæðiskort og strætókort og var boðið að koma aftur í húsnæði Útlendingastofnunar og ég held að flestir hafi þegið það.“
Hælisleitendur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Hælisleitendur sem neituðu að fara í Covid-próf fá þjónustu á ný Kærunefnd útlendingamála hefur fellt úr gildi ákvörðun Útlendingastofnunar um að fella niður þjónustu til palestínsks manns sem neitað hafði að undirgangast próf við kórónuveirunni áður en flytja átti hann til Grikklands. 15. júní 2021 15:25 Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Af hverju langar Trump í Grænland? Erlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Innlent Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Innlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Fleiri fréttir Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Sjá meira
Hælisleitendur sem neituðu að fara í Covid-próf fá þjónustu á ný Kærunefnd útlendingamála hefur fellt úr gildi ákvörðun Útlendingastofnunar um að fella niður þjónustu til palestínsks manns sem neitað hafði að undirgangast próf við kórónuveirunni áður en flytja átti hann til Grikklands. 15. júní 2021 15:25