Borgin greiði fötluðum manni miskabætur Árni Sæberg skrifar 16. júní 2021 15:43 Héraðsdómur Reykjavíkur Vilhelm/Vísir Reykjavíkurborg var í dag dæmd í Héraðsdómi Reykjavíkur til að greiða fötluðum manni á þrítugsaldri miskabætur að fjárhæð 1,1 milljón króna. Maðurinn sótti um sértækt húsnæðisúrræði á vegum Reykjavíkurborgar árið 2016. Umsókn hans var samþykkt samdægurs og hann settur á biðlista eftir húsnæði. Í kjölfar umsóknarinnar fór fram mat og greining á þjónustuþörf hans. Niðurstaða þeirrar greiningar var að maðurinn sé haldinn verulegri þroskahömlun, ódæmigerðri einhverfu, insúlínháðri sykursýki og Downs heilkenni. Því er þjónustuþörf hans nokkuð mikil. Í stefnu mannsins gegn Reykjavíkurborg var þess krafist að borgin greiddi honum tvær milljónir króna í miskabætur. Krafa mannsins er byggð á tvíþættum grunni, annars vegar vegna óhóflegs dráttar útvegunar sérhæfðs húsnæðis og hins vegar að borgin hafi látið undir höfuð leggjast að gera persónubundna, einstaklingsmiðaða áætlun um hvenær honum yrði slíkt húsnæði til reiðu. Fimm ára bið ekki úr hófi Héraðsdómur taldi Reykjavíkurborg ekki hafa gerst seka um saknæma eða ólögmæta háttsemi gagnvart manninum með því að láta hann bíða í fimm ár á biðlista eftir sértæku húsnæði. Dómurinn telur að veita þurfi sveitarfélögum nokkuð svigrúm til að skipuleggja og framkvæma þjónustu sína. Hins vegar telur héraðsdómur að Reykjavíkurborg hafi brotið með bótaskyldum hætti gagnvart manninum með því að gera ekki eintaklingsbundna áætlun um hvenær honum stæði húsnæði til reiðu. Biðhít frekar en biðlisti Maðurinn skilgreindi stöðu sína við málflutning sem svo að hann væri í biðhít en ekki á biðlista. Biðlistinn sem maðurinn er á er ekki eiginlegur listi samkvæmt dóminum. Umsækjendum um sértæk húsnæðisúrræði er skipt í fjóra hópa eftir þjónustuþörf þeirra. Innan hópanna er umsækjendum ekki raðað í röð heldur er metið í hvert skipti, þegar húsnæði losnar, hver þeirra hefur mesta þörf fyrir húsnæði. Dómurinn telur þetta fyrirkomulag ekki uppfylla skilyrði um eintaklingsbundna áætlun. Maðurinn hafi ekki fengið neinar upplýsingar um hvenær hann mætti vænta að fá úthlutuðu húsnæði. Flóki Ásgeirsson, lögmaður mannsins, segir fjölskyldu umbjóðanda síns fagna því að fá staðfestingu á því að borgin hafi ekki farið að lögum við meðferð máls hans. Reykjavíkurborg var, sem áður segir, dæmd til að greiða manninum 1,1 milljón króna í miskabætur. Þá greiðir borgin einnig málskostnað mannsins sem telur 1,3 milljón króna. Reykjavík Dómsmál Mest lesið „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar að Óla Erni „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Sjá meira
Maðurinn sótti um sértækt húsnæðisúrræði á vegum Reykjavíkurborgar árið 2016. Umsókn hans var samþykkt samdægurs og hann settur á biðlista eftir húsnæði. Í kjölfar umsóknarinnar fór fram mat og greining á þjónustuþörf hans. Niðurstaða þeirrar greiningar var að maðurinn sé haldinn verulegri þroskahömlun, ódæmigerðri einhverfu, insúlínháðri sykursýki og Downs heilkenni. Því er þjónustuþörf hans nokkuð mikil. Í stefnu mannsins gegn Reykjavíkurborg var þess krafist að borgin greiddi honum tvær milljónir króna í miskabætur. Krafa mannsins er byggð á tvíþættum grunni, annars vegar vegna óhóflegs dráttar útvegunar sérhæfðs húsnæðis og hins vegar að borgin hafi látið undir höfuð leggjast að gera persónubundna, einstaklingsmiðaða áætlun um hvenær honum yrði slíkt húsnæði til reiðu. Fimm ára bið ekki úr hófi Héraðsdómur taldi Reykjavíkurborg ekki hafa gerst seka um saknæma eða ólögmæta háttsemi gagnvart manninum með því að láta hann bíða í fimm ár á biðlista eftir sértæku húsnæði. Dómurinn telur að veita þurfi sveitarfélögum nokkuð svigrúm til að skipuleggja og framkvæma þjónustu sína. Hins vegar telur héraðsdómur að Reykjavíkurborg hafi brotið með bótaskyldum hætti gagnvart manninum með því að gera ekki eintaklingsbundna áætlun um hvenær honum stæði húsnæði til reiðu. Biðhít frekar en biðlisti Maðurinn skilgreindi stöðu sína við málflutning sem svo að hann væri í biðhít en ekki á biðlista. Biðlistinn sem maðurinn er á er ekki eiginlegur listi samkvæmt dóminum. Umsækjendum um sértæk húsnæðisúrræði er skipt í fjóra hópa eftir þjónustuþörf þeirra. Innan hópanna er umsækjendum ekki raðað í röð heldur er metið í hvert skipti, þegar húsnæði losnar, hver þeirra hefur mesta þörf fyrir húsnæði. Dómurinn telur þetta fyrirkomulag ekki uppfylla skilyrði um eintaklingsbundna áætlun. Maðurinn hafi ekki fengið neinar upplýsingar um hvenær hann mætti vænta að fá úthlutuðu húsnæði. Flóki Ásgeirsson, lögmaður mannsins, segir fjölskyldu umbjóðanda síns fagna því að fá staðfestingu á því að borgin hafi ekki farið að lögum við meðferð máls hans. Reykjavíkurborg var, sem áður segir, dæmd til að greiða manninum 1,1 milljón króna í miskabætur. Þá greiðir borgin einnig málskostnað mannsins sem telur 1,3 milljón króna.
Reykjavík Dómsmál Mest lesið „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar að Óla Erni „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Sjá meira
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent