Umfjöllun og viðtöl: FH - Stjarnan 1-1 | Gestirnir snúið genginu við á meðan ekkert gengur upp hjá Hafnfirðingum Rúnar Þór Brynjarsson skrifar 16. júní 2021 22:10 Stjarnan sótti gott stig í Hafnafjörð í kvöld. Vísir/Hulda Margrét Stjarnan sótti stig í Kaplakrika er liðið mætti FH í Pepsi Max deild karla í knattspyrnu í kvöld. Lokatölur 1-1 sem þýðir að Stjarnan hefur nú náð í fjögur stig gegn Val og FH í síðustu tveimur leikjum á meðan FH hefur ekki unnið í síðustu fjórum. Liðin skiptust á að halda boltanum og var hvorugt liðið að einoka boltann. FH-ingar byrjuðu betur og komu þeir sér í nokkur góð skotfæri. Stjarnan gerði vel að hleypa þeim ekki of nálægt markinu og voru þéttir. Jónatan Ingi Jónsson var hættulegastur á vellinum en hann kom þeim yfir 1-0 eftir að hafa komið sér í góðar stöður fyrr í leiknum. Rétt fyrir hálfleik jafnar Einar Karl leikinn með frábæru skoti fyrir utan teig og kom Gunnar engum vörnum við. Staðan 1-1 í hálfleik Sá seinni var ekki eins fjörugur og sá fyrri. Leikurinn var tíðindalítill og voru liðið ekki að skapa sér mörg góð færi. Fyrsta almennilega færið kom á 68. mínútu þegar Einar karl átti gott skot fyrir utan teig en Gunnar Nielsen varði mjög vel. Áfram gerðist ekki mikið fyrr en á 88. mínútu þá datt boltinn fyrir Þóri Jóhann en Haraldur lokaði á hann og varði vel. Halldór Orri sömuleiðis í ágætu færi en hitti ekki markið á 92. mínútu. Lokatölur 1-1 og í raun sanngjörn niðurstaða. Af hverju endaði leikurinn með jafntefli? Markmennirnir stóðu sig vel líkt og varnirnar hjá liðunum. Leikurinn hefði auðveldlega getað endað með sigri beggja liða en sanngjörn niðurstaða var jafntefli. Hverjir báru af? Jónatan Ingi var hættulegastur í liði FH og gerði vel í markinu. Hann kom sér í fínar stöður oft en náði ekki að setja annað mark. Einar Karl skoraði glæsilegt mark með góðu skoti og átti svo annað mjög gott skot sem Gunnar varði vel í seinni hálfleik. Haraldur í Marki Stjörnunnar varði vel oft á tíðum og hélt þeim inn í leiknum. Við vorum betri en þeir í dag Davíð Þór Viðarsson var fyrirliði FH til fjölda ára en er nú þjálfari liðsins.Vísir „Við byrjuðum vel og komumst sanngjarnt yfir. Fáum svo mark í bakið þrátt fyrir að vera sterkari aðilinn. En fyrsta sem kemur í hugann er vonbrigði.” „Mér fannst við vera betra liðið en svona heilt yfir þá er þetta sanngjörn niðurstaða” „Við fáum tvö mjög góð færi og auðvitað er maður svekktur að nýta þau ekki en það er bara eins og það er. Við fáum mark á okkur, frábært skot hjá Einari þegar það var voðalega lítið að gerast hjá þeim og við höfðum öll völd en svona er bara fótbolti og við erum bara í brekku akkúrat núna.“ „Við þurfum að halda áfram að vinna í okkar málum og ég er fullviss um það að við komum okkur á beinu brautina. Frábær gæði í þessum leikmannahóp og flottir karakterar þannig það er ekkert annað hjá okkur nema halda bara áfram.“ „Já þetta er klárlega mikið áhyggjuefni. 1 stig af 12 mögulegum er ekki góður árangur. Við erum að reyna finna út úr því hvað við getum gert til að bæta okkur,“ sagði Davíð Þór að lokum er hann var spurður út í stöðuna á FH sem hefur ekki unnið fjóra leiki í röð. Hefði viljað þrjú stig Þorvaldur hefði viljað fá þrjú stig í kvöld.Vísir/Hulda Margrét „Við getum alveg tekið stigið og verið sáttir með það en mér fannst við hafa yfirhöndina á leiknum, sérstaklega í fyrri hálfleik. Þetta hefði getað dottið báðum megin en ég hefði líka viljað öll stigin.“ „Já markmennirnir hjá báðum liðum voru góðir í dag og vörðu vel,“ sagði Þorvaldur um leikinn. „Frábær spilamennska hjá okkur í dag og enn og aftur er gríðarleg vinnusemi í liðinu og kraftur og hugarfarið gott. Við erum á útivelli á Hafnarfirði og það er ekki oft sem maður vinnur leiki hér.“ „Það eru hörku leikir fram undan. Stutt á milli og menn þurfa hvíla sig og vera klárir í næsta leik,“ sagði Þorvaldur að lokum um næsta leik Stjörnunnar sem er gegn HK á sunnudag. Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Pepsi Max-deild karla FH Stjarnan
Stjarnan sótti stig í Kaplakrika er liðið mætti FH í Pepsi Max deild karla í knattspyrnu í kvöld. Lokatölur 1-1 sem þýðir að Stjarnan hefur nú náð í fjögur stig gegn Val og FH í síðustu tveimur leikjum á meðan FH hefur ekki unnið í síðustu fjórum. Liðin skiptust á að halda boltanum og var hvorugt liðið að einoka boltann. FH-ingar byrjuðu betur og komu þeir sér í nokkur góð skotfæri. Stjarnan gerði vel að hleypa þeim ekki of nálægt markinu og voru þéttir. Jónatan Ingi Jónsson var hættulegastur á vellinum en hann kom þeim yfir 1-0 eftir að hafa komið sér í góðar stöður fyrr í leiknum. Rétt fyrir hálfleik jafnar Einar Karl leikinn með frábæru skoti fyrir utan teig og kom Gunnar engum vörnum við. Staðan 1-1 í hálfleik Sá seinni var ekki eins fjörugur og sá fyrri. Leikurinn var tíðindalítill og voru liðið ekki að skapa sér mörg góð færi. Fyrsta almennilega færið kom á 68. mínútu þegar Einar karl átti gott skot fyrir utan teig en Gunnar Nielsen varði mjög vel. Áfram gerðist ekki mikið fyrr en á 88. mínútu þá datt boltinn fyrir Þóri Jóhann en Haraldur lokaði á hann og varði vel. Halldór Orri sömuleiðis í ágætu færi en hitti ekki markið á 92. mínútu. Lokatölur 1-1 og í raun sanngjörn niðurstaða. Af hverju endaði leikurinn með jafntefli? Markmennirnir stóðu sig vel líkt og varnirnar hjá liðunum. Leikurinn hefði auðveldlega getað endað með sigri beggja liða en sanngjörn niðurstaða var jafntefli. Hverjir báru af? Jónatan Ingi var hættulegastur í liði FH og gerði vel í markinu. Hann kom sér í fínar stöður oft en náði ekki að setja annað mark. Einar Karl skoraði glæsilegt mark með góðu skoti og átti svo annað mjög gott skot sem Gunnar varði vel í seinni hálfleik. Haraldur í Marki Stjörnunnar varði vel oft á tíðum og hélt þeim inn í leiknum. Við vorum betri en þeir í dag Davíð Þór Viðarsson var fyrirliði FH til fjölda ára en er nú þjálfari liðsins.Vísir „Við byrjuðum vel og komumst sanngjarnt yfir. Fáum svo mark í bakið þrátt fyrir að vera sterkari aðilinn. En fyrsta sem kemur í hugann er vonbrigði.” „Mér fannst við vera betra liðið en svona heilt yfir þá er þetta sanngjörn niðurstaða” „Við fáum tvö mjög góð færi og auðvitað er maður svekktur að nýta þau ekki en það er bara eins og það er. Við fáum mark á okkur, frábært skot hjá Einari þegar það var voðalega lítið að gerast hjá þeim og við höfðum öll völd en svona er bara fótbolti og við erum bara í brekku akkúrat núna.“ „Við þurfum að halda áfram að vinna í okkar málum og ég er fullviss um það að við komum okkur á beinu brautina. Frábær gæði í þessum leikmannahóp og flottir karakterar þannig það er ekkert annað hjá okkur nema halda bara áfram.“ „Já þetta er klárlega mikið áhyggjuefni. 1 stig af 12 mögulegum er ekki góður árangur. Við erum að reyna finna út úr því hvað við getum gert til að bæta okkur,“ sagði Davíð Þór að lokum er hann var spurður út í stöðuna á FH sem hefur ekki unnið fjóra leiki í röð. Hefði viljað þrjú stig Þorvaldur hefði viljað fá þrjú stig í kvöld.Vísir/Hulda Margrét „Við getum alveg tekið stigið og verið sáttir með það en mér fannst við hafa yfirhöndina á leiknum, sérstaklega í fyrri hálfleik. Þetta hefði getað dottið báðum megin en ég hefði líka viljað öll stigin.“ „Já markmennirnir hjá báðum liðum voru góðir í dag og vörðu vel,“ sagði Þorvaldur um leikinn. „Frábær spilamennska hjá okkur í dag og enn og aftur er gríðarleg vinnusemi í liðinu og kraftur og hugarfarið gott. Við erum á útivelli á Hafnarfirði og það er ekki oft sem maður vinnur leiki hér.“ „Það eru hörku leikir fram undan. Stutt á milli og menn þurfa hvíla sig og vera klárir í næsta leik,“ sagði Þorvaldur að lokum um næsta leik Stjörnunnar sem er gegn HK á sunnudag. Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti